Hættan á framsali virkilega fyrir hendi

Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks hefur alvarlegar áhyggjur af framvindu mála ...
Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks hefur alvarlegar áhyggjur af framvindu mála í Bretlandi síðustu daga. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks hefur ekkert rætt við Julian Assange síðan hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í London fimmtudagsmorguninn var. Assange er í öryggisfangelsi í London sem stendur og getur tekið við heimsóknum í næstu viku. Þá sér Kristinn fram á að fara og ræða við hann.

Kristinn hefur verið ritstjóri WikiLeaks síðan haustið 2018 en var áður talsmaður samtakanna eftir að hann tók við því hlutverki af Assange árið 2010. Kristinn er staddur í Reykjavík yfir helgina en fer senn aftur til London, þar sem hann er búsettur. mbl.is tók hann tali.

Kristinn segir að nú sé staðan sú að Assange sé kominn í þetta fangelsi. Óratíma geti tekið fyrir ferlið að fara í gegnum breska dómstóla. Framsalskrafa Bandaríkjamanna verður tekin fyrir í næsta mánuði. Það er sannfæring Kristins að ef verður af framsalinu, verði í Bandaríkjunum bætt ofan á ákæruliðina sem þegar liggja fyrir gegn Assange, er lúta að meintu samsæri hans með Chelsea Manning um öflun upplýsinga, m.a. um stríðsglæpi bandarískra yfirvalda.

Kristinn telur raunverulega hættu á að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. „Undir eðlilegum kringumstæðum ætti ekki að vera neinn fótur fyrir framsali á Julian til Bandaríkjanna. Ég hef hins vegar lært það, að þegar kemur að Julian Assange og þegar kemur að WikiLeaks, er ekki nokkuð sem heitir eðlilegar kringumstæður. Þannig að sú hætta er virkilega fyrir hendi,“ segir Kristinn.

Síðan Kristinn tók við sem ritstjóri WikiLeaks hefur birtingu verið haldið áfram. Þetta mál Assange hefur hins vegar tekið mikla orku, að þurfa að „standa í baráttu fyrir mannréttindum stofnanda samtakanna.“

Forvitin augu þorna aldrei

Assange er ákærður fyrir að hafa hjálpað Chelsea Manning árið 2010, þegar hún var óbreyttur hermaður, við að afla þeirra trúnaðargagna sem síðar voru birt. Kristinn segir að Assange sé þannig fyrst og fremst sakaður af bandarískum yfirvöldum um að „hafa verið að leiða heimildarmann sinn áfram til lögbrota.“

Í ákærunni er sagt að til marks um þessa aðstoð Assange við heimildamann sinn, hafi Assange sagt við heimildarmann sinn „forvitin augu þorna aldrei“ (e. curious eyes never run dry).

Kristinn segir hins vegar að þegar ákæruskjalið sé grannt skoðað blasi við „samskipti á milli blaðamanns og meints heimildamanns sem undir mörgum kringumstæðum myndi teljast fullkomlega eðlilegt.“

Julian Assange hafði ekki óeðlilega milligöngu um það þegar Chelsea ...
Julian Assange hafði ekki óeðlilega milligöngu um það þegar Chelsea Manning lét honum í té gögn frá bandaríska hernum, sem leiddi til eins stærsta fjölmiðlaleka í hernaðarsögunni, að sögn Kristins. AFP

Eins og að draga einhvern upp úr sjónum og fleygja honum aftur útbyrðis

„Virðing mín fyrir ríkisstjórn Theresu May í þeim dansi sem hún stígur þessar vikurnar er ekki sérstaklega mikil,“ segir Kristinn og vísar til vandræðagangsins í kringum Brexit. „Væntanlega eru þeir óskaplega fegnir því að geta dregið athygli fólks frá öllu Brexit-bullinu sem hefur tröllriðið samfélaginu.“

Assange fékk diplómatíska vernd frá ekvadorska sendiráðinu í London árið 2012, þá til að forðast framsal til Svíþjóðar, en það mál var fellt niður, og fór hælið að snúast um að vera ekki framseldur til Bandaríkjanna. Á fimmtudaginn gerðist það svo að ekvadorsk skipuðu fyrir um, að lögreglunni yrði hleypt inn í sendiráðið. „Þetta sýnir að enginn í Bretlandi er ofar lögum,“ er meðal þess sem haft hefur verið eftir May.

„Það að fara að hæla Lenín Moreno fyrir að fleygja Julian út úr sendiráðinu og svipta hann pólitísku hæli er algerlega forkastanlegt. Það er ríkið sem veitir pólitískt hæli eftir ígrundaða skoðun og það að draga það til baka er eins og að taka einhvern sjóblautan upp úr sjónum eftir skipbrot, dóla með hann í átt að landi en áður en að landi er komið, að fleygja honum útbyrðis af því að það hentaði nýjum skipstjóra,“ segir Kristinn.

Forseti Ekvador að breiða yfir vandræði heima fyrir

„Það er ekki ein einasta hemja að haga sér með þessum hætti,“ segir Kristinn. Lenín Moreno er forseti Ekvador. Kristinn setur sviptingu Evkador á hæli Assange í samhengi við pólitísk vandræði forsetans heima fyrir. Þar sé hann að glíma við áþekk spillingarmál og þau er snéru að Sigmundi Davíð á sínum tíma hérna, með Panama-skjölin. Bróðir forsetans er flæktur í slíkt.

Ásamt því að Moreno sé að reyna að breiða yfir opinbera rannsókn sem hafin er á þeim málum hans, segir Kristinn að ljóst sé að frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hafi hans menn róið að því öllum árum að þrýsta á Moreno að koma Assange út úr sendiráðinu svo Bandaríkin geti farið fram á framsal. Í þeirri viðleitni hafi bæði verið notaður refsivöndur og freistandi gulrætur.

Kristinn bendir í því samhengi að aðeins örfáar vikur séu liðnar frá því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitti ríkulega fyrirgreiðslu til Ekvadors upp á milljarða dollara, og að þar hafi Bandaríkjamenn að vonum mikil ítök.

Dvöl Assange í sendiráðinu var ekki tíðindalaus. Nú segir Kristinn að ekvadorsk yfirvöld séu farin af stað í ófrægingarherferð um allt Bretland til að sverta orðspor Assange. Svo langt gangi menn að Assange hefur verið sakaður um að þjálfa sendiráðsköttinn upp til að njósna um starfsmenn sendiráðsins. Ofan á þetta hafi sænskur ríkisborgari, kunningi Assange, verið handtekinn og settur í þriggja mánaða varðhald grunaður um samsæri með Assange.

Julian Assange var í sendiráði Ekvadors í London í sjö ...
Julian Assange var í sendiráði Ekvadors í London í sjö ár. AFP

Nauðgunarákæran varð til hjá ákæruvaldinu, ekki fórnarlambinu

Assange fékk upprunalega hæli í ekvadorska sendiráðinu í London árið 2012 til þess að forðast framsal til Svíþjóðar á grundvelli ákæru saksóknara þar um nauðgun, sem síðar var felld niður árið 2017. Kristinn segir að meint fórnarlamb þess hafi aldrei sakað Assange um nauðgun. „Þessi nauðgunarkæra var ekki til nema í höndum ákæruvaldsins,“ segir Kristinn.

Hann segir að konan sem um ræðir hafi gengið út úr yfirheyrslum hjá lögreglu um málið þegar hún hafi áttað sig á að verið væri að vinkla þetta sem nauðgun. „Hún gekk út og sagði á opinberum vettvangi að ekki væri um neina nauðgun að ræða. Þegar lögmaður hennar var síðan spurður af sænskum blaðamönnum hvernig hann gæti verið að fullyrða að henni hafi verið nauðgað, þegar hún héldi því ekki einu sinni fram sjálf, sagði hann að hún hefði einfaldlega ekki næga þekkingu á lögum til að vita að þetta hefði verið nauðgun,“ segir Kristinn.

Samtökin Women Against Rape hafa gert athugasemdir við vinnubrögð sænska saksóknarans, að sögn Kristins, og sagt að verið sé að gengisfella orðið. Sænski saksóknarinn hafi sér til málsbóta sagt að um ræði „rape minor“, sem Kristinn segir erfitt að þýða. Þetta geri það að verkum, að þótt að málið hafi verið fellt niður þegar fram leið, eru ótal niðurstöður að finna á Google ef maður spyrðir saman „rape“ og „Julian Assange“.

Kristinn segir fráleitt að halda því fram að Julian hafi verið að hlaupa undan réttvísi. „Hann hékk í fimm vikur í Svíþjóð til að reyna að koma þessu máli í réttan farveg á meðan ég var í Lundúnum með teymi manna að reyna að undirbúa birtingu á einum stærsta leka hernaðarsögunnar og síðan leka á diplómataskjölum. Hann fór frá Svíþjóð með fullkomnu leyfi, því hann þurfti að vinna,“ segir Kristinn. Þá hafi hann hins vegar verið handtekinn. Kristinn segir allan feril þessa máls með ólíkindum og að umræða um að Assange verði að lúta lögum eins og aðrir nái ekki nokkurri átt því ef eitthvað hefur hann fengið ósanngjarnari meðferð. Með ólíkindum segir Kristinn að skuli vera blásnar upp gamlar nauðgunarákærur sem voru búnar til hjá sænska saksóknaranum á sínum tíma, nú þegar verið er „að berjast um hvoru landinu eigi að refsa honum í.“

Kristinn Hrafnsson og lögmaður uppljóstrunarsíðunnar Jennifer Robinson ræða við fjölmiðla ...
Kristinn Hrafnsson og lögmaður uppljóstrunarsíðunnar Jennifer Robinson ræða við fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í Westminster í gær. AFP
mbl.is

Innlent »

Öll félög samþykktu nema eitt

14:45 Öll aðildarfélög Samiðnar hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga nema Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samiðn. Meira »

Tafir vegna fræsunar og malbikunar

14:30 Töluverðar umferðartafir hafa orðið vegna fræsunar og malbikunar fráreinar af Skeiðarvogi niður á Miklubraut til austurs.  Meira »

Mun fleiri orðið fyrir ofbeldi

14:30 „Hlutfall barna sem hefur orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi [er] mun hærra en ég held að almenningur og samfélagið gera sér grein fyrir,“ segir Hjördís Þórðardóttir, hjá UNICEF um rannsókn á ofbeldi í lífi barna sem kynnt var í dag. Samtökin vilja sjá tölurnar nýttar í aðgerðir. Meira »

„Það þarf sterka vöðva til að stjórna þessu!“

14:25 Langar biðraðir mynduðust á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar fimm DC-3 vélar voru sýndar almenningi.   Meira »

Ræddi um uppgang öfgaafla í Evrópu

13:58 Uppgangur öfgaafla í Evrópu og það pólitíska umhverfi sem slík öfl hafa sprottið úr var á meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjallaði um í ræðu sinni á opnun alþjóðlegrar ráðstefnu á sviði kynjafræða í dag. Meira »

Ástráður meðal umsækjenda um dómarastöðu

13:53 Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn þeirra sem sóttu um embætti landsréttardómara. Embættið var auglýst laust eftir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu í byrjun mánaðarins vegna aldurs. Ástráður staðfestir þetta við mbl.is. Meira »

Efling vill ábendingar um vanefndir

13:43 Efling – stéttarfélag hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmiss konar hlunnindi. Meira »

Féll sex metra í vinnuslysi

13:15 Karlmaður um tvítugt féll hátt í sex metra í vinnuslysi í Kópavogi um ellefuleytið í morgun.  Meira »

Sumarið er komið því malbikun er hafin

13:09 „Þegar sólin fer að skína og hlýnar í veðri þá fer þetta af stað. Allt mjög hefðbundið,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur og verkefnastjóri viðhalds hjá Vegagerðinni, spurður um malbikunarvinnu sumarsins. Meira »

Skuldir ekki flokkaðar eftir loftförum

12:03 Skuldir flugrekenda við Isavia eru ekki flokkaðar eftir loftförum. Það þýðir að Isavia getur ekki sagt nákvæmlega hver skuld hverrar og einnar flugvélar er við félagið, heldur þyrfti matsgerð til að finna út úr því. Þetta kom fram í máli Gríms Sigurðssonar, lögmanns Isavia, í héraðsdómi í dag. Meira »

„Sig­ur fyr­ir lífs­kjör allra Íslend­inga“

11:59 „Ég er mjög ánægður með það skref sem peningastefnunefnd stígur í dag. Það er mjög mikilvægt,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti komið upp „réttarfarsklessa“

11:51 Grímur Sigurðsson, lögmaður Isavia, fer fram á að aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC gegn Isavia verði vísað frá dómi. Telur hann að sú staða geti komið upp að Landsréttur og héraðsdómur komist að mismunandi niðurstöðu í sama málinu. Væri þá komin upp eins konar „réttarfarsklessa“. Meira »

„Gríðarlega ánægjuleg tíðindi“

11:50 „Þetta eru bara gríðarlega ánægjuleg tíðindi og er það vægt til orða tekið,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is vegna ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka vexti í 4% úr 4,5%. Meira »

Hæstiréttur hafnar beiðni Steinars Berg

11:43 Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Steinars Berg Ísleifssonar eftir leyfi dómstólsins til að áfrýja dómi Landsréttar sem í apríl sýknaði Ríkisútvarpið af kröf­um Stein­ars. Hann krafði RÚV um miska­bæt­ur og af­sök­un­ar­beiðni vegna end­ur­varps á um­mæl­um tón­list­ar­manns­ins Bubba Mort­hens í þætt­in­um Popp- og rokk­saga Íslands. Meira »

EasyJet fækkar Íslandsferðum

11:42 Flugfélagið EasyJet hefur fækkað ferðum sínum til Keflavíkur. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túrista, sem segir stjórnendur félagsins skrifa ákvörðunina á dýrtíðina á Íslandi. British Airways og Wizz Air eru aftur á móti sögð fjölga ferðum frá London til Íslands í vetur. Meira »

„Ofboðslega sorglegar tölur“

11:34 Félags- og barnamálaráðherra hyggst bregðast hratt og örugglega við niðurstöðum skýrslu sem segir til um að fimmta hvert barn á Íslandi hafi orðið fyrir ofbeldi. Hann fundar með UNICEF, sem lét vinna skýrsluna, í hádeginu. Meira »

Ganga skrúðgöngu í tilefni Dýradagsins

11:32 Dýradagurinn er haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni. Þema göngunnar þetta árið er málefni hafsins, svo sem plastmengun í hafi, hnignun lífbreytileika, súrnun sjávar og dýr á válista. Meira »

„Órafmagnað stuð“

11:10 „Það er stuð í kirkjunni. Þetta er órafmagnað stuð,“ segir Gunnar Ben stjórnandi poppkórsins Vocal Project sem heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju annað kvöld kl. 20. Gefinn verður forsmekkur fyrir hausttónleika kórsins. Meira »

„Tími kominn til að höggva á hnútinn“

10:39 Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, gerði þá kröfu í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að flugvélin TF-GPA, sem er af tegundinni Airbus A321 og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá falli WOW air, verði tekin með beinni aðfaragerð af sýslumanni frá Isavia og afhent flugvélaleigufyrirtækinu ALC Meira »