Níu ár að gera upp þrot BM Vallár

Lýstar kröfur í bú BM Vallá voru um 15,5 milljarðar …
Lýstar kröfur í bú BM Vallá voru um 15,5 milljarðar króna. Níu ár hefur tekið að klára gjaldþrotaskiptin.

Lýstar kröfur í þrotabú BM Vallár hf. námu tæplega 15,5 milljörðum króna og fékkst greitt upp í lýstar veðkröfur 3,9 milljarðar króna, að því er fram kemur í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu. Bú fyrirtækisins var tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis 18. maí 2010, en skiptum á búinu var ekki lokið fyrr en 10. apríl síðastliðinn.

Samþykktar forgangskröfur voru 363 milljónir og fengust 159 milljónir greiddar í þær kröfur eða um 43,8%. „Ekki var tekin afstaða til almennra og eftirstæðra krafna, þar sem ekkert kemur til úthlutunar upp í þær,“ segir í tilkynningunni.

Víglundur Þorsteinsson, fyrrum stjórnarformaður BM Vallár, fór í mál við Arion banka í kjölfar yfirtöku kröfuhafa á fyrirtækinu vegna meintra brota á lögum við yfirtökuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert