Hefur líklega áhrif á þúsundir farþega

Icelandair bætir fjórum flugferðum við til N-Ameríku í hádeginu á …
Icelandair bætir fjórum flugferðum við til N-Ameríku í hádeginu á morgun. mbl.is/Eggert

„Við erum að vinna hörðum höndum að því að koma öllum í flug,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, við mbl.is. Öllu flugi Icelandair var aflýst í gærkvöldi vegna veðurs og sömu sögu er að segja um síðdegis- og kvöldflug í dag.

Ásdís segist ekki hafa nákvæma tölu á því hvað þetta hefur áhrif á marga farþega en segir að líklega séu það einhver þúsund. Hún segir að Icelandair reyni að hafa samband við farþega eins fljótt og auðið er en farþegar segja Icelandair ekki hafa staðið sig sem skyldi við að veita viðskiptavinum þjónustu sem sitja fastir.

„Við erum að bæta við fjórum aukaflugferðum sem fara í hádeginu á morgun til Norður-Ameríku,“ segir Ásdís en Icelandair bætti einnig við flugi til New York í hádeginu í dag. 

„Núna erum við að gera meira. Það verður farið til Washington, Denver, New York og Edmonton,“ segir Ásdís og bætir við að farið verði til Brussel, Kaupmannahafnar og Alicante eftir miðnætti í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert