Tíu fingra tjáning í heitu pottunum

Sjóböðin á Húsavík eru mjög eftirsótt.
Sjóböðin á Húsavík eru mjög eftirsótt. mbl.is/Sigurður Bogi

Sjóböðin á Húsavík, sem voru opnuð síðasta haust, hafa gert góða lukku og eru vinsæll viðkomustaður ferðamanna, ekki síst meðal Íslendinga.

Vatnið í böðunum er steinefnaríkt og heilnæmt og þess utan er ekki amalegt að flatmaga í vorsólinni í pottunum, þaðan sem er einstaklega gott útsýni yfir hafið og til hinna tilkomumiklu Kinnarfjalla.

Að hætti landans eru svo í pottunum stundaðar miklar rökræður um málefni líðandi stundar þar sem tilþrifamikil líkamstjáning með tíu fingrum er notuð til að leggja áherslu á málflutning og sjónarmið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunbaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert