Auglýstu afslátt án þess að lækka verð

Ekki er talið að um afslátt sé að ræða, ef …
Ekki er talið að um afslátt sé að ræða, ef afslátturinn varir í meira en sex vikur. mbl.is/Golli

Barnaheimilið ehf., rekstaraðili husgogn.is, hefur brotið gegn lögum með því að auglýsa barnakerru og tengdar vörur á tilboðsverði í meira en sex vikur, samkvæmt úrskurði Neytendastofu. Láti fyrirtækið ekki af þessum starfsháttum mun sektum vera beitt.

Fyrirtækið hafi með athæfinu auglýst verðlækkun án þess að um raunverulega verðlækkun sé að ræða.

Fram kemur í úrskurði Neytendastofu að við nánari skoðun stofnunarinnar hafi komið í ljós að fyrirtækið hafi auglýst barnakerrurnar Baby Jogger Elite ásamt fylgihlutum á husgogn.is á afslætti í að minnsta kosti 12 vikur.

Neytendastofa hefur með úrskurði sínum bannað Barnaheimilinu ehf. að halda þessum starfsháttum áfram. „Verði ekki farið að banninu má búast við að tekin verði ákvörðun um sektir á grundvelli laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu,“ segir í úrskurði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert