Þrír nýir skrifstofustjórar í félagsmálaráðuneytinu

Erna Kristín Blöndal, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir.
Erna Kristín Blöndal, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur í samræmi við nýtt skipurit félagsmálaráðuneytisins skipað þrjá nýja skrifstofustjóra til starfa í ráðuneytinu: Ernu Kristínu Blöndal yfir skrifstofu barna- og fjölskyldumála, Gunnhildi Gunnarsdóttur yfir skrifstofu húsnæðis- og lífeyrismála og Bjarnheiði Gautadóttur yfir skrifstofu vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar.

Ákvörðun ráðherra er í samræmi við mat sérstakrar hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta hæfi umsækjenda, að því er segir á vef Stjórnarráðsins.

Erna Kristín Blöndal nýr skrifstofustjóri barna- og fjölskyldumála tekur við embætti 1. maí næstkomandi. Hún er með BA- og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og stundar doktorsnám í lögfræði á sviði mannréttindamála við sama skóla. Erna Kristín hefur víðtæka reynslu af opinberri stjórnsýslu og stjórnunarstörfum. Hún starfaði sem lögfræðingur og verkefnastjóri hjá innanríkisráðuneytinu (nú dómsmálaráðuneytinu) frá 2009 - 2016. Frá 2014 var hún sérfræðingur þverpólitískrar þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga og framkvæmdastjóri norrænnar stofnunar um fólksflutninga frá 2016-2018. Síðastliðið ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri hjá félagsmálaráðuneytinu og leitt vinnu sem lýtur að endurskoðun barnaverndarlaga og innleiðingu á snemmtækri íhlutun.

Gunnhildur Gunnarsdóttir nýr skrifstofustjóri húsnæðis- og lífeyrismála tekur við embætti 1. júní næstkomandi. Hún er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands frá árinu 1992 og hlaut réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 1995. Gunnhildur hefur mikla reynslu af stjórnun og starfsmannahaldi ásamt víðtækri þekkingu á sviði opinberrar stjórnsýslu. Hún gegndi stjórnarstörfum hjá Íbúðalánasjóði á árum 1999 – 2016 og var lengst framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. Gunnhildur hefur að undanförnu gengt starfi lögfræðings hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar.

Bjarnheiður Gautadóttir hefur frá janúar 2019 verið staðgengill setts skrifstofustjóra á skrifstofu lífskjara og vinnumála og verið settur skrifstofustjóri á skrifstofu vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar frá febrúar 2019. Hún verður formlega sett í embætti 1. maí næstkomandi. Bjarnheiður er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands frá árinu 2006. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á sviði vinnumarkaðsmála í félagsmálaráðuneytinu (áður velferðarráðuneytið/félags- og tryggingamálaráðuneytið) frá 2006. Bjarnheiður hefur meðal annars haft umsjón með innleiðingu tilskipana frá Evrópusambandinu og leitt nefndir og vinnuhópa í tengslum við gerð lagafrumvarpa og reglugerða í samvinnu við hagsmunaaðila. Eins tekið þátt í starfi norrænnar nefndar á sviði vinnuréttar.

Skipað er í embætti skrifstofustjóra til fimm ára í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, að því er fram kemur í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Umferðarslys og líkamsárás

Í gær, 23:28 Fjarlægja þurfti bifreið af Vesturlandsvegi við Korputorg í Reykjavík með kranabifreið um klukkan þrjú í dag vegna umferðarslyss. Engin slys urðu hins vegar á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekki tekist að lækka tollana

Í gær, 22:52 Stjórnvöld hafa átt í viðræðum við Evrópusambandið frá því á árinu 2017 um að íslenskar sjávarafurðir njóti fulls tollfrelsis inn á innri markað sambandsins í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum en til þessa hafa þær viðræður hins vegar ekki borið árangur. Meira »

Martha í 7. sinn á Smáþjóðaleika

Í gær, 22:32 Martha Ernstsdóttir, einn fremsti hlaupari landsins um árabil, er í hópi þjálfara frjálsíþróttafólksins sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní næstkomandi. Meira »

FÁ brautskráði 118 nemendur

Í gær, 21:40 Fjölbrautaskólinn við Ármúla brautskráði 118 nemendur við hátíðlega athöfn í skólanum í dag, en þar af brautskráðust 9 af tveimur brautum. Magnús Ingvason skólameistari FÁ stýrði athöfninni og færði nemendum innblásin skilaboð í útskriftarræðu sinni. Meira »

Fjórir unnu 60 milljónir króna

Í gær, 21:29 Fjórir heppnir lottóspilarar eru sem nemur 60 milljónum króna ríkari hver eftir að dregið var í Eurojackpot-lottóinu í kvöld. Deila þeir með sér öðrum vinningi kvöldsins. Meira »

Hjólakraftur hlaut Foreldraverðlaunin

Í gær, 21:01 Verkefnið Hjólakraftur í Norðlingaskóla hlaut í dag Foreldraverðlaun samtakanna Heimilis og skóla, en markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer innan leik-, grunn- og framhaldskóla og verkefnum sem stuðla að öflugu jákvæðu samstarfi heima, skóla og samfélagins. Meira »

Annað besta ár í sögunni

Í gær, 20:59 Síðasta ár var annað besta ár frá upphafi í rekstri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sé horft til veltufjár frá rekstri, sem var 1,5 milljarðar króna árið 2018, 88% meira en 2017. Meira »

86 brautskráðir frá Flensborg

Í gær, 20:31 86 stúdentar voru útskrifaðir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í gær, af félagsvísinda- raunvísinda-, viðskipta- og hagfræðibraut, starfsbraut og opinni námsbraut. Alls luku 36 nemendur íþróttaafrekssviði sem hluta af stúdentsprófinu. Meira »

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Í gær, 20:30 Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Meira »

Með urðunina í Fíflholti til meðferðar

Í gær, 20:14 Umhverfisstofnun er nú með mál urðunarstarfseminnar í Fíflholti á Mýrum til meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegum svörum stofnunarinnar. Urðunarstöðin rataði í fréttir eftir að myndir birtust á samfélagsmiðlum sem sýndu rusl við stöðina og fór eftirlitsmaður á staðinn í gær til að skoða aðstæður. Meira »

Heimilt að kyrrsetja vegna heildarskulda

Í gær, 19:56 „Þessi úrskurður er enn og aftur staðfesting á túlkun og beitingu á ákvæði loftferðalaga um kyrrsetningu flugvéla fyrir heildarskuldum,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia vegna úrskurðar Landsréttar í dag um að fyrirtækinu hafi verið heimilt að kyrrsetja farþegaflugvélina TF-GPA í eigu flugvélaleigunnar ALC. Meira »

Helga Lind nýr framkvæmdastjóri SHÍ

Í gær, 19:44 Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur ráðið Helgu Lind Mar í starf framkvæmdastjóra SHÍ, en Helga Lind er 31 árs laganemi við HÍ og hefur mikla reynslu þegar kemur að hagsmunabaráttu stúdenta, samkvæmt fréttatilkynningu frá SHÍ. Meira »

„Nú er komið að börnunum“

Í gær, 19:30 „Við höfum miklar áhyggjur af börnum á ofbeldisheimilum. Andvaraleysis hefur gætt í þeirra málum og miðað við hvaða aðstæður þau búa fá þau litla hjálp og litla þjónustu,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Meira »

Byggja 99 leiguíbúðir við Hraunbæ

Í gær, 19:16 Fyrsta skóflustungan var í dag tekin að 99 íbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir við Hraunbæ 153-163 í Árbæ. 20% íbúðanna verða í eigu og útleigu hjá Félagsbústöðum. Meira »

Tækniskólinn brautskráði 306 nemendur

Í gær, 18:28 Tækniskólinn brautskráði á miðvikudag 306 nemendur frá öllum undirskólum sínum, af alls 58 mismunandi námsbrautum, en brautskráningarathöfnin fór fram í Eldborgarsal Hörpu og var glæsileg. Meira »

Afstaða ráðherra stendur óhögguð

Í gær, 18:16 Dómur Hæstaréttar í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar breytir ekki þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að leita endurskoðunar á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu. Meira »

Landsréttur hafnar kröfu ALC

Í gær, 17:44 Landsréttur hafnaði í dag kröfu flugvélaleigunnar ALC um að fá afhenta farþegaþotu í eigu fyrirtækisins af gerðinni Airbus A321 sem var leigð til WOW air áður en flugfélagið varð gjaldþrota og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögmaður ALC segir niðurstöðuna vonbrigði. Meira »

Vegurinn um Kjöl opinn

Í gær, 17:32 Vegurinn yfir Kjöl hefur verið opnaður samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegurinn er þó aðeins fær fjórhjóladrifs bílum þar sem unnið er að viðgerðum á honum. Meira »

Fá þyngri dóma fyrir farsakennd svik

Í gær, 17:17 Dómar þriggja einstaklinga, einnar konu og tveggja karla, sem sakfelld höfðu verið fyrir peningaþvætti í fjársvikafarsa sem teygði anga sína meðal annars til Suður-Kóreu, Hong Kong og Ítalíu, voru þyngdir af Landsrétti í dag. Meira »
fjóir eldhús- stálstólar
fjórir stáleldhússtólar nýlegir á 25,0000 allir sími 869-2798...
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 400.00
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...