Reyna að fá glögga mynd af atburðum

Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. mbl.is/Ómar Óskarsson

Embætti héraðssaksóknara vinnur nú að því að reyna að fá sem gleggsta mynd af því sem gerðist aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku, er ung kona lést skömmu eftir að lögregla hafði afskipti af henni.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við mbl.is að embættið skoði nú allt sem geti varpað ljósi á atburði umrætt kvöld.

Ólafur Þór getur ekkert gefið nánar upp um framgang rannsóknarinnar, né áætlað hversu langan tíma hún muni taka.

Saksóknaraembættið rannsakar málið á grundvelli 35. gr. lögreglulaga, en þar segir að héraðssak­sókn­ara beri að rann­saka kæru á hend­ur starfs­manni lög­reglu fyr­ir ætlað refsi­vert brot við fram­kvæmd starfa hans og einnig atvik sem eftirlitsnefnd telji þörf á að taka til rannsóknar þegar maður læt­ur lífið, hann verður fyr­ir stór­felldu lík­ams­tjóni eða lífi manns er hætta búin, í tengsl­um við störf lög­reglu, óháð því hvort grun­ur er um refsi­vert brot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert