Nefbrotnaði í unglingaslagsmálum

Lögreglumaður að störfum. Mynd úr safni.
Lögreglumaður að störfum. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um harkaleg unglingaslagsmál í Hafnarfirðinum á áttunda tímanum í kvöld. Er talið að einn hafi nefbrotnað í átökunum og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Málið er í rannsókn.

Þá barst lögreglu tilkynning um þjófnað í verslun í Breiðholtinu á níunda tímanum í kvöld. Starfsmenn verslunarinnar voru búnir að handsama þjófinn áður en lögregla kom á vettvang, en hann veitti þeim mikla mótspyrnu.

Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn búinn að losa sig og hafði ráðist á einn starfsmannanna. Lögregla yfirbugaði því manninn, sem var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann fær að gista í fangageymslu í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert