Fundað á ný eftir helgina

Fulltrúar iðnaðarmanna á fundi í húsi ríkissáttasemjara.
Fulltrúar iðnaðarmanna á fundi í húsi ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara halda áfram eftir helgi.

„Það er skipulagður fundur á mánudaginn. Það verður vinnuhelgi framundan til að vinna í málum í hvorum hópi fyrir sig,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Hann vildi lítið gefa upp um stöðuna í viðræðunum.

„Það er svo sem ekki mikið að frétta, við erum búin að vera að tala saman og fara yfir málin,“ sagði Kristján sem vildi heldur ekki segja til um hvort búið væri að komast að samkomulagi um einhver deilumál.

Spurður í Morgunblaðinu í dag hvort deiluaðilar séu eitthvað að þokast nær hvor öðrum segir hann ekki tímabært að segja til um það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert