Greiddi hraðasekt með klinki

Ökumaður kom á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu á dögunum til að …
Ökumaður kom á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu á dögunum til að greiða hraðasekt með heldur óvenjlegum hætti, en sektin var greidd með fullum IKEA-poka af smámynt. Skjáskot/Facebook

Hraðasektir eru sjaldnast borgaðar með bros á vör en hjá því var ekki komist þegar ökumaður mætti á dögunum á lögreglustöð til að gera upp skuld sína. Sá vildi gera hreint fyrir sínum dyrum og borga sektina umbúðalaust. Rogaðist hann inn á lögreglustöðina með stóran IKEA-plastpoka fullan af smámynt. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir myndskeið af pokanum með klinkinu. Ekki fylgir þó hversu há upphæðin var sem ökumaðurinn þurfti að reiða af hendi. 

Í færslu lögreglunnar segir að það geti jafnvel verið þungt hljóðið í fólki þegar það kemur þessara erinda á lögreglustöð. „Töluverð þyngsli áttu líka við í þessu tilviki, en samt í annarri merkingu orðanna því að smámyntin, sem maðurinn bar í hús og var notuð til að borga sektina, vó mörg kíló.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert