„Sorg í hjörtum okkar allra“

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Hari

Íslensk stjórnvöld fagna áformum Frakka um að Notre Dame verði endurreist. Þetta kemur fram í bréfi sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sendi menningarmálaráðherra Frakka vegna brunans í dómkirkjunni.

„Það er sorg í hjörtum okkar allra yfir bruna einnar merkustu kirkju Evrópu, Notre Dame. Saga hennar er samofin sögu álfunnar og heimsbyggðarinnar. Við fögnum áformum franskra stjórnvalda um að kirkjan verði endurreist um leið og við minnumst þeirrar merku menningarsögu sem kirkjan hefur að geyma,“ segir Lilja í bréfinu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni.

Hún bætir við að mikilvægt sé fyrir komandi kynslóðir að hafa tækifæri til að kynnast sögu kirkjunnar og til að vitja hennar um ókomna tíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert