Tímabært að verja hagsmuni Íslands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Þorgeir

„Mér finnst blasa við núna, þegar málið hefur verið lagt fram og fyrstu umræðu um það á Alþingi lokið, að það hafa ekki komið fram nein rök fyrir því hvers vegna við eigum að innleiða þriðja orkupakkann. Hins vegar koma sífellt meiri upplýsingar um hætturnar sem í því felast. Það segir sína sögu þegar ráðherrar í núverandi ríkisstjórn afsaka það sem þeir eru að gera í þeim efnum með því að það sé einhvern veginn afleiðing af fortíðinni.“

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is um þriðja orkupakka Evrópusambandsins sem ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hyggst innleiða vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Til stendur að Alþingi samþykki innleiðingu löggjafarinnar með því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara en vegna gagnrýni á málið hyggst stjórnin fresta tímabundið gildistöku ákvæða sem talin eru fara í bága við stjórnarskrána.

Þannig hafi ráðherrar í ríkisstjórninni sagt það réttlætingu á eigin gerðum nú að þriðji orkupakkinn hafi ekki verið stöðvaður í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins 2013-2016 undir forsæti Sigmundar. Sigmundur segir hins vegar ljóst að þriðja orkupakkanum hafi ekki verið hleypt í gegn í tíð hans ríkisstjórnar. Pakkinn hafi ekki verið tekinn upp í EES-samninginn í gegnum sameiginlegu EES-nefndina fyrr en í maí 2017 í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Samningi sagt upp fyrir að fara eftir honum?

Sigmundur segir að fullyrðingar um að EES-samningurinn yrði í hættu ef Alþingi nýtir þann rétt sem Ísland hafi samkvæmt samningnum og hafni því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af þriðja orkupakkanum, sem þýddi að málið færi aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar þar sem hægt yrði að óska eftir formlegri undanþágu frá honum, fela í sér stórhættulega nálgun. „Með því erum við að senda þau skilaboð að við samþykkjum allt sem á okkur er lagt í stað þess að nýta þann samningsbundna rétt sem við höfum.“

Ríkisstjórnin vilji hins vegar rökstyðja innleiðinguna með því einu annars vegar að þar sem Ísland hafi samþykkt fyrsta og annan orkupakka Evrópusambandsins verði að samþykkja þann þriðja líka og hins vegar með því að halda því fram að EES-samningurinn kunni að vera í hættu ef Íslendingar nýti heimild sem þeir hafi samkvæmt samningnum. Með öðrum orðum fyrir þá sök að fara eftir honum. „Þessi málflutningur verður svo auðvitað endurnýttur þegar Evrópusambandið sendir okkur orkupakka fjögur og fimm.“

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sigmundur bendir á að það vanti ekki að ráðherrar í ríkisstjórninni og stjórnarþingmenn hafi opinberlega lýst áhyggjum af stöðugum kröfum Evrópusambandsins um meira framsal valds í gegnum EES-samninginn væri að grafa undan samningnum. Hins vegar væri síðan aðeins haldið áfram á sömu braut og látið undan sífellt fleiri kröfum sambandsins. „Talað er um að í þessi 25 ár frá gildistöku EES-samningsins höfum við ekki nýtt okkur þann rétt að hafna upptöku löggjafar. Þess heldur er það þá tímabært.“

„Þannig að í stað þess að nýta þann rétt sem við þó höfum samkvæmt EES-samningnum til þess að verja hagsmuni Íslands, að ætla bara að lifa í ótta og gefa stöðugt eftir í þeim efnum vegna einhverrar ímyndaðrar ógnar um að okkur verði refsað fyrir að fara eftir samningnum. Það er ekki góður bragur á því fyrir fullvalda ríki að nálgast málin með þessum hætti,“ segir Sigmundur. Það væri ansi sérstakt ef Evrópusambandið myndi segja upp samningi við Ísland af þeirri ástæðu að Íslendingar hefðu farið eftir honum.

Beiti sér gegn framsali á valdi til ESB

Spurður um nýja skoðanakönnun MMR, þar sem Miðflokkurinn jók fylgi sitt á sama tíma og stjórnarflokkarnir, einkum Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, töpuðu fylgi segir Sigmundur auðvitað alltaf gaman að sjá aukinn stuðning við flokkinn. Hins vegar hafi hann aldrei talið rétt að láta stjórnast af fylgiskönnunum. „Það er alltof mikið um það í dag að stjórnmálaflokkar séu dag frá degi að reyna að elta skoðanakannanir. Mér finnst að leiðarljósið í stjórnmálum eigi þvert á móti að hafa ákveðna sýn og stefnufestu.“

„Vitanlega getur þurft að laga sig að því ef í ljós kemur að hægt sé að gera hlutina betur en samt að hafa það mikla trú á því sem maður er að gera að láta ekki dægursveiflurnar trufla sig. Ef auðvitað er alltaf ánægjulegt að sjá fylgið þróast í réttar áttir,“ segir Sigmundur. Sigmundur segist gjarnan vilja sjá stjórnarflokkana fylgja þeirri stefnu sinni að beita sér gegn framsali á valdi frá Íslandi til Evrópusambandsins. Þetta mál sé einu sinni yfir flokkapólitík hafið enda snúist það um algera grundvallarhagsmuni þjóðarinnar.

mbl.is

Innlent »

Glöð ef þau komast inn fyrir jólin 2021

14:47 Það er öryggi að þetta bjargræði er til staðar. Fólk treystir því að það er í lagi að eldast hér,” segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU í Hornafirði. Meira »

Íslenskur sundknattleikur að lifna við

14:15 Ármenningar eru Íslandsmeistarar í sundknattleik 2019, en þeir lögðu keppinauta sína úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) með 13 mörkum gegn 8 í Laugardalslaug fyrir hádegi. Leikurinn var liður í alþjóðlegu tíu liða móti sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »

Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun

11:20 Þingmenn hafa komið að máli við forseta Alþingis og spurt hann að því hvort ekki sé orðið tímabært að stöðva umræðu þingmanna Miðflokksins með því að beita ákvæði í 71. gr. þingskaparlaga. Steingrímur segist hafa verið „tregur til að gangast inn á“ að hann sé farinn að hugleiða það, ennþá. Meira »

Nítján stundir af orkupakkaumræðu

10:03 Þingmenn Miðflokksins ræddu um innleiðingu þriðja orkupakkans í alla nótt og til kl. 10:26 í morgun. Fundur hófst kl. 15:31 í gær og stóð yfir í á nítjándu klukkustund. Varaforseti þingsins sagði miðflokksmenn ráða hvenær fundi ljúki. Meira »

Fá aðgang að vaxandi markaði

09:30 „Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur að fá aðgang að mest vaxandi markaði fyrir lax í heiminum,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Vestfjörðum, um opnun Kínamarkaðar fyrir íslenskar eldisafurðir. Meira »

Bílbruni á Kjalarnesi

08:58 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum í morgun vegna elds í bíl á Kjalarnesi, en bíllinn stóð á bílaplani nærri munna Hvalfjarðarganga. Bíllinn er gjörónýtur. Meira »

Heppin með veður til þessa

08:18 „Þetta ætti að ganga vel því ég verð með strauminn og vindinn í bakið,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í gær áður en hún lagði af stað á kajak frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur, um 50 km leið. Meira »

Mótmæla hærri arðgreiðslum

07:57 Félag atvinnurekenda mótmælir áformum um háar arðgreiðslur Faxaflóahafna til eigenda sinna, sem Reykjavíkurborg hefur lagt til. Meira »

Líkamsáras í gleðskap í Garðabæ

07:48 Tilkynnt barst lögreglu um líkamsárás í Garðabæ á þriðja tímanum í nótt. Þar hafði staðið yfir gleðskapur í heimahúsi og húsráðandi gert tilraun til þess að vísa mönnum úr partýinu sökum þess að þeir voru að nota fíkniefni. Mennirnir réðust í kjölfarið á manninn. Meira »

Trymbillinn sem gerðist leikari

07:37 Björn Stefánsson, fyrrverandi trommuleikari þungarokkshljómsveitarinnar Mínuss, segist hafa gengið með leiklistardrauma í maganum allt frá barnæsku. Meira »

Launahækkanir kjararáðs ráðgáta

06:30 Ekki eru til nein gögn um það hvaða forstjórar ríkisstofnanna fengu afturvirka launahækkun með ákvörðun kjararáðs árið 2011. Sagðist kjararáð ætla að tilkynna hverjum og einum með bréfi hvaða hækkun þeir myndu fá, en bréfin voru aldrei send. Meira »

Með saltið í blóðinu

05:30 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson, og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi. Meira »

Airbus afhendir tólf þúsundustu vélina

05:30 Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur nú afhent tólf þúsund flugvélar til viðskiptavina sinna vítt og breitt um heiminn. Félagið fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir en það er í raun eini keppinautur Boeing á markaðnum með stærri farþegaþotur. Meira »

Krani í Sundahöfn nær 100 metra upp

05:30 Unnið er af fullum krafti að uppsetningu stærsta gámakrana landsins á hinum nýja Sundabakka í Sundahöfn. Á þessum stað verður aðal-athafnasvæði Eimskips í framtíðinni. Meira »

Greftrunarhefðir breytast hægt

05:30 Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma telur ekki útilokað, að ný greftrunaraðferð, sem einkafyrirtæki í Bandaríkjunum hefur þróað, ryðji sér til rúms. Meira »

Borgin skoðar veggjöld

05:30 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir til skoðunar að leggja á svonefnd tafagjöld til að stjórna og draga úr umferð einkabíla í Reykjavíkurborg. Meira »
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Nudd Nudd Nudd
Nudd Nudd Nudd. Relaxing massage downtown Akureyri. S. 7660348, Alina...
Til sölu ósamansettur bìlskúr
Til sölu ósamansettur bìlskúr 6x4 m. Bjálki 45 mm. Þak, gólf og inn-keyrsluhurð ...