Stór áfangi og hátíðleg stund

Siguður Ingi Jóhannsson, sveitastjórna- og samgönguráðherra fékk góða leiðsögn í ...
Siguður Ingi Jóhannsson, sveitastjórna- og samgönguráðherra fékk góða leiðsögn í hvernig ætti að bera sig að. Með ráðherra í för var Hreinn Haraldsson fyrrverandi vegamálstjóri. Ljósmynd/G. Pétur Matthíasson

„Það kemur flestum á óvart hvað þetta er mikill hávaði,“ segir Gísli Eiríksson forstöðumaður jarðganga hjá Vegagerðinni. Slegið var í gegn í Dýrafjarðargöngum í dag þegar síðasta haftið á milli Dýra­fjarðar og Arn­ar­fjarðar var sprengt. Gísli segir í samtali við mbl.is að þetta hafi verið stór áfangi og hátíðleg stund, en fjöldi fólks var samankominn í göngunum til að fylgjast með.

„Það var komið saman 1.300 metra inni í göngunum,“ segir hann. Voru gestir keyrðir inn fyrstu 800 metrana og svo var gengið síðustu 500 metrana og var búið að koma ræðupúlti og veisluborði fyrir í einu útskotinu. Fulltrúar sveitstjórna á svæðinu, nokkrir þingmenn og starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði voru viðstaddir. Síðan bauð verktakinn Þingeyringum að vera einnig viðstaddir,“ segir Gísli og kveður Þingeyringa hafa fjölmennt á staðinn.

Mikill fjöldi fólks var samankominn í Dýrafjarðargöngum í dag til ...
Mikill fjöldi fólks var samankominn í Dýrafjarðargöngum í dag til að fylgjast með þegar slegið var í gegn. Ljósmynd/Guðlaugur J. Albertsson

Verktakinn Guðmundur Ólafson verkefnastjóri hjá Suðurverki, Sigurður Ingi Jóhannsson sveitastjórna- og samgönguráðherra og fulltrúi gangaverktakans Metrostav fluttu allir ávörp í göngunum og svo söng karlakór nokkur lög. „Það er góður hljómburður í svona göngum,“ segir Gísli og kveður þetta hafa verið hátíðlega stund. 

Að því loknu var sprengt. „Það kemur flestum á óvart hvað þetta er mikill hávaði,“ segir hann og útskýrir að haftið sé sprengt í nokkrum bútum. Fyrst miðjan, svo sitthvoru megin við og loks toppurinn.

Sigurður Ingi Jóhannsson sveitastjórna- og samgönguráðherra sagði eft­ir­vænt­ingu og gleði ...
Sigurður Ingi Jóhannsson sveitastjórna- og samgönguráðherra sagði eft­ir­vænt­ingu og gleði hafa legið í loft­inu þegar langþráðum áfanga var náð. Ljósmynd/Guðlaugur J. Albertsson

Áttum skilið að fá ein göng sem gengju almennilega

Göngin verða  5,6 km þegar þau eru tilbúinn en gerð Dýrafjarðarganga hefur gengið betur en ýmis önnur göng undanfarinna ára og er vinna við þau á undan áætlun. „Við áttum þetta orðið skilið, að fá ein göng sem gengju almennilega,“ segir Gísli og kveður gert ráð fyrir að vinnu við þau verði lokið 1. september 2020. Hann segist ekki gera ráð fyrir að göngin verði tilbúinn fyrr, en gerð þeirra verði hins vegar vonandi lokið á nokkurn veginn réttum tíma.

Ráðherra styður hér á hnappinn og sprengir haftið.
Ráðherra styður hér á hnappinn og sprengir haftið. Ljósmynd/G. Pétur Matthíasson

Framundan er að hreinsa burt grjótið sem sprengt var í gegn í dag, og að því loknu þarf að fullstyrkja veggina, en vinnu við að fullstyrkja loftið er gott sem lokið. Að því loknu þarf að leggja lagnir svo vatn fari úr göngunum Arnarfjarðarmegin, áður en klæðningu verður komið fyrir og vegurinn svo malbikaður áður en öllum rafmagnsbúnaði er komið þar fyrir.

„Það er ansi mikil vinna að ganga frá því öllu,“ segir Gísli og bætir við: „Að sumu leyti er þessi síðari hluti verksins flóknari og það þarf að skipuleggja hann vel.“

Stór hópur fólks kom saman í Dýrafjarðargöngum.
Stór hópur fólks kom saman í Dýrafjarðargöngum. Ljósmynd/G. Pétur Matthíasson
Gestum var boðið upp á veitingar í göngnum.
Gestum var boðið upp á veitingar í göngnum. Ljósmynd/G. Pétur Matthíasson
Horft yfir í göngin hinum megin við haftið.
Horft yfir í göngin hinum megin við haftið. Hrein Haraldsson fyrrverandi vegamálstjóra
mbl.is

Innlent »

Umferðarslys og líkamsárás

Í gær, 23:28 Fjarlægja þurfti bifreið af Vesturlandsvegi við Korputorg í Reykjavík með kranabifreið um klukkan þrjú í dag vegna umferðarslyss. Engin slys urðu hins vegar á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekki tekist að lækka tollana

Í gær, 22:52 Stjórnvöld hafa átt í viðræðum við Evrópusambandið frá því á árinu 2017 um að íslenskar sjávarafurðir njóti fulls tollfrelsis inn á innri markað sambandsins í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum en til þessa hafa þær viðræður hins vegar ekki borið árangur. Meira »

Martha í 7. sinn á Smáþjóðaleika

Í gær, 22:32 Martha Ernstsdóttir, einn fremsti hlaupari landsins um árabil, er í hópi þjálfara frjálsíþróttafólksins sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní næstkomandi. Meira »

FÁ brautskráði 118 nemendur

Í gær, 21:40 Fjölbrautaskólinn við Ármúla brautskráði 118 nemendur við hátíðlega athöfn í skólanum í dag, en þar af brautskráðust 9 af tveimur brautum. Magnús Ingvason skólameistari FÁ stýrði athöfninni og færði nemendum innblásin skilaboð í útskriftarræðu sinni. Meira »

Fjórir unnu 60 milljónir króna

Í gær, 21:29 Fjórir heppnir lottóspilarar eru sem nemur 60 milljónum króna ríkari hver eftir að dregið var í Eurojackpot-lottóinu í kvöld. Deila þeir með sér öðrum vinningi kvöldsins. Meira »

Hjólakraftur hlaut Foreldraverðlaunin

Í gær, 21:01 Verkefnið Hjólakraftur í Norðlingaskóla hlaut í dag Foreldraverðlaun samtakanna Heimilis og skóla, en markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer innan leik-, grunn- og framhaldskóla og verkefnum sem stuðla að öflugu jákvæðu samstarfi heima, skóla og samfélagins. Meira »

Annað besta ár í sögunni

Í gær, 20:59 Síðasta ár var annað besta ár frá upphafi í rekstri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sé horft til veltufjár frá rekstri, sem var 1,5 milljarðar króna árið 2018, 88% meira en 2017. Meira »

86 brautskráðir frá Flensborg

Í gær, 20:31 86 stúdentar voru útskrifaðir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í gær, af félagsvísinda- raunvísinda-, viðskipta- og hagfræðibraut, starfsbraut og opinni námsbraut. Alls luku 36 nemendur íþróttaafrekssviði sem hluta af stúdentsprófinu. Meira »

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Í gær, 20:30 Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Meira »

Með urðunina í Fíflholti til meðferðar

Í gær, 20:14 Umhverfisstofnun er nú með mál urðunarstarfseminnar í Fíflholti á Mýrum til meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegum svörum stofnunarinnar. Urðunarstöðin rataði í fréttir eftir að myndir birtust á samfélagsmiðlum sem sýndu rusl við stöðina og fór eftirlitsmaður á staðinn í gær til að skoða aðstæður. Meira »

Heimilt að kyrrsetja vegna heildarskulda

Í gær, 19:56 „Þessi úrskurður er enn og aftur staðfesting á túlkun og beitingu á ákvæði loftferðalaga um kyrrsetningu flugvéla fyrir heildarskuldum,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia vegna úrskurðar Landsréttar í dag um að fyrirtækinu hafi verið heimilt að kyrrsetja farþegaflugvélina TF-GPA í eigu flugvélaleigunnar ALC. Meira »

Helga Lind nýr framkvæmdastjóri SHÍ

Í gær, 19:44 Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur ráðið Helgu Lind Mar í starf framkvæmdastjóra SHÍ, en Helga Lind er 31 árs laganemi við HÍ og hefur mikla reynslu þegar kemur að hagsmunabaráttu stúdenta, samkvæmt fréttatilkynningu frá SHÍ. Meira »

„Nú er komið að börnunum“

Í gær, 19:30 „Við höfum miklar áhyggjur af börnum á ofbeldisheimilum. Andvaraleysis hefur gætt í þeirra málum og miðað við hvaða aðstæður þau búa fá þau litla hjálp og litla þjónustu,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Meira »

Byggja 99 leiguíbúðir við Hraunbæ

Í gær, 19:16 Fyrsta skóflustungan var í dag tekin að 99 íbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir við Hraunbæ 153-163 í Árbæ. 20% íbúðanna verða í eigu og útleigu hjá Félagsbústöðum. Meira »

Tækniskólinn brautskráði 306 nemendur

Í gær, 18:28 Tækniskólinn brautskráði á miðvikudag 306 nemendur frá öllum undirskólum sínum, af alls 58 mismunandi námsbrautum, en brautskráningarathöfnin fór fram í Eldborgarsal Hörpu og var glæsileg. Meira »

Afstaða ráðherra stendur óhögguð

Í gær, 18:16 Dómur Hæstaréttar í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar breytir ekki þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að leita endurskoðunar á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu. Meira »

Landsréttur hafnar kröfu ALC

Í gær, 17:44 Landsréttur hafnaði í dag kröfu flugvélaleigunnar ALC um að fá afhenta farþegaþotu í eigu fyrirtækisins af gerðinni Airbus A321 sem var leigð til WOW air áður en flugfélagið varð gjaldþrota og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögmaður ALC segir niðurstöðuna vonbrigði. Meira »

Vegurinn um Kjöl opinn

Í gær, 17:32 Vegurinn yfir Kjöl hefur verið opnaður samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegurinn er þó aðeins fær fjórhjóladrifs bílum þar sem unnið er að viðgerðum á honum. Meira »

Fá þyngri dóma fyrir farsakennd svik

Í gær, 17:17 Dómar þriggja einstaklinga, einnar konu og tveggja karla, sem sakfelld höfðu verið fyrir peningaþvætti í fjársvikafarsa sem teygði anga sína meðal annars til Suður-Kóreu, Hong Kong og Ítalíu, voru þyngdir af Landsrétti í dag. Meira »
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Verð ekki við vinnu fyr en um eða eftir miðjan mars . SIMI 863-2909...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust í MAI - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfossi og ...