Brynjar Níelsson næsti dómsmálaráðherra?

Brynjar Níelsson útilokar ekki að hann verði næsti dómsmálaráðherra.
Brynjar Níelsson útilokar ekki að hann verði næsti dómsmálaráðherra. Hanna Andrésdóttir

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var spurður í Þingvöllum á K100 hvort ekki væri góð hugmynd að hann tæki við af Sigríði Andersen sem dómsmálaráðherra. „Einhver myndi segja það,“ var svar Brynjars. Hann útilokaði möguleikann ekki.

Brynjar sagði að það væru vikur frekar en mánuðir þangað til skipaður yrði nýr ráðherra. Persónulega teldi hann mikilvægt að „leysa þetta landsréttarmál“ áður en til greina kæmi að hann tæki við, en þá teldi hann sig „ekki verri valkost en hvern annan“. Þingið yrði ekki slitið án nýs dómsmálaráðherra.

Sem stendur heyra málefni dómsmálaráðuneytisins undir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sem fyrir er ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fyrir liggur að það er tímabundið ástand sem skapaðist í kjölfar þess að Sigríður Andersen fyrrum dómsmálaráðherra „steig til hliðar“ í kjölfar dóms Mannréttindadómstól Evrópu um skipun í Landsrétt.

Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, og Una María Óskars­dótt­ir, varaþingmaður Miðflokks­ins, voru gest­ir Bjart­ar Ólafs­dótt­ur í þjóðmálaþætt­in­um Þing­völl­um á K100 í dag.

Hér má hlusta á þáttinn. Ummæli Brynjars eru í blálok upptökunnar.

mbl.is