Mótmælendur hlýddu fyrirmælum lögreglu

mbl.is/​Hari

Samtökin No Borders höfðu uppi mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið og inni í anddyri húsnæðisins í dag. Stóðu þau yfir í um klukkutíma.

Að sögn Arnars Marteinssonar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sat hópur mótmælenda á gólfinu í anddyrinu þegar lögreglan mætti á vettvang laust fyrir klukkan 15. Hópurinn var búinn að krækja olnbogum sínum saman.

Lögreglan bað mótmælendurna, sem hafa barist fyrir kröfum hælisleitenda, um að fara út og hlýddu þeir. Allt fór því friðsamlega fram og enginn var handtekinn.

Arnar bætir við að á fjórða tug manna hafi tekið þátt í mótmælunum í heidina séð, bæði inni í anddyrinu og fyrir utan húsið.

Mótmælunum er lokið.
Mótmælunum er lokið. mbl.is/Hjörtur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert