Djúpgámar koma í stað sorptunna

Hér má sjá hversu lítill hluti gámsins stendur upp úr …
Hér má sjá hversu lítill hluti gámsins stendur upp úr jörðinni. mbl.is/Baldur Arnarson

Uppsetning á djúpgámum fyrir sorp við Bríetartún 9-11 í Reykjavík var langt komin um hádegisbilið í gær.

Eins og ljósmyndin hér til hliðar ber með sér bera gámarnir nafn með rentu. Þeir eru djúpir og langir. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir þetta meðal fyrstu djúpgámanna í borginni.

Þeir fyrstu hafi verið settir upp í grenndarstöð fyrir íbúa við Freyjutorg. Það er að segja á torginu þar sem Freyjugata, Óðinsgata og Bjargarstígur mætast. Því næst hafi fyrstu djúpgámarnir við fjölbýlishús verið settir upp í Jaðarleiti 2-8, sunnan við RÚV-húsið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert