Lögðu stjórnvaldssekt á Menn í vinnu

Byggingaverkamenn að störfum. Mynd úr safni.
Byggingaverkamenn að störfum. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu vegna ósamræmis milli skráðra einstaklinga hjá stofnunni og þeirra fyrirtækið hefur greitt af hjá ríkisskattstjóra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem ræddi við Unni Sverrisdóttir, starfandi forstjóra Vinnumálastofnunar.

Eru  forsvarsmenn Manna í vinnu sagðir hafa kært ákvörðunina til félagsmálaráðuneytisins, auk þess að fara fram á að sektin verði annað hvort felld úr gildi eða lækkuð verulega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert