Vanmat á aðstæðum

Ocean Diamond í Reykjavíkurhöfn.
Ocean Diamond í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Styrmir Kári

Vanmat á aðstæðum var orsök þess að farþegaskipið Ocean Diamond rakst utan í endann á Norðurgarði í innsiglunni til Reykjavíkur í lok maí á síðasta ári, samkvæmt áliti siglingasviðs rannsóknanefndar samgönguslysa, en málið var afgreitt frá nefndinni á mánudag.

Skemmdir urðu bæði á garðinum og skipinu. Áður en siglt var inn á milli garðanna hafði skipið verið í vandræðum fyrir utan innsiglinguna og lent of langt suður frá henni.

Í skýrslu nefndarinnar segir að við rannsókn hafi komið fram að hafnsögumaður hafi verið um borð. Hann kvað þetta hafa verið mannleg mistök sem fólust í því að hafa ekki farið fjær innsiglingunni áður en siglt var þar inn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert