„Ég er eiginlega síðasti móhíkaninn“

Snorri Rafnsson á leið í miknaveiðiferð út á Breiðafirði.
Snorri Rafnsson á leið í miknaveiðiferð út á Breiðafirði. Ljósmynd/Aðsend

„Við þurfum að vernda náttúruna fyrir minknum. Við hleyptum honum inn í landið og við verðum að taka ábyrgð á þessu. Ástandið er orðið slæmt. Það sem er að gerast hægt og rólega er að fuglategundir eru að eyðast upp. Við erum að setja þær í hættu,“ segir Snorri Rafnsson minkaveiðimaður um áhrif minksins í íslenskri náttúru. 

Minkur er framandi og ágeng tegund á Íslandi og hefur valdið skaða á lífríki landsins. Hann heldur sig helst við ár og vötn og étur fiska, fugla og egg þeirra auk hagamúsa og hryggleysingja. Hann var fyrst fluttur til landsins árið 1931 til að nota í feldiðnað en fljótlega slapp hann út í náttúruna. Minkurinn hefur verið veiddur nánast upp frá því fyrir. Hann hefur mikla aðlögunarhæfni og er ákaflega frjósamur. Minkurinn er veiddur í gildrur, með hundum og skotinn af veiðimönnum.

Áhrif minksins augljós

Snorri sem einnig er þekktur sem  Vargurinn á samfélagsmiðlum hefur helgað sig veiði á minknum síðustu ár. Hann segist sjá sjáanleg merki um skaða minksins í íslenskri náttúru og nefnir friðun teistunnar sem dæmi. Hann bendir á að þrátt fyrir að veiðimenn hafi veitt teistuna í fleiri hundruð ár sér til matar hafi minkurinn höggvið stórt skarð í teistustofninn því hún verpir í holum þar sem minkurinn helgar sig. Teista er grunnsævisfugl og verp­ir í kletta­gjót­um, urðum og sprung­um og var friðuð fyrir skotveiði 1. september 2017.   

„Flórgoðinn er líka í hættu og hefur verið lengi. Við erum líka hætt að sjá keldusvínið. Sumir silungsstofnar í ám og lækjum sjást ekki lengur þar sem hann var veiddi á árum áður. „Þetta er allt minknum að kenna. Þetta þurrkast allt upp,“ segir Snorri.

Minkaveiðihundarnir eru duglegir.
Minkaveiðihundarnir eru duglegir. Ljósmynd/Aðsend

Eigum að verðmeta út frá íslenskri náttúru

Snorri var á leið í Helgafellseyjar að veiða mink þegar mbl.is náði tali af honum. Á þessum tíma eru fuglar að koma sér fyrir á eyjunum, hreiðra um sig, finna sér maka og verpa. „Núna hanga kollurnar fyrir utan eyjarnar því þær þora ekki útaf minknum sem hefur hertekið eyjarnar. Við sjáum það bara á hegðun fuglsins,“ segir Snorri og bætir við: „Einn minkur í svona eyju getur valdið gríðarlegu tjóni. Ein eyja getur til dæmis gefið fleiri þúsundir krónur í tekjum af æðardúni. En við eigum ekki að verðmeta þetta út frá krónum heldur íslenskri náttúru; fuglunum okkar en ekki út frá ameríska minknum.“ 

„Ástríðan mín að losa náttúruna við minkinn“

Óhætt er að segja að Snorri sé náttúrubarn af guðsnáð. Hann hefur meðal annars stundað minkaveiðar um árabil og notar flinka minkahunda sér til aðstoðar. „Ég er eiginlega síðasti móhíkaninn í þessu. Þetta er ástríðan mín að losa náttúruna við minkinn. Ég geri ekkert betra. Það er samt voðalega sárt að fá ekki almennilega borgað fyrir það,“ segir Snorri.

Sveitarfélög og ríki greiða fyrir minkaveiðar en sveitarfélögum er í sjálfsvald sett hvað þau verja miklum fjármunum til þeirra. Snorri bendir á að launin sem hann fær greidd fyrir veiðarnar séu alltof lág. Samkvæmt viðmiðunartaxtar og verðlaunum fyrir refi og minka á vef Umhverfisstofnunar segir að verðlaun fyrir unninn mink er kr. 3.000 á dýr. Verðlaun fyrir hvolpafulla læðu kr. 15.000 á dýr, tímakaup ráðinna veiðimanna kr. 1.615 kr./klst og akstur 110 kr/km.

Að sögn Snorra eru þetta sömu upphæðir og voru árið 1993. Á þessum 26 árum hefur orðið um 200% hækkun á launum í landinu en laun fyrir þessa vinnu hafa haldist óbreytt, að sögn Snorra.

Gekk betur þegar betur var borgað

 „Í gamla daga var tekið vel á þessu því það var ágætlega borgað fyrir þetta. Fleiri veiðimenn tóku þátt í því að reyna að losa okkur við minkinn og meira var veitt af honum,“ segir Snorri og bendir á að starfið standi ekki undir kostnaði. Veiðarnar eru kostnaðarsamar því þær útheimta talsverðan búnað. Kostnaðurinn felur meðal annars í sér hundahald og það er heilmikil vinna að sinna vinnusömum minkahundi ef vel á að vera. 

Hundur Snorra með mink eftir góða veiði á dögunum.
Hundur Snorra með mink eftir góða veiði á dögunum. Ljósmynd/Aðsend

Snorri vill að ríkið sjái alfarið um að greiða fyrir minkaveiðarnar því ábyrgðin liggur hjá þjóðinni en ekki einstaka sveitarfélögum. Hann kallar eftir launum í samræmi við vinnuframlag. Hann segir að ef kerfinu yrði breytt þá væri til dæmis auðveldara að fá yfirsýn yfir stöðuna. 

Helsta minkaveiðitímabilið er núna í apríl og maí en minkurinn er samt veiddur allt árið. Snorri segir minkastofninn sveiflast milli ára en sé núna á uppleið. Hver minkalæða er farin að gjóta núna 7-8 hvolpum og því sé lag að reyna að ná höggva skarð í stofninn.

Hægt er að fylgjast með Varginum á samskiptamiðlunum snapchat undir heitinu Vargurinn og á instagram undir thewestviking

Hægt er að fylgjast með Snorra á Snapchat, undir nafninu ...
Hægt er að fylgjast með Snorra á Snapchat, undir nafninu Vargurinn.
mbl.is

Innlent »

Verkfærum stolið úr nýbyggingu

16:12 Brotist var inn í nýbyggingu í Dalbrekku 2-14 í Kópavogi nýlega, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrotið í gær. Meira »

Ráðist á starfsmann Krónunnar

16:09 „Mig langar að benda á að orðið negri er orð sem er aldrei í lagi að nota eða beita eða segja eða skrifa. Þetta er niðrandi orð, og ógeðslegt,“ skrifar Árdís Pétursdóttir í færslu á Facebook fyrir helgina. Ráðist var á eiginmann hennar, Destiny Mentor Nwaokoro, þar sem hann var við störf í Krónunni. Meira »

Hatrið hvílist ekki lengi

16:08 Hatari heldur í tónleikaferð á fimmtudag með viðkomu á fimm stöðum á landinu. Í samtali við mbl.is segir trommugimpið Einar Stef að það hafi komið sér mest á óvart hvursu fáir þátttakendur í Eurovision tjáðu sig um málefni Ísraels og Palestínu. Meira »

Tæpur stuðningur við samninga hjá RSÍ

15:48 Niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga hjá fimm félögum í samfloti iðnaðarmannafélaganna liggja fyrir. Athygli vekur að í Rafiðnaðarsambandi Íslands stóð mjög tæpt að samningurinn yrði samþykktur. Meira »

Þristar til sýnis í kvöld

15:39 Fimm svo­kallaðar þrista­vél­ar, DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli í kvöld milli klukkan 18 og 20. Hægt er að komast að vélunum á stæðinu norðan við Loftleiðahótelið (byggingu Icelandair) um hlið á girðingunni þar sem fánaborg er sjáanleg. Meira »

„Baráttan marklaus ef svona er liðið“

15:24 „Okkur hjá Landvernd var brugðið þegar við sáum fréttina og myndirnar frá urðunarstöðinni í Fíflholti á Mýrum,“ segir Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, í samtali við mbl.is. Meira »

Umræða um orkupakkann aftur hafin

14:56 Önnur umræða um þriðja orkupakkann er aftur hafin á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið í málþófi síðustu þingfundi, að sögn stuðningsmanna pakkans. Umræðan gæti staðið fram á kvöld og jafnvel nótt. Meira »

Á 164 km hraða og of seinn á hótelið

14:43 Tveir erlendir ferðamenn voru á ofsaakstri í Eldhrauni skammt frá Kirkjubæjarklaustri í gær. Annar var að 164 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Lögreglan á Suðurlandi svipti hann ökuréttindum á staðnum. Meira »

Björn fór „ósæmilegum orðum“ um Ásmund

14:37 „Nú er rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé,“ sagði Björn Leví Gunnarsson í ræðu á þingi í dag. Fyrir nákvæmlega sömu orð var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir dæmd brotleg af siðanefnd. Meira »

Synjaði 50 Bangladessum um skólavist

13:54 Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í gær að Útlendingastofnun hafi ekki verið heimilt að banna 50 manns frá Bangladess að koma til landsins til að stunda nám við Háskólann á Bifröst. Fólkið hafði ætlað að hefja nám við skólann, en Útlendingastofnun hafnaði öllum umsóknunum á grundvelli þjóðernis. Meira »

„Þetta eru bara góðar umræður“

13:15 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, vísar því á bug að um málþóf sé að ræða á Alþingi um þessar mundir. Hann tók sjö sinnum til máls í gær og Inga Sæland samflokkskona hans 5 sinnum. Meira »

Umsóknum um kennaranám fjölgar um 30%

13:04 Umsóknum um framhaldsnám til kennsluréttinda í leik- og grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands hefur fjölgað um 30% miðað við meðaltal síðustu fimm ára samkvæmt upplýsingum frá menntavísindasviði Háskóla Íslands. Meira »

„Bersýnilega málþóf“

12:32 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 6. varaforseti Alþingis, og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telja Miðflokk og Flokk fólksins vera farna að þæfa umræðuna um þriðja orkupakkann í þinginu. Stutt er eftir af þessu þingi. Meira »

Engin raunhæf úrræði í boði

12:26 Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, segir í viðtali við mbl.is að hann sé hissa á dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í morgun og að með honum sé „útilokað“ að skjólstæðingar hans hafi raunhæf úrræði til að leita réttar síns m.t.t. dóms MDE í máli þeirra. Meira »

Farið yfir aðgerðir gegn mansali og félagslegu undirboði

11:56 Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega stöðu aðgerða stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun. Meira »

Fiskistofa bendir lögreglu á stórlaxafrétt

11:12 Fiskistofa hefur vakið athygli lögreglu á frétt sem birt var á mbl.is í gær, þar sem fjallað er um stórlax sem veiddist í grásleppunet undir Skálanesbjargi í síðustu viku. Bendir stofnunin á að ekki megi veiða lax í sjó. Meira »

Segja vanefndir á nýundirrituðum kjarasamningi

10:52 Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Meira »

„Hljóðið er gott í viðskiptavinum okkar“

10:50 Framleiðendum þurrkaðra fiskafurða hér á landi virðist hafa tekist að laga sig að þeirri erfiðu stöðu sem kom upp á nígeríska markaðinum um mitt ár 2015. Í tilviki Laugafisks var brugðist við með samruna og tæknivæðingu og þannig hagrætt í rekstrinum og fyrirtækið um leið gert betur í stakk búið til að geta tekist á við það ef frekari sveiflur verða í viðskiptum við Nígeríu. Meira »

Munu kvarta undan vallarstarfsmönnum

10:18 „Þetta er óneitanlega eitthvað sem fór fyrir brjóstið á mér, ég er ekki ánægður með svona framgöngu,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, en flugvallarstarfsmenn í Tel Aviv stærðu sig af því á netinu að þeir hefðu gefið liðsmönnum hljómsveitarinnar Hatara „vond sæti“ í flugvél þeirra frá Tel Aviv í gærmorgun. Meira »
Ýmsar áhugaverðar bækur til sölu
il sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasög...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 210.000 km...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...