Ekkert páskahret í kortum

Hlýtt hefur verið í veðri síðustu daga.
Hlýtt hefur verið í veðri síðustu daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta lítur út fyrir að vera meinlítið sérstaklega ef við berum páskana saman við síðustu daga en þá hefur veðrið verið að gera skáveifu, trufla athafnir manna. Heilt yfir verður veðrið um páskana meinlítið en þó engin sérstök blíða,” segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um páskaveðrið.

Hann segir jafnframt „ekkert almennilegt páskahret í kortunum“. Samkvæmt veðurspá er útlit fyrir að besta veðrið um páskana verði fyrir norðan og á Norðausturlandi. Á þessu svæði verður þurrast og hlýjast en spáð er allt að 16 stiga hita á föstudaginn langa. 

Í öðrum landshlutum verður einhver úrkoma alla dagana en mismikið þó. Búast má við að það rigni á höfuðborgarsvæðinu eitthvað alla páskana. Strekkings vindur verður víða á landinu.

Fram að helgi verður nokkuð hlýtt í veðri en ögn kaldara loft kemur yfir landið yfir helgina. Það kólnar þó ekki ýkja mikið heldur fellur hitinn niður um nokkrar gráður og verður nær meðalhita aprílmánaðar. Veðrið um miðjan aprílmánuð hefur verið óvenjuhlýtt eftir að það hlýnaði um helgina. 

Í dag er vaxandi suðaustanátt og verður 10-15 m/s undir kvöld en 15-20 m/s syðst á landinu. Talsverð eða mikil úrkoma verður um landið suðaustanvert í kvöld og nótt.  

Á morgun skírdag verður prýðilegt veður um land allt, sunnanátt 8-13 m/s og hiti 7 til 15 stig. Lítilsháttar væta verður á landinu en þurrt á Norðurlandi.

Það á eftir að rigna á landinu um páskana sérstaklega ...
Það á eftir að rigna á landinu um páskana sérstaklega á föstudaginn langa. mbl.is/Eggert

Föstudagurinn langi verður blautur

Á föstudaginn langa bætir aðeins í vindinn. Rigning og súld verður á öllu landinu allan daginn nema á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 16 stig.  

Á laugardag kemur kaldari loftmassi yfir landið. Suðvestanátt og áfram 10-15 m/s sem er strekkingsvindur. Skúrir en til fjalla verða þetta snjóél en ekki á láglendi. Áfram sleppur Norðausturland við úrkomu. 

Á sunnudaginn verður áfram þetta svala loft yfir landinu. Það dregur heldur úr vindi og fer niður í 5-10 m/s og rigningin fylgir.    

Hættir að rigna á höfuðborgarsvæðinu á öðrum degi páska

Á mánudaginn styttir upp á höfuðborgarsvæðinu. Það léttir til og verður heiðskýrt og hitinn nær 8 stigum. Í öðrum landshlutum verður rigning á láglendi og um kvöldið gæti slydda og snjókoma fallið. Þetta yrði líklega ekki mikil úrkoma. Teitur segir að „vísir að páskahreti“ gæti verið „of sterkt til orða tekið.“

Teitur er því ekki alveg sammála samstarfsmanni sínum en í hugleiðingum veðurfræðings sem birtust snemma í morgun segir um veðrið á mánudaginn: „Enn er talsverð óvissa um hve mikil kólnunin verður og eins hve lengi þetta standi yfir og mætti líta á þetta sem vísi að páskahreti.“

mbl.is

Innlent »

Umferðarslys og líkamsárás

Í gær, 23:28 Fjarlægja þurfti bifreið af Vesturlandsvegi við Korputorg í Reykjavík með kranabifreið um klukkan þrjú í dag vegna umferðarslyss. Engin slys urðu hins vegar á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekki tekist að lækka tollana

Í gær, 22:52 Stjórnvöld hafa átt í viðræðum við Evrópusambandið frá því á árinu 2017 um að íslenskar sjávarafurðir njóti fulls tollfrelsis inn á innri markað sambandsins í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum en til þessa hafa þær viðræður hins vegar ekki borið árangur. Meira »

Martha í 7. sinn á Smáþjóðaleika

Í gær, 22:32 Martha Ernstsdóttir, einn fremsti hlaupari landsins um árabil, er í hópi þjálfara frjálsíþróttafólksins sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní næstkomandi. Meira »

FÁ brautskráði 118 nemendur

Í gær, 21:40 Fjölbrautaskólinn við Ármúla brautskráði 118 nemendur við hátíðlega athöfn í skólanum í dag, en þar af brautskráðust 9 af tveimur brautum. Magnús Ingvason skólameistari FÁ stýrði athöfninni og færði nemendum innblásin skilaboð í útskriftarræðu sinni. Meira »

Fjórir unnu 60 milljónir króna

Í gær, 21:29 Fjórir heppnir lottóspilarar eru sem nemur 60 milljónum króna ríkari hver eftir að dregið var í Eurojackpot-lottóinu í kvöld. Deila þeir með sér öðrum vinningi kvöldsins. Meira »

Hjólakraftur hlaut Foreldraverðlaunin

Í gær, 21:01 Verkefnið Hjólakraftur í Norðlingaskóla hlaut í dag Foreldraverðlaun samtakanna Heimilis og skóla, en markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer innan leik-, grunn- og framhaldskóla og verkefnum sem stuðla að öflugu jákvæðu samstarfi heima, skóla og samfélagins. Meira »

Annað besta ár í sögunni

Í gær, 20:59 Síðasta ár var annað besta ár frá upphafi í rekstri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sé horft til veltufjár frá rekstri, sem var 1,5 milljarðar króna árið 2018, 88% meira en 2017. Meira »

86 brautskráðir frá Flensborg

Í gær, 20:31 86 stúdentar voru útskrifaðir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í gær, af félagsvísinda- raunvísinda-, viðskipta- og hagfræðibraut, starfsbraut og opinni námsbraut. Alls luku 36 nemendur íþróttaafrekssviði sem hluta af stúdentsprófinu. Meira »

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Í gær, 20:30 Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Meira »

Með urðunina í Fíflholti til meðferðar

Í gær, 20:14 Umhverfisstofnun er nú með mál urðunarstarfseminnar í Fíflholti á Mýrum til meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegum svörum stofnunarinnar. Urðunarstöðin rataði í fréttir eftir að myndir birtust á samfélagsmiðlum sem sýndu rusl við stöðina og fór eftirlitsmaður á staðinn í gær til að skoða aðstæður. Meira »

Heimilt að kyrrsetja vegna heildarskulda

Í gær, 19:56 „Þessi úrskurður er enn og aftur staðfesting á túlkun og beitingu á ákvæði loftferðalaga um kyrrsetningu flugvéla fyrir heildarskuldum,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia vegna úrskurðar Landsréttar í dag um að fyrirtækinu hafi verið heimilt að kyrrsetja farþegaflugvélina TF-GPA í eigu flugvélaleigunnar ALC. Meira »

Helga Lind nýr framkvæmdastjóri SHÍ

Í gær, 19:44 Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur ráðið Helgu Lind Mar í starf framkvæmdastjóra SHÍ, en Helga Lind er 31 árs laganemi við HÍ og hefur mikla reynslu þegar kemur að hagsmunabaráttu stúdenta, samkvæmt fréttatilkynningu frá SHÍ. Meira »

„Nú er komið að börnunum“

Í gær, 19:30 „Við höfum miklar áhyggjur af börnum á ofbeldisheimilum. Andvaraleysis hefur gætt í þeirra málum og miðað við hvaða aðstæður þau búa fá þau litla hjálp og litla þjónustu,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Meira »

Byggja 99 leiguíbúðir við Hraunbæ

Í gær, 19:16 Fyrsta skóflustungan var í dag tekin að 99 íbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir við Hraunbæ 153-163 í Árbæ. 20% íbúðanna verða í eigu og útleigu hjá Félagsbústöðum. Meira »

Tækniskólinn brautskráði 306 nemendur

Í gær, 18:28 Tækniskólinn brautskráði á miðvikudag 306 nemendur frá öllum undirskólum sínum, af alls 58 mismunandi námsbrautum, en brautskráningarathöfnin fór fram í Eldborgarsal Hörpu og var glæsileg. Meira »

Afstaða ráðherra stendur óhögguð

Í gær, 18:16 Dómur Hæstaréttar í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar breytir ekki þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að leita endurskoðunar á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu. Meira »

Landsréttur hafnar kröfu ALC

Í gær, 17:44 Landsréttur hafnaði í dag kröfu flugvélaleigunnar ALC um að fá afhenta farþegaþotu í eigu fyrirtækisins af gerðinni Airbus A321 sem var leigð til WOW air áður en flugfélagið varð gjaldþrota og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögmaður ALC segir niðurstöðuna vonbrigði. Meira »

Vegurinn um Kjöl opinn

Í gær, 17:32 Vegurinn yfir Kjöl hefur verið opnaður samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegurinn er þó aðeins fær fjórhjóladrifs bílum þar sem unnið er að viðgerðum á honum. Meira »

Fá þyngri dóma fyrir farsakennd svik

Í gær, 17:17 Dómar þriggja einstaklinga, einnar konu og tveggja karla, sem sakfelld höfðu verið fyrir peningaþvætti í fjársvikafarsa sem teygði anga sína meðal annars til Suður-Kóreu, Hong Kong og Ítalíu, voru þyngdir af Landsrétti í dag. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
LOFTDÆLA
Til sölu loftdæla verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 6990930...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...