Tekjuaðferðin algjörlega lögmæt

Fyrirtækið Trausttak á fasteignir í Kringlunni 8-12 og er ósátt ...
Fyrirtækið Trausttak á fasteignir í Kringlunni 8-12 og er ósátt við það hversu mikið fasteignamat eignanna hefur hækkað á undanförnum árum, eftir að Þjóðskrá byrjaði að nota svokallaða tekjuaðferð við matið. Myndin sýnir jólastemningu í Kringlunni. mbl.is/​Hari

Þjóðskrá Íslands var í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag sýknuð af kröfum fyrirtækisins Trausttaks ehf., í máli sem snerist um útreikninga Þjóðskrár á fasteignamati á atvinnuhúsnæði. Trausttak krafðist þess að ákvarðanir um endurmat á fasteignamati fasteignar fyrirtækisins í Kringlunni 8-12 yrðu ógiltar. Þeim kröfum var hafnað.

Fjallað hefur verið um málarekstur fyrirtækisins í borgarráði Reykjavíkurborgar og þá af hálfu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en Trausttak fór upphaflega í mál við bæði borgina og Þjóðskrá vegna hækkunar fasteignamats og hækkandi fasteignaskatta í kjölfarið.

Fasteignamat eignarinnar sem um ræðir mun hafa hækkað um nær 100% frá fasteignamati ársins 2014 og vill fyrirtækið meina að „raunverulegt matsvirði hennar sé verulega lægra en fasteignamatið.“

Málinu var upphaflega vísað frá í héraðsdómi, aðallega á grund­velli þess að kröf­ur máls­ins á hend­ur Þjóðskrá og borg­inni ættu ekki sam­eig­in­leg­an upp­runa. Landsréttur komst síðan að þeirri niðurstöðu að taka ætti kröfur Trausttaks til efnislegrar meðferðar í héraðsdómi.

Tekjuaðferð notuð við matið

Það sem fyrirtækið var og er væntanlega enn ósátt með, er beiting svokallaðrar tekjuaðferðar við útreikning fasteignamats. Þessi aðferð var fyrst tekin upp af Þjóðskrá árið 2015 við endurmat fasteignamats verslunar- og skrifstofueigna og eigna fyrir léttan iðnað, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Þjóðskrár um fasteignamat árið 2018.

Tekjuaðferðin er sögð alþjóðlega viðurkennd matsaðferð, en með henni eru upplýsingar úr nýlegum leigusamningum, ásamt upplýsingum um eiginleika eigna notaðar til að útbúa líkön sem lýsa fermetraverði leigu.

„Upplýsingar úr leigulíkaninu ásamt ávöxtunarkröfu, sem fundin er með kaupsamningum, eru síðan notaðar til að áætla gangverð,“ segir í skýrslu Þjóðskrár. Þannig hefur hækkandi leiguverð fasteigna sem eru í útleigu áhrif á fasteignamatið, sé tekjuaðferð beitt, en tekjuaðferðinni er beitt í þeim tilvikum þar sem erfitt er að áætla fasteignamat með því einu að styðjast við þinglýstar heimildir.

Í niðurstöðu dóms Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Þjóðskrá hafi skýrt við meðferð málsins á hvaða forsendum fasteignamatið var byggt og sömuleiðis að það hefði komið fram að Þjóðskrá hefði ekki haft gögn til að byggja aðra matsaðferð á.

„Vandkvæðum getur verið bundið að finna markaðsverð fasteigna í atvinnurekstri út frá þinglýstum heimildum. Skipta slíkar eignir iðulega um eigendur í viðskiptum með hlutafé félaga sem eiga eignirnar og tilviljun getur ráðið því hvernig undirliggjandi verðmæti fasteignanna í kaupverði komi fram í aðgengilegum gögnum,“ segir í niðurstöðunni og einnig það, að ákvarðanir Þjóðskrár hafi verið lögmætar.

Trausttak ehf. þarf að greiða Þjóðskrá Íslands 600.000 kr. í málskostnað.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur

mbl.is

Innlent »

Stefnt fyrir 42 milljóna fjársvik

09:07 Karl­manni, sem dæmd­ur var í 12 mánaða fangelsi fyrir að hafa fengið 87 ára gaml­an Alzheimer-sjúk­ling til að milli­færa á sig 42 millj­ón­ir, hefur verið stefnt af erfingjum mannsins. Hinn dæmdi er talinn hafa flutt lögheimili sitt til Þýskaland og hefur ekki fundist þrátt fyrir eftirgrennslan. Meira »

Eina úrlausnin að leita til dómstóla

08:53 Íslenska ríkið hefur slitið samningaviðræðum í sáttaumleitunum milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins hinna sýknuðu, segir að engin önnur úrlausn sé í málinu en að leita til dómstóla. Meira »

Átt þú von á bréfi?

08:37 Á næstu dögum eiga 250 börn um land allt von á bréfi frá umboðsmanni barna. Bréfið inniheldur boð á Barnaþing sem haldið verður í Hörpu í Reykjavík 21. og 22. nóvember. Meira »

Óvissa um æðarvarp í ár

08:18 „Við höfum ekki séð svipað ástand síðan á hafísárunum 1968. Einungis 15% af stofninum eru komin á varpstöðvarnar og virðist æðarstofninn hruninn á Norðausturlandi,“ segir Atli Vigfússon, bóndi í Laxamýri í Norðurþingi sem vonast til þess að ástæðan sé að æðarfuglinn sé seinna á ferðinni. Meira »

Kjararáð braut líklega lög

07:57 „Þrennt virðist hafa farið úrskeiðis þegar kjararáð kvað upp úrskurð sinn um afturvirka launahækkun til handa forstjórum ríkisstofnana 21. desember 2011,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur um svar fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins sem sagt var frá hér í blaðinu 25. maí. Meira »

Viðmið ölvunar verði óbreytt

07:37 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis leggur til að fallið verði frá áformum um að lækka leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns og gera það refsivert ef magn vínanda í blóði mælist meira en 0,2 prómill. Meira »

Guðjón hafnaði bótatilboði

07:05 Sáttaumleitanir milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra eru að sigla í strand eftir að Guðjón Skarphéðinsson hafnaði bótatilboði sáttanefndar stjórnvalda. Meira »

Slydda fyrir norðan

06:59 Ákveðnar norðlægar áttir og svalt í veðri næstu daga, einkum þó fyrir norðan. Skúrir eða dálítil slydduél á Norður- og Austurlandi, annars yfirleitt bjart en stöku síðdegisskúrir. Lægir á uppstigningardag, rofar til og hlýnar heldur. Meira »

Minnihlutinn leggst gegn tafagjöldum

05:30 Fulltrúar minnihlutans í Reykjavíkurborg lýsa sig andvíga hugmyndum meirihlutans um tafa- og mengunargjöld af umferð.   Meira »

Opna þrem vikum fyrr en vanalega

05:30 Fyrstu hálendisvegir hafa verið opnaðir fyrir almenna umferð. Er það óvenju snemma.  Meira »

Reiknað með viðræðum í sumar

05:30 Mikil fundahöld hafa verið að undanförnu í húsnæði Ríkissáttasemjara, bæði í kjaradeilum sem vísað hefur verið til sáttameðferðar og í deilum sem ekki eru komnar á það stig. Meira »

Grunsamleg veðmál í fótboltanum

05:30 Veðmálastarfsemi í kringum fótbolta færist í vöxt. Æ fleiri veðja á fótboltaleiki í íslensku deildunum og eftirspurnin er slík að veðmálin ná niður í lítt sótta leiki í öðrum flokki. Meira »

Ekki horft til 4. orkupakka

05:30 Ekki liggur fyrir „fullnægjandi sviðsmynd“ um það hvernig fari, verði þriðji orkupakkinn samþykktur og sæstrengur lagður í framtíðinni. Þetta segja þingmenn Miðflokksins sem hafa andmælt innleiðingu þriðja orkupakkans undanfarna daga og nætur á Alþingi. Meira »

Dúxinn með 9,83 í MH

Í gær, 21:37 126 nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á laugardaginn. Flestir þeirra útskrifuðust af opinni braut, 43 talsins. Átta náðu ágætiseinkunn, það er meðaleinkunn yfir 9. Meira »

Flutningaskip sigldi inn í Kleppsbakka

Í gær, 19:27 Danskt flutningaskip stórskemmdi bryggjuna við Kleppsbakka í morgun þegar það sigldi á hana og skemmdi. Tjónið hleypur á tugum milljóna. Orsakir slyssins liggja ekki fyrir. Meira »

Kepptust um veiðina við Ólafsvík

Í gær, 18:19 Nóg var um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í gær og á föstudag, þegar fram fór árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness. Tæplega þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og héldu til veiða frá bryggjunni í Ólafsvík klukkan sex á föstudagsmorgun. Meira »

Saltkóngurinn í Svíþjóð

Í gær, 18:02 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi, eins og viðskipti, kaup og sala veðhlaupahesta og siglingar. Meira »

Harður árekstur í Árbæ

Í gær, 17:44 Harður árekstur varð þegar tveir bílar skullu saman á mótum Hraunbæjar og Bitruháls í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrír hlutu minni háttar meiðsl. Meira »

„Fólki finnst þetta ekki í lagi lengur“

Í gær, 17:32 „Það kom svolítið á óvart að heilt yfir skuli viðhorfið hafa verið neikvætt, sama hvaða hóp verið var að skoða,“ segir Soffía Halldórsdóttir, sem nýverið skilaði meistaraverkefni sínu sem ber heitið „Selur kynlíf?“ og fjallar um femínisma, kyn og kynferðislegar tengingar í auglýsingum. Meira »