Skúlptúr Skúla fauk í rokinu

Útilistaverkið Obtusa eftir bandaríska listamanninn Rafael Barrios.Verkið fauk í rokinu …
Útilistaverkið Obtusa eftir bandaríska listamanninn Rafael Barrios.Verkið fauk í rokinu í dag og skemmdist við það festingin á því. mbl.is/Árni Sæberg

Listaverk í eigu Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins WOW air, sem stóð við Höfðatorg fauk í rokinu í dag. Verkið, sem nefnist Obtusa, er eftir  bandaríska listamanninn Rafael Barrios.

Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, sagði í samtali við mbl.is að verkið sé ekki mikið skemmt, en að festingin á því sé brotin. Einnig sé málningin nokkuð rispuð eftir barninginn en slíkt hafi gerst áður. „Auðvitað verður þó að laga það,“ sagði hún.

Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar fjarlægði verkið eftir að það fauk og er það nú komið í geymslu þar sem það verður þar til búið er að laga það.

Skúli Mo­gensen og Mar­grét Ásgeirs­dótt­ir eig­end­ur lista­verks­ins buðu Lista­safni Reykja­vík­ur  verkið að láni árið 2013 og segir Ólöf ekki standa annað til en að setja verkið upp á Höfðatorgi á ný eftir að það hefur verið lagað.

Verkið er tryggt af borginni fyrir 18 milljónir krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert