Hraðinn of mikill og hemlagetan of lítil

mbl.is/Eggert

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að hópbifreið, sem ekið var aftan á fólksbifreið á Suðurlandsvegi vestan Hunkubakka í desember 2017 með þeim afleiðingum að tveir farþegar létu lífið og nokkrir slösuðust alvarlega, hafi verið ekið of hratt. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um slysið sem birt var í dag.

Ennfremur telur rannsóknarnefndin að hemlageta hópbifreiðarinnar hafi verið of lítil og hemlakraftar ójafnir. Ökumaður hópbifreiðarinnar hafi brugðist of seint við eða ekið of nálægt fólksbifreiðinni miðað við aðstæður. Sömuleiðis hafi ökumaðurinn og nokkrir farþegar, þar á meðal þeir sem létust, ekki verið með öryggisbelti spennt og ökumaðurinn mögulega verið þreyttur. 44 ferðamenn voru í bifreiðinni auk leiðsögumanns og ökumanns.

„Slysið bar að með þeim hætti að ökumaður fólksbifreiðar á leið í austur hægði ferðina til að beygja út af til hægri inn á afleggjara áningarstað. Fyrir aftan fólksbifreiðina var hópbifreið ekið í sömu átt. Ökumaður hópbifreiðarinnar náði ekki að draga úr aksturshraðanum þegar fólksbifreiðin hægði á sér, en reyndi að sveigja yfir á akrein til vesturs og fara fram úr fólksbifreiðinni til að forða árekstri. Það tókst ekki og lenti hægra framhorn hópbifreiðarinnar á vinstra afturhorni fólksbifreiðarinnar, við það kastaðist fólksbifreiðin fram og náði ökumaður hennar að stöðva hana um 75 metrum frá árekstrarstað,“ segir í skýrslunni um það hvernig slysið hafi atvikast.

Hópbifreiðin hafi því næst lent með hjól út á vegfláan vinstra megin á veginum og hjólför í fláanum verið um 110 metrar. „Við enda hjólfaranna voru ummerki um að hópbifreiðin hafi verið komin í hliðarskrið og að hún hafi því næst oltið á vinstri hliðina og runnið að hluta þvert eftir veginum. Rann hópbifreiðin á hliðinni um 30 metra þar til hún stöðvaðist með framendann uppi á veginum við dæld í landslaginu við veginn.“ Ísing hafi verið utan hjólfaranna á veginum.

Haft er eftir vitni í hópbifreiðinni að ökumaðurinn hafi reynt að hemla þegar fólksbifreiðin dró skyndilega úr ökuhraðanum. „Vitnið greinir svo frá að ökumaður fólksbifreiðarinnar hafi ekki gefið stefnuljós en ökumaður fólksbifreiðarinnar kvaðst hafa gefið stefnuljós. Samkvæmt sama vitni nægði hemlun hópbifreiðarinnar ekki til að forða árekstri og reyndi ökumaðurinn þá að sveigja yfir á hinn vegarhelminginn en þá hafi fólksbifreiðinni verið sveigt til vinstri þannig að hópbifreiðin náði ekki að sveigja framhjá henni.“

Víða pottur brotinn varðandi hópbifreiðina

Varðandi ástand hópferðabifreiðarinnar hafi við rannsókn komið í ljós að ástand hemlakerfis hennar væri ábótavant. Hemlar í hægra framhjóli hafi virkað en engin virkni hafi verið á hemlum í vinstra framhjóli. „Vökvahemlakerfi var í framhjólum og var leki í kerfinu vinstra megin, þannig að engin vökvi var í dælunni og stimplar í hemladælu fastir. Lekinn var úr hemlaslöngu sem liggur frá forðabúri að höfuðdælu. Gaumljós í mælaborði sem á að kvikna þegar vökvamagn fer niður fyrir lágmark var bilað.“

Hemlun á vinstra afturhjóli hafi verið í lagi en fastur lykill hefði verið festur með plastbandi við útíherslu, líklega til þess að hindra að útíherslan losnaði. Plastbandið hafi verið óvarið fyrir steinkasti og hefðii þynnst um 21%. Tæring á lyklinum hafi gefið til kynna að hann hefði verið nýttur með þessum hætti í talsverðan tíma. Hemlun í hægra afturhjóli hafi verið nánast engin. Hópbifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum en hins vegar hafi vantað orðið flesta naglana í hjólbarðana. Ekki er talið að neitt varðandi fólksbifreiðina hafi valdið slysinu.

mbl.is

Innlent »

Fer eigin leiðir í veikindunum

18:41 „Ég fann ekki neitt. Ég var í ofsalega fínum gír,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, í viðtali á sjónvarpsstöðunni Hringbraut þar sem hann ræðir veikindi sín en hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Meira »

„Loftslagsváin er þögul ógn“

16:23 Níunda loftslagsverkfallið var haldið á Austurvelli í dag. Hingað til hafa verkföllin verið mjög kraftmikil en í dag var ákveðið að verkfallið yrði þögult og sitjandi vegna föstudagsins langa. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að það hafi verið viðeigandi. Meira »

Brýrnar helsti veikleikinn

15:01 Brýrnar eru helsti veikleiki vegakerfisins á Suðurlandi, það blasir við. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur. Ólafur mun sjá um úttekt á umferðaröryggi á Suðurlandi. Meira »

Forsetinn á meðal píslarvotta

13:19 Píslarganga umhverfis Mývatn er haldin í 25. skipti í dag, föstudaginn langa. Gangan er með nokkuð óhefðbundnu sniði en píslarvottarnir fara yfir með mismunandi hætti, ýmist á tveimur jafnfljótum, á hjólum eða á hjólaskíðum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan mótorhjólamann

12:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan mann á Landspítala í nótt, en maðurinn hafði slasast á fæti á ferð sinni um Víðidalstunguheiði á mótorhjóli, eða svokölluðum krossara. Meira »

Ný lyfta skref í átt að bættum eldvörnum

12:18 Ný lyfta er í uppsiglingu í Hallgrímskirkjuturni. Henni verður komið fyrir í sömu lyftugöngum og hin gamla var í en sú var orðin 50 ára gömul. Framkvæmdunum fylgja bættar brunavarnir á alla kanta, að sögn framkvæmdastjóra kirkjunnar. Meðan á þeim stendur verður kirkjuturninn lokaður gestum. Meira »

Skíðafærið á föstudaginn langa

10:07 Það viðrar ágætlega til skíðaiðkunar í dag, föstudaginn langa, fyrir norðan, austan og vestan. Höfuðborgarbúar verða hins vegar að sætta sig við að búið er að að loka Bláfjöll­um og Skála­felli end­an­lega þenn­an vet­ur­inn. Meira »

Allt að 16 stiga hiti á Norðausturlandi

08:35 Föstudagurinn langi verður vætusamur á Suður- og Vesturlandi en útlitið er heldur betra á Norðaustur- og Austurlandi þar sem verður léttskýjað og allt að 16 stiga hiti. Meira »

Fjórum bjargað úr eldsvoða

08:14 Lögreglumenn á Ísafirði björguðu fjórum út úr húsi um klukkan þrjú í nótt eftir að eldur kom upp á sólpalli hússins. Lögreglumennirnir voru í eftirlitsferð þegar þeir sáu reyk stíga upp af húsinu, sem er viðarhús. Meira »

Átta manns í andlegu ójafnvægi

07:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt og gærkvöldi átta útköllum vegna fólks í andlegu ójafnvægi, víðs vegar í borginni og nágrenni hennar. Í dagbók lögreglu kemur fram að í öllum tilfellum fóru lögreglumenn á vettvang og reyndu eftir fremstu getu að aðstoða einstaklingana. Meira »

„Bullandi menning í hverjum firði“

Í gær, 22:15 „Það er frábær stemning í bænum og spennan er í hámarki. Ég er búinn að vera hérna síðustu tvær vikurnar og það er búið að vera stemning í bænum allan þennan tíma,“ segir rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Íris í auglýsingu Bernie Sanders

Í gær, 21:52 Ferðalag um Gvatemala leiddi til þess að Íris Gunnarsdóttir kemur fyrir í auglýsingu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins. „Þetta er bara svolítið súrrealískt,“ segir hún um hvernig það er að bregða fyrir í auglýsingunni sem snýr að upplifun kvenna af opinberu heilbrigðiskerfi. Meira »

Búllan skýtur rótum í Noregi

Í gær, 21:00 Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

Í gær, 20:08 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

í gær Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

í gær Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

í gær Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

í gær Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

í gær Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...