Hraðinn of mikill og hemlagetan of lítil

mbl.is/Eggert

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að hópbifreið, sem ekið var aftan á fólksbifreið á Suðurlandsvegi vestan Hunkubakka í desember 2017 með þeim afleiðingum að tveir farþegar létu lífið og nokkrir slösuðust alvarlega, hafi verið ekið of hratt. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um slysið sem birt var í dag.

Ennfremur telur rannsóknarnefndin að hemlageta hópbifreiðarinnar hafi verið of lítil og hemlakraftar ójafnir. Ökumaður hópbifreiðarinnar hafi brugðist of seint við eða ekið of nálægt fólksbifreiðinni miðað við aðstæður. Sömuleiðis hafi ökumaðurinn og nokkrir farþegar, þar á meðal þeir sem létust, ekki verið með öryggisbelti spennt og ökumaðurinn mögulega verið þreyttur. 44 ferðamenn voru í bifreiðinni auk leiðsögumanns og ökumanns.

„Slysið bar að með þeim hætti að ökumaður fólksbifreiðar á leið í austur hægði ferðina til að beygja út af til hægri inn á afleggjara áningarstað. Fyrir aftan fólksbifreiðina var hópbifreið ekið í sömu átt. Ökumaður hópbifreiðarinnar náði ekki að draga úr aksturshraðanum þegar fólksbifreiðin hægði á sér, en reyndi að sveigja yfir á akrein til vesturs og fara fram úr fólksbifreiðinni til að forða árekstri. Það tókst ekki og lenti hægra framhorn hópbifreiðarinnar á vinstra afturhorni fólksbifreiðarinnar, við það kastaðist fólksbifreiðin fram og náði ökumaður hennar að stöðva hana um 75 metrum frá árekstrarstað,“ segir í skýrslunni um það hvernig slysið hafi atvikast.

Hópbifreiðin hafi því næst lent með hjól út á vegfláan vinstra megin á veginum og hjólför í fláanum verið um 110 metrar. „Við enda hjólfaranna voru ummerki um að hópbifreiðin hafi verið komin í hliðarskrið og að hún hafi því næst oltið á vinstri hliðina og runnið að hluta þvert eftir veginum. Rann hópbifreiðin á hliðinni um 30 metra þar til hún stöðvaðist með framendann uppi á veginum við dæld í landslaginu við veginn.“ Ísing hafi verið utan hjólfaranna á veginum.

Haft er eftir vitni í hópbifreiðinni að ökumaðurinn hafi reynt að hemla þegar fólksbifreiðin dró skyndilega úr ökuhraðanum. „Vitnið greinir svo frá að ökumaður fólksbifreiðarinnar hafi ekki gefið stefnuljós en ökumaður fólksbifreiðarinnar kvaðst hafa gefið stefnuljós. Samkvæmt sama vitni nægði hemlun hópbifreiðarinnar ekki til að forða árekstri og reyndi ökumaðurinn þá að sveigja yfir á hinn vegarhelminginn en þá hafi fólksbifreiðinni verið sveigt til vinstri þannig að hópbifreiðin náði ekki að sveigja framhjá henni.“

Víða pottur brotinn varðandi hópbifreiðina

Varðandi ástand hópferðabifreiðarinnar hafi við rannsókn komið í ljós að ástand hemlakerfis hennar væri ábótavant. Hemlar í hægra framhjóli hafi virkað en engin virkni hafi verið á hemlum í vinstra framhjóli. „Vökvahemlakerfi var í framhjólum og var leki í kerfinu vinstra megin, þannig að engin vökvi var í dælunni og stimplar í hemladælu fastir. Lekinn var úr hemlaslöngu sem liggur frá forðabúri að höfuðdælu. Gaumljós í mælaborði sem á að kvikna þegar vökvamagn fer niður fyrir lágmark var bilað.“

Hemlun á vinstra afturhjóli hafi verið í lagi en fastur lykill hefði verið festur með plastbandi við útíherslu, líklega til þess að hindra að útíherslan losnaði. Plastbandið hafi verið óvarið fyrir steinkasti og hefðii þynnst um 21%. Tæring á lyklinum hafi gefið til kynna að hann hefði verið nýttur með þessum hætti í talsverðan tíma. Hemlun í hægra afturhjóli hafi verið nánast engin. Hópbifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum en hins vegar hafi vantað orðið flesta naglana í hjólbarðana. Ekki er talið að neitt varðandi fólksbifreiðina hafi valdið slysinu.

mbl.is

Innlent »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »

Færri fara á fjöll um páska en áður

07:57 Páskarnir eru tími sem fólk nýtir gjarnan í ferðalög um landið. En hvert liggur straumur Íslendinga í páskafríinu?  Meira »

Eldur kviknaði á hjúkrunarheimili

07:51 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent af stað um kl. 7 í morgun vegna tilkynningar um eld í matsal á hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Eldurinn reyndist minniháttar. Meira »

Handalögmál vegna starfa bingóstjóra

07:17 Kona var slegin í andlitið eftir að hún reyndi að koma manni sem stýrði bingóleik á Gullöldinni í Grafarvogi til varnar, en sá hafði verið sakaður um svindl. Að öðru leyti byrjar páskahelgin vel hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 20. apríl. Fréttaþjónusta verður um páskana á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin í dag frá kl. 8-12. Meira »
Patrol 2006
Til sölu Nissan Patrol 2006 ekinn 186.000. Einn eigandi, gott viðhald, skoðaður ...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...