Aðeins kveikt á Boga næstu vikur

Verksmiðja PCC Bakka Silicon.
Verksmiðja PCC Bakka Silicon. mbl.is/Hari

Næstu vikur verður aðeins kveikt á ofninum Boga í verksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Rykhreinsivirkið í verksmiðjunni annar ekki framleiðslu frá tveimur ofnum á fullu afli. Því þarf að ráðast í umbótavinnu og endurskipulagningu í reykhreinsivirkinu og hefst sú vinna strax.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu verksmiðjunnar.

Þar segir einnig að framleiðsla hafi verið undir væntingum í vetur. „Kuldi og snjómagn var að stríða okkur yfir háveturinn sem hafði mikil áhrif á hráefnin sem hafði keðjuverkandi áhrif alla leið í rykhreinsivirkið. Talið var að með hækkandi sól myndu stíflur í rykhreinsivirki hætta að myndast,“ segir á síðunni.

Fram kemur að í síðustu viku hafi báðir ofnar verið kominir í gang og útlitið verið gott. Eftir nokkurra daga rekstur á ofnunum stíflaðist rykhreinsivirkið aftur og slökkva þurfti á ofnum svo að vinna gæti farið þar fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina