Minna ávísað af örvandi lyfjum

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Alls var skrifað upp á 3.738 skammta af metýlfenídatlyfjum árið 2018 sem er fækkun frá árinu áður. Árið 2017 var skrifað upp á 3.907 skammta af lyfjunum. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga Íslands við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Rítalín, rítalín uno, concerta, metylfenidat actavis og methylphenidate sando eru meðal þeirra lyfja sem flokkast undir metýlfenídatlyf en metýlfenídat er virka efnið í lyfjunum og er örvandi lyf skylt amfetamíni.

Kostnaður SÍ meiri en áður

Þrátt fyrir að afgreiddir væru færri skammtar af metýlfenídatlyfjum í fyrra þá jókst kostnaður SÍ úr 521 milljón í 548 milljónir króna milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá SÍ útskýrist það einna helst af því að nú þurfa allir að hafa lyfjaskírteini til þess að geta fengið lyfið afgreitt og fá þar af leiðandi fleiri lyfið niðurgreitt. Þá er einnig bara hægt að fá afgreidda 30 daga skammta í einu núna sem hefur kostnaðaraukningu í för með sér.

Dregið hefur úr fjölgun þeirra sem fá lyfið. Frá árinu 2016 til 2017 fjölgaði þeim um 13% en frá árinu 2017 til 2018 var ekki nema 5% aukning. Heildarkostnaðurinn í örvandi lyfjum hefur haldist nokkuð svipaður á milli ára. Hann var 665 milljónir 2017 en var 667 milljónir árið 2018. Á tímabilinu 2014 til 2017 greiddu SÍ alls 2,3 milljarða króna með metýlfenídatlyfjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »