Útköll vegna veðurofsans

Það er bálhvasst á höfuðborgarsvæðinu.
Það er bálhvasst á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Ernir

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum hafa verið kallaðar út vegna veðurofsans í kvöld en gul viðvörun er í gildi á suðvesturhorninu.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að á höfuðborgarsvæðinu sé um að ræða verkefni í Hafnarfirði og í Reykjavík. Þar er um að ræða þakklæðingar og girðingar sem takast á loft í vindinum. Innan við tíu beiðnir hafa borist hingað til í kvöld.

Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út til að aðstoða verktaka á flugvallasvæðinu þar sem þak virðist vera að losna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert