Losun gróðurhúsalofttegunda jókst milli ára

Losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst ...
Losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst um 2,2% milli áranna 2016 og 2017. mbl.is/Júlíus

Losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst um 2,2% milli áranna 2016 og 2017. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan inniheldur losunarbókhald yfir losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Hér er hægt að skoða skýrsluna

Þróun losunar Íslands sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda frá árinu 2005, er sú að 5,4% samdráttur hefur verið í losun yfir tímabilið.  Losun gróðurhúsalofttegunda hefur verið nokkuð stöðug síðan 2012, þrátt fyrir aðgerðir til að stemma stigu við losun. Það má að mestu rekja til aukningar ferðamanna á Íslandi og hins vegar aukinnar almennrar neyslu.

Losun 2005-2017 sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda (kt ...
Losun 2005-2017 sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda (kt CO2-íg) skjáskot/Umhverfisstofnun

Meginástæður fyrir aukningu í losun milli 2016 og 2017, án landnotkunar, eru aukin losun frá fólksbílum, málmframleiðslu, kælimiðlum og frá nytjajarðvegi. Þrátt fyrir að heildarlosunin hafi aukist milli ára, hefur losun frá ákveðnum uppsprettum dregist saman. Þar má nefna sem dæmi losun frá framleiðsluiðnaðnum (sem inniheldur m.a. fiskimjölsverksmiðjur), einnig dróst losun frá urðunarstöðum saman. 

Helstu uppsprettur sem falla undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda eru vegasamgöngur (34%), olíunotkun á fiskiskipum (18%), iðragerjun (10%), losun frá kælimiðlum (svo kölluð F-gös – 7%) og losun frá urðunarstöðum. 

Losun 2017 á beinni ábyrgð Íslenskra stjórnvalda, skipt eftir IPCC ...
Losun 2017 á beinni ábyrgð Íslenskra stjórnvalda, skipt eftir IPCC flokkum. Tölur sýna hlutfall (í %) af heildarlosun undir sameiginlegum efndum skjáskot/Umhverfisstofnun

Fyrir utan fyrrnefnda losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda tekur skýrslan einnig á losun frá stóriðju undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS). Árið 2017 féllu 39% af heildarlosun Íslands undir ETS og var þar 2,8% aukning í losun innan kerfisins milli 2016 og 2017.

Í losunarbókhaldinu er reiknuð öll losun frá Íslandi, bæði sú sem telst sem losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda gagnvart skuldbindingum við ESB og einnig sú losun sem fellur undir skuldbindingar samkvæmt viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS). Losunarbókhaldið nær einnig yfir losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt (LULUCF). 

Orka Orka (jarðeldsneytisbruni og jarðvarmavirkjanir) var uppspretta 40% af losun Íslands árið 2017 (án LULUCF). Losun frá orkugeiranum hefur aukist um 2% árið 2017 miðað við 1990. Mesta aukningin hefur orðið í losun frá vegasamgöngum en einnig frá jarðvarmavirkjunum. Losun frá fiskiskipum, strandsiglingum og innanlandsflugi hefur hins vegar dregist talsvert saman.

Iðnaðarferlar og efnanotkun voru uppsprettur 43% af heildarlosun Íslands árið 2017 (án LULUCF). Öll CO2 losun frá ál- og málmblendiframleiðslu (stóriðja) fellur undir viðskiptakerfi ESB (ETS), og telst þ.a.l. ekki sem losun á beinni ábyrgð stjórnvalda. Sú losun er samt sem áður talin fram í losunarbókhaldinu og því innihalda tölurnar hér á eftir losun frá stóriðjunni. Iðnaðarferlar og efnanotkun var uppspretta 43% losunar Íslands (án LULUCF) árið 2017. Losunin í geiranum hefur aukist um 133% síðan 1990 og er það aðallega vegna aukningar í málmiðnaði og notkun á F-gösum sem kælimiðlar.

Landbúnaður var uppspretta 12% af heildarlosun Íslands árið 2017 (án LULUCF). Losunin hefur dregist saman um 2% milli 1990 og 2017. Stór hluti losunar frá landbúnaði (2/3) kemur frá búfé (iðragerjun og meðhöndlun húsdýraáburðar) og 1/3 frá nytjajarðvegi. Losunin hefur haldist nokkuð stöðug.

Meðhöndlun úrgangs var uppspretta 5% af heildarlosun Íslands árið 2017 (án LULUCF). Langstærsta uppspretta losunar frá úrgangi er metanlosun frá urðun. Losun frá urðun náði hámarki árið 2006, en hún hefur dregist saman síðan þá aðallega vegna aukinnar endurvinnslu og söfnun á metani á tveimur urðunarstöðum á Íslandi.

Til að gera innihald skýrslunnar aðgengilegra almenningi hefur Umhverfisstofnun í fyrsta sinn birt helstu niðurstöður úr skýrslunni á íslensku í stuttri samantekt ásamt því að taka saman lista yfir algengar spurningar og svör varðandi innihald skýrslunnar. Þetta má hvoru tveggja finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Meginástæður fyrir aukningu í losun milli 2016 og 2017, án ...
Meginástæður fyrir aukningu í losun milli 2016 og 2017, án landnotkunar, eru aukin losun frá fólksbílum. AFP
mbl.is

Innlent »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða ofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

Í gær, 17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »

Skelfileg sjón blasti við eigandanum

Í gær, 16:55 „Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum,“ skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Meira »

Íslendingar á Sri Lanka óhultir

Í gær, 14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru á Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

Í gær, 14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

Í gær, 14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

Í gær, 14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

Í gær, 12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

Í gær, 11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

Í gær, 11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

Í gær, 11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Verð 40þús ...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...