Komu mjaldranna frestað

Mjaldrarnir Litla Hvíta og Litla Gráa fá heimkynni í Klettsvík.
Mjaldrarnir Litla Hvíta og Litla Gráa fá heimkynni í Klettsvík.

Ákvörðun var tekin í gær um að fresta komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja, sem áttu að koma hingað með sérútbúinni flutningavél Cargolux næstkomandi þriðjudag. Ástæðan er veðurspáin og sú staðreynd að Landeyjahöfn hefur verið lokuð að undanförnu.

Aðstandendur verkefnisins, Merlin Entertainment og góðgerðarsamtökin Sealife Trust, treysta mjöldrunum ekki til að þola flutning með Herjólfi frá Þorlákshöfn til Eyja, en sú sigling getur tekið þrjá tíma en sigling úr Landeyjahöfn tekur að jafnaði um hálftíma.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins verður staðan næst metin á mánudag, hvenær af flutningnum frá Kína getur orðið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »