Sveik út mat á veitingastað

mbl.is/Hjörtur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð auðgunar- og umferðarlagabrot á árunum 2017-2018.

Maðurinn var dæmdur meðal annars fyrir að hafa svikið út veitingar á veitingastað, hafa stolið farsíma af afgreiðsluborði í móttöku hótels og stolið matvöru úr verslun.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust en fram kemur í dómnum að hann eigi að baki fimmtán refsidóma. Síðast var hann dæmdur árið 2017. Flest brotin hafi verið vegna auðgunarbrota en einnig hafi hann verið dæmdur fyrir rán, brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlagabrot.

Maðurinn var einnig sviptur ökuréttindum í þrjú ár og tvo mánuði frá uppkvaðningu dómsins og dæmdur til þess að greiða rúmar 555 þúsund krónur í sakarkostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert