Tímabært að verja hagsmuni Íslands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Þorgeir

„Mér finnst blasa við núna, þegar málið hefur verið lagt fram og fyrstu umræðu um það á Alþingi lokið, að það hafa ekki komið fram nein rök fyrir því hvers vegna við eigum að innleiða þriðja orkupakkann. Hins vegar koma sífellt meiri upplýsingar um hætturnar sem í því felast. Það segir sína sögu þegar ráðherrar í núverandi ríkisstjórn afsaka það sem þeir eru að gera í þeim efnum með því að það sé einhvern veginn afleiðing af fortíðinni.“

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is um þriðja orkupakka Evrópusambandsins sem ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hyggst innleiða vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Til stendur að Alþingi samþykki innleiðingu löggjafarinnar með því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara en vegna gagnrýni á málið hyggst stjórnin fresta tímabundið gildistöku ákvæða sem talin eru fara í bága við stjórnarskrána.

Þannig hafi ráðherrar í ríkisstjórninni sagt það réttlætingu á eigin gerðum nú að þriðji orkupakkinn hafi ekki verið stöðvaður í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins 2013-2016 undir forsæti Sigmundar. Sigmundur segir hins vegar ljóst að þriðja orkupakkanum hafi ekki verið hleypt í gegn í tíð hans ríkisstjórnar. Pakkinn hafi ekki verið tekinn upp í EES-samninginn í gegnum sameiginlegu EES-nefndina fyrr en í maí 2017 í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Samningi sagt upp fyrir að fara eftir honum?

Sigmundur segir að fullyrðingar um að EES-samningurinn yrði í hættu ef Alþingi nýtir þann rétt sem Ísland hafi samkvæmt samningnum og hafni því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af þriðja orkupakkanum, sem þýddi að málið færi aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar þar sem hægt yrði að óska eftir formlegri undanþágu frá honum, fela í sér stórhættulega nálgun. „Með því erum við að senda þau skilaboð að við samþykkjum allt sem á okkur er lagt í stað þess að nýta þann samningsbundna rétt sem við höfum.“

Ríkisstjórnin vilji hins vegar rökstyðja innleiðinguna með því einu annars vegar að þar sem Ísland hafi samþykkt fyrsta og annan orkupakka Evrópusambandsins verði að samþykkja þann þriðja líka og hins vegar með því að halda því fram að EES-samningurinn kunni að vera í hættu ef Íslendingar nýti heimild sem þeir hafi samkvæmt samningnum. Með öðrum orðum fyrir þá sök að fara eftir honum. „Þessi málflutningur verður svo auðvitað endurnýttur þegar Evrópusambandið sendir okkur orkupakka fjögur og fimm.“

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sigmundur bendir á að það vanti ekki að ráðherrar í ríkisstjórninni og stjórnarþingmenn hafi opinberlega lýst áhyggjum af stöðugum kröfum Evrópusambandsins um meira framsal valds í gegnum EES-samninginn væri að grafa undan samningnum. Hins vegar væri síðan aðeins haldið áfram á sömu braut og látið undan sífellt fleiri kröfum sambandsins. „Talað er um að í þessi 25 ár frá gildistöku EES-samningsins höfum við ekki nýtt okkur þann rétt að hafna upptöku löggjafar. Þess heldur er það þá tímabært.“

„Þannig að í stað þess að nýta þann rétt sem við þó höfum samkvæmt EES-samningnum til þess að verja hagsmuni Íslands, að ætla bara að lifa í ótta og gefa stöðugt eftir í þeim efnum vegna einhverrar ímyndaðrar ógnar um að okkur verði refsað fyrir að fara eftir samningnum. Það er ekki góður bragur á því fyrir fullvalda ríki að nálgast málin með þessum hætti,“ segir Sigmundur. Það væri ansi sérstakt ef Evrópusambandið myndi segja upp samningi við Ísland af þeirri ástæðu að Íslendingar hefðu farið eftir honum.

Beiti sér gegn framsali á valdi til ESB

Spurður um nýja skoðanakönnun MMR, þar sem Miðflokkurinn jók fylgi sitt á sama tíma og stjórnarflokkarnir, einkum Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, töpuðu fylgi segir Sigmundur auðvitað alltaf gaman að sjá aukinn stuðning við flokkinn. Hins vegar hafi hann aldrei talið rétt að láta stjórnast af fylgiskönnunum. „Það er alltof mikið um það í dag að stjórnmálaflokkar séu dag frá degi að reyna að elta skoðanakannanir. Mér finnst að leiðarljósið í stjórnmálum eigi þvert á móti að hafa ákveðna sýn og stefnufestu.“

„Vitanlega getur þurft að laga sig að því ef í ljós kemur að hægt sé að gera hlutina betur en samt að hafa það mikla trú á því sem maður er að gera að láta ekki dægursveiflurnar trufla sig. Ef auðvitað er alltaf ánægjulegt að sjá fylgið þróast í réttar áttir,“ segir Sigmundur. Sigmundur segist gjarnan vilja sjá stjórnarflokkana fylgja þeirri stefnu sinni að beita sér gegn framsali á valdi frá Íslandi til Evrópusambandsins. Þetta mál sé einu sinni yfir flokkapólitík hafið enda snúist það um algera grundvallarhagsmuni þjóðarinnar.

mbl.is

Innlent »

Fjórir unnu 60 milljónir króna

21:29 Fjórir heppnir lottóspilarar eru sem nemur 60 milljónum króna ríkari hver eftir að dregið var í Eurojackpot-lottóinu í kvöld. Deila þeir með sér öðrum vinningi kvöldsins. Meira »

Hjólakraftur hlaut Foreldraverðlaunin

21:01 Verkefnið Hjólakraftur í Norðlingaskóla hlaut í dag Foreldraverðlaun samtakanna Heimilis og skóla, en markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer innan leik-, grunn- og framhaldskóla og verkefnum sem stuðla að öflugu jákvæðu samstarfi heima, skóla og samfélagins. Meira »

Annað besta ár í sögunni

20:59 Síðasta ár var annað besta ár frá upphafi í rekstri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sé horft til veltufjár frá rekstri, sem var 1,5 milljarðar króna árið 2018, 88% meira en 2017. Meira »

86 brautskráðir frá Flensborg

20:31 86 stúdentar voru útskrifaðir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í gær, af félagsvísinda- raunvísinda-, viðskipta- og hagfræðibraut, starfsbraut og opinni námsbraut. Alls luku 36 nemendur íþróttaafrekssviði sem hluta af stúdentsprófinu. Meira »

Með urðunina í Fíflholti til meðferðar

20:14 Umhverfisstofnun er nú með mál urðunarstarfseminnar í Fíflholti á Mýrum til meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegum svörum stofnunarinnar. Urðunarstöðin rataði í fréttir eftir að myndir birtust á samfélagsmiðlum sem sýndu rusl við stöðina og fór eftirlitsmaður á staðinn í gær til að skoða aðstæður. Meira »

Heimilt að kyrrsetja vegna heildarskulda

19:56 „Þessi úrskurður er enn og aftur staðfesting á túlkun og beitingu á ákvæði loftferðalaga um kyrrsetningu flugvéla fyrir heildarskuldum,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia vegna úrskurðar Landsréttar í dag um að fyrirtækinu hafi verið heimilt að kyrrsetja farþegaflugvélina TF-GPA í eigu flugvélaleigunnar ALC. Meira »

Helga Lind nýr framkvæmdastjóri SHÍ

19:44 Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur ráðið Helgu Lind Mar í starf framkvæmdastjóra SHÍ, en Helga Lind er 31 árs laganemi við HÍ og hefur mikla reynslu þegar kemur að hagsmunabaráttu stúdenta, samkvæmt fréttatilkynningu frá SHÍ. Meira »

„Nú er komið að börnunum“

19:30 „Við höfum miklar áhyggjur af börnum á ofbeldisheimilum. Andvaraleysis hefur gætt í þeirra málum og miðað við hvaða aðstæður þau búa fá þau litla hjálp og litla þjónustu,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Meira »

Byggja 99 leiguíbúðir við Hraunbæ

19:16 Fyrsta skóflustungan var í dag tekin að 99 íbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir við Hraunbæ 153-163 í Árbæ. 20% íbúðanna verða í eigu og útleigu hjá Félagsbústöðum. Meira »

Tækniskólinn brautskráði 306 nemendur

18:28 Tækniskólinn brautskráði á miðvikudag 306 nemendur frá öllum undirskólum sínum, af alls 58 mismunandi námsbrautum, en brautskráningarathöfnin fór fram í Eldborgarsal Hörpu og var glæsileg. Meira »

Afstaða ráðherra stendur óhögguð

18:16 Dómur Hæstaréttar í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar breytir ekki þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að leita endurskoðunar á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu. Meira »

Landsréttur hafnar kröfu ALC

17:44 Landsréttur hafnaði í dag kröfu flugvélaleigunnar ALC um að fá afhenta farþegaþotu í eigu fyrirtækisins af gerðinni Airbus A321 sem var leigð til WOW air áður en flugfélagið varð gjaldþrota og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögmaður ALC segir niðurstöðuna vonbrigði. Meira »

Vegurinn um Kjöl opinn

17:32 Vegurinn yfir Kjöl hefur verið opnaður samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegurinn er þó aðeins fær fjórhjóladrifs bílum þar sem unnið er að viðgerðum á honum. Meira »

Fá þyngri dóma fyrir farsakennd svik

17:17 Dómar þriggja einstaklinga, einnar konu og tveggja karla, sem sakfelld höfðu verið fyrir peningaþvætti í fjársvikafarsa sem teygði anga sína meðal annars til Suður-Kóreu, Hong Kong og Ítalíu, voru þyngdir af Landsrétti í dag. Meira »

Margir stappað stálinu í miðflokksmenn

16:55 Erfitt er að svara því hvenær Miðflokkurinn hættir málþófi sínu í tengslum við þriðja orkupakkann, að sögn Bergþórs Ólasonar, þingmanns flokksins. Hann segir Miðflokkinn hafa fengið stuðning víðs vegar að úr samfélaginu þar sem fólk hefur stappað í þá stálinu. Meira »

Fjölmennt við síðustu útskrift Flugskólans

16:17 Flugskóli Íslands útskrifaði alls 55 nemendur úr atvinnuflugnámi skólans við hátíðlega athöfn í Háskólabíói á miðvikudag. Var þetta jafnframt síðasta útskrift Flugskóla Íslands, eins elsta starfandi flugskóla landsins, en Keilir keypti rekstur hans fyrr á árinu. Meira »

Skýrsla um neyðarlánið birt á mánudag

16:08 Seðlabanki Ísland hefur greint frá því að boðuð skýrsla um 500 millj­óna evra lánið sem bank­inn veitti Kaupþingi sama dag og neyðarlög­in voru sett árið 2008 verði birt á mánudag. Meira »

„Einhvern tímann lýkur þessu“

15:59 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, vonar að eitthvað miði áfram í umræðunni um þriðja orkupakkann með þingmenn Miðflokksins fremsta í flokki. Meira »

Gunter verður sendiherra Bandaríkjanna

15:55 Jeffrey Ross Gunter hefur verið skipaður nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, en öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu hans í gær. Donald Trump tilfnefndi Gunter í embættið í ágúst í fyrra. Meira »
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf í læknisfræði...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Hjólhýsastæði óskast í Reykjavík
Hjólhýsastæði óskast til leigu í sumar 6956523...