Áhugi á Íslandi hafi dvínað

Ferðamenn við Hörpu í Reykjavík.
Ferðamenn við Hörpu í Reykjavík. mbl.is/Eggert

„Hefðirðu spurt hóp fólks á síðustu fimm árum hvert það vildi helst ferðast, hefði Ísland fljótlega komið upp í samræðunum. Nýjustu tölur sýna aftur á móti fram á að áhugi á heimsóknum til landsins sé byrjaður að dvína.“ Svo hljóða upphafsorð í grein David Oliver, blaðamanns USA Today, þar sem hann fjallar um stöðu Íslands sem áfangastaðar ferðamanna. 

„Árið 2018 heimsóttu 2,3 milljónir manna Ísland, 5,5% fleiri en árið á undan, en fjölgunin er mun minni en það sem Íslendingar hafa vanist,“ segir í greininni, en Oliver veltir því upp hvers vegna þessi staða sé komin upp. „Í sannleika sagt veit enginn af hverju, en vinsældir annarra áfangastaða, dýr gisting og fall flugfélagsins WOW air gætu spilað þar inn í.“

Haft er eftir Jennifer Dohm, upplýsingafulltrúa Hotels.com að samkvæmt upplýsingum úr leitarvélum hafi leitarspurnum um Grænland fjölgað um 52% árið 2018, en í tilviki Íslands væri fjölgunin aðeins 17%. Þá er rakið að samkvæmt gögnum Hotels.com fljúgi ferðamenn frá Norður-Ameríku nú í auknum mæli til Írlands, Tyrklands og Japan.

Þröng á þingi á Íslandi?

Clive Stacey, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Discover the World, sagði við The Telegraph að hluti skýringarinnar að baki því að hægt hafi á fjölgun ferðamanna hér sé orðrómur um hér á landi sé fjöldi ferðamanna of mikill (e. overcrowded). Það þýði þó ekki að sú sé raunin.

Rakið er að ferðamenn eyði minni fjármunum á Íslandi að því er fram komi í gögnum Alþjóðaferðaþjónusturáðsins. Þannig sé eyðsla á mann nú minni en áður og heimsóknir hingað til lands séu ekki jafn langar og áður. Þá heimsæki ferðamenn helst Reykjavík og megináfangastaði á suðurströnd landsins í stað þess að fara víðar. 

Ferðamenn við Gullfoss.
Ferðamenn við Gullfoss. mbl.is/Árni Sæberg

Önnur gögn sýna að ferðamenn verji þvert á móti ekki styttri tíma á Íslandi en áður og stór ástæða fyrir því séu ódýrir gistikostir á borð við Airbnb.

Hótel og veitingastaðir á Íslandi bjóða upp á einna hæst verð í Evrópu að því er fram kemur í greininni, en um þetta er vitnað til skýrslu greiningardeildar Arion banka. Hafa verð fyrir gistingu tvöfaldast síðastliðinn áratug samkvæmt skýrslunni sem er frá því í október á síðasta ári. Gögn frá Hotels.com sýna að meðalverð á fimm stjörnu hóteli hafi þó lækkað milli áranna 2017 og 2018, þ.e. úr 550 bandaríkjadölum á nótt í 478 dali. 

Fall WOW hluti ástæðunnar fyrir minni vexti

Oliver tekur með í reikninginn fall íslenska flugfélagsins WOW air í lok mars sl. „Að hluta til hefur hægt á vextinum vegna gjaldþrots WOW air. Þó ber að hafa í huga að önnur flugfélög hafa stokkið til og boðið flug á fyrrverandi flugferðum WOW air,“ segir Rochelle Turner, forstöðumaður greininga hjá Alþjóðaferðaþjónusturáðinu.

Flugfélagið WOW air varð gjaldþrota í lok mars sl.
Flugfélagið WOW air varð gjaldþrota í lok mars sl. mbl.is/Hari

Haft er eftir Ingu Hlín Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Visit Iceland, að Ísland sé ekki jafn háð innlendum flugfélögum og áður fyrr. „Nú bjóða mun fleiri flugfélög upp á flugferðir til og frá Íslandi samanborið við fyrri ár,“ segir hún.

Rykið muni setjast í ferðamannaiðnaðnum

Turner segir Alþjóðaferðaþjónusturáðið búast við 4,2% vexti á ári á Íslandi næsta áratuginn sem yrði sjálfbærari en hinn mikli vöxtur sem verið hefur. Inga Hlín tekur í sama streng og segir gögn benda til þess að stöðugri vöxtur sé handan við hornið.

„Ísland tókst á við stórt efnahagshrun fyrir áratug síðan og hefur sleikt sárin síðan. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sagði í viðtali við Bloomberg í október að kreppa í ferðaþjónustunni gæti haft mikil áhrif á efnahaginn á heildina litið, þ.e. eftirspurn eftir vinnuafli, fjárfestingu í hótelum, greiðslustöðu, gengi krónunnar og margt fleira,“ segir í grein USA Today.

mbl.is

Innlent »

Færri farþegar sem kaupa meira

05:30 Kaup hvers farþega á Keflavíkurflugvelli frá janúar til apríl í ár hafa aukist um 12% í búðum miðað við sama tímabil í fyrra og um 7% í veitingum. Meira »

Ísland náð að uppfylla 17 heimsmarkmið

05:30 Samkvæmt nýbirtri úttekt Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) á 90 af 169 undirmarkmiðum heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030 hefur Ísland náð að uppfylla 17 markmiðanna og á ekki langt í land með að ná mörgum til... Meira »

„Enginn spurði hvernig mér liði“

05:08 „Ég vildi óska að einhver hefði spurt mig hvernig mér liði, hvort allt væri í lagi eða athugaði með mig, en það gerðist aldrei. Ég vildi óska að einhver hefði hringt í lögregluna eða barnavernd, en það gerðist aldrei.“ UNICEF á Íslandi hefur hrundið af stað byltingu fyrir börn á Íslandi. Meira »

Orkupakkinn ræddur aðra nóttina í röð

00:01 Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi þar sem fram fer síðari umræða um þriðja orkupakkann svonefnda. Þing­fund­ur hófst klukk­an 13.30. Störf þings­ins voru fyrst á dag­skrá, svo kosn­ing í stjórn Nátt­úru­ham­fara­trygg­inga Íslands og um 14.15 hófst umræða um orkupakk­ann. Meira »

Þristarnir vöktu lukku

Í gær, 23:44 Fjölmargir lögðu leið sína á Reykjavíkurflugvöll í kvöld til að skoða fimm þristavélar, DC-3- og C-47-flugvélar, frá Bandaríkjunum. Vélarnar voru til sýnis á vellinum í kvöld og segir Stefán Smári Kristinsson flugrekstrarstjóri að um einstakt tækifæri hafi verið að ræða. Meira »

Eldur í bifreið í Salahverfi

Í gær, 23:18 Eldur kom upp í bifreið í Salahverfi í Kópavogi á áttunda tímanum í kvöld. Bifreiðin var mannlaus en íbúar í hverfinu voru fljótir að bregðast við og notuðu garðslöngu til að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Áskorendaleikur í plokki gefst vel

Í gær, 22:05 Skagfirðingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í að hreinsa umhverfi sitt og tína rusl í vor. Frá því Umhverfisdagar hófust 15. maí síðastliðinn í sveitarfélaginu Skagafirði hafa tugir fyrirtækja og félagasamtaka tekið þátt í áskorendaleik og lagt allt kapp á að tína rusl úti í náttúrunni. Meira »

„Hamfarahlýnun af mannavöldum“

Í gær, 21:32 Orðanotkunin í umræðunni um loftslagsvána er ein þeirra mistaka sem gerð hafa verið í umræðu um umhverfismálin að mati Auðar Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra Landverndar. Sjálf er hún hlynnt því að tala um hamfarahlýnun af mannavöldum. Meira »

Segir innheimtustarfsemina lögmæta

Í gær, 20:37 Gísli Kr. Björnsson, eigandi Almennrar innheimtu, segir í samtali við mbl.is að fyrirtækið starfi í fullu samræmi við lög, og að hann hafi upplýst Lögmannafélag Íslands um alla starfsemi fyrirtækisins. Neytendasamtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við starfsemina. Meira »

Skessan rís í Hafnarfirði

Í gær, 20:35 Knattspyrnuhúsið Skessan er nú óðum að rísa við Kaplakrika í Hafnarfirði en stefnt er að því að taka húsið í notkun í seint í sumar. Miklar deilur hafa staðið um byggingu hússins innan bæjarfélagsins. Stálgrindarhúsið er þó tekið að rísa og mun bæta aðstöðu FH mikið. Meira »

Veginum milli Hveragerðis og Selfoss lokað

Í gær, 20:27 Vegarkafla á þjóðvegi 1 milli Hveragerðis og Selfoss verður lokað á morgun og mun lokunin standa yfir til 22. september. Framkvæmdir við breikkun hringvegarins fer fram á þessum kafla, þ.e. milli Gljúfurholtsá og Varmár. Meira »

Flestir í fjölskyldunni arfberar

Í gær, 19:45 Anna Kristrún Einarsdóttir var ein af þeim fyrstu hérlendis til að komast að því að hún bæri stökkbreytt BRCA2 gen, sem eykur líkur á krabbameini verulega, og jafnframt sú yngsta sem leitaði eftir þeirri vitneskju á sínum tíma. Meira »

Áhyggjuefni ef börn mæta verr í skóla

Í gær, 19:31 Það er áhyggjuefni ef það eru fleiri börn sem eru að mæta verr í skóla af því að þá eru þau bara að missa úr mikilvæga menntun sem þau þurfa að fá. Það eru þó mismunandi ástæður sem liggja þar að baki, segir Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna Heimilis og skóla í samtali við mbl.is. Meira »

Riftun á kjarasamningi komi til greina

Í gær, 19:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að til greina komi að rifta nýundirrituðum lífskjarasamningi, bregðist Samtök atvinnulífsins ekki við með viðeigandi hætti. Þetta kom fram í máli Sólveigar í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Margar athugasemdir við íbúðakjarna

Í gær, 18:25 Alls bár­ust um 60 at­huga­semd­ir vegna fyr­ir­hugaðrar bygg­ing­ar íbúðakjarna fyr­ir fatlað fólk í Haga­seli í Breiðholti. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fer yfir allar athugasemdir sem bárust og verður þeim svarað með rökstuðningi. Meira »

Ísland hlaut viðurkenningu fyrir baráttu í jafnréttismálum

Í gær, 18:05 Ísland hlaut í dag viðurkenningu fyrir einarða baráttu fyrir jafnrétti á norrænu viðskiptaráðstefnunni Womenomics í Kaupmannahöfn. Þetta í fyrsta sinn sem land eða þjóð hlýtur slíka viðurkenningu. Meira »

„Þetta er einstakt tækifæri“

Í gær, 17:55 „Þetta er alveg einstakur viðburður,“ segir flugrekstrarstjórinn Stefán Smári Kristinsson. Nóg er um að vera hjá honum á Reykjavíkurflugvelli en milli klukkan 18 og 20 verða fimm svokallaðar þristavélar , DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, til sýnis á flugvellinum. Meira »

Málshraði MDE skapar vanda

Í gær, 17:51 „Það er ekki galli í meðferð dómstóla á Íslandi að sjá ekki fyrir hvert Mannréttindadómstóllinn sé að fara þremur árum seinna,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í viðtali við mbl.is um frávísun á máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggja Jónssonar frá Hæstarétti. Meira »

Skólahald leggst niður í Grímsey

Í gær, 17:28 Skólahald verður lagt niður í Grímseyjaskóla næsta vetur. Þrír nemendur stunduðu nám við grunnskólann í vetur og tveir í leikskóla en ein fjölskylda er að flytja burt úr eyjunni og eftir verða sitt hvor nemandinn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Meira »
fágætar bækur til sölu
til sölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum ...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
fjórir íslenskir stálstólar nýtt áklæði sími 869-2798
fjórir stál-eldhússtólar nýtt áklæði á 10,000 kr STYKKIÐsími 869-2798 stólar ...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...