Kanna hvort eldur sé laus um borð

Landsbjörg, björgunarbátur. Mynd úr safni.
Landsbjörg, björgunarbátur. Mynd úr safni. mbl.is/Heiddi

Slökkviliðsmenn munu kanna hvort eldur sé enn laus í fiskibátnum Æsi þegar hann kemur að landi í kvöld. Eldurinn er ekki sjánlegur en hann er greinilegur með hitamyndavélum og því var ákveðið að kalla til slökkviliðsins.

Báturinn er kominn í tog og verður dreginn að landi í Brjánslæk sem er austan við Patreksfjörð. Heppilegast er að skoða hann við höfnina í Brjánslæk en þangað siglir Breiðafjarðarferjan Baldur.  

Allir þrír skipverjarnir sem voru um borð komust frá borði í tæka tíð. Fiskibáturinn Hafey kom fyrstur á vettvang og tók Æsi í tog. Talið er að hann verði kominn að landi fyrir miðnætti. Björgunarbáturinn Guðfinna frá Stykkishólmi, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fylgir Hafey og Æsi inn til Brjánslækjar í öryggisskyni.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa mun taka við rannsókn málsins samkvæmt venju.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert