Töluverð og jöfn hækkun fasteignaverðs

Raunverð fasteigna nú í mars er um 1,8% hærra en ...
Raunverð fasteigna nú í mars er um 1,8% hærra en í mars 2018, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í mars voru með svipuðum hætti og á síðustu mánuðum 2018. Viðskipti fyrstu þriggja mánaða ársins voru þó um 12% fleiri en á sama tíma fyrir ári. 

Um þetta er fjallað í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbanka Íslands.

Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,6% milli febrúar og mars. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,6% og verð á sérbýli hækkaði um 0,5%. Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,5% og verð á sérbýli um 6,6%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 4,3% sem er 0,6 prósentustiga hækkun frá fyrri mánuði sem var í lágmarki.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,7% milli mánaða í mars, eða álíka og fasteignaverð. Raunverð fasteigna breyttist því lítið milli mánaða. Horft yfir lengra tímabil hefur hófleg hækkun fasteignaverðs síðustu mánuði náð að halda nokkurn veginn í við þróun verðbólgunnar án fasteignakostnaðar. Því hefur raunverð íbúðarhúsnæðis verið nokkuð stöðugt, segir í Hagsjánni. Raunverð fór hæst í október 2007 fyrir hrun en lækkaði svo mikið. Það náði aftur sama stigi í apríl 2017 og hefur síðan hækkað um u.þ.b. 8%.

Hóflegri hækkun en áður

Árshækkun raunverðs er orðin hóflegri en áður. Þannig var raunverð fasteigna nú í mars um 1,8% hærra en í mars 2018, að því er fram kemur í Hagsjánni. Hækkun raunverðs síðustu 12 mánuði er mun minni en árin tvö þar á undan. Samsvarandi tölur voru 8,0% fyrir mars 2018 og 23,1% fyrir mars 2017.

Þjóðskrá reiknar út hefðbundna vísitölu íbúðaverðs út frá vegnu fermetraverði ólíkra flokka íbúðarhúsnæðis. Hagdeild Íbúðalánasjóðs hefur reiknað út aðra vísitölu sem er kölluð vísitala paraðra viðskipta, en þar er borið saman verð með tvenn aðskilin viðskipti með sömu íbúð.

Margar nýjar íbúðir eru í byggingu.
Margar nýjar íbúðir eru í byggingu. mbl.is/Árni Sæberg

„Eðli málsins samkvæmt eru viðskipti með nýtt húsnæði því ekki með í þeirri vísitölu,“ segir í Hagsjánni. „Það getur verið töluverður munur á þessum tveimur vísitölum. Þannig sýndi paraða vísitalan 2,3% verðhækkun milli janúar og febrúar í ár á meðan hefðbundna vísitalan sýndi 1% lækkun. Munurinn liggur í vægi nýbygginga í viðskiptum og verðþróun þeirra. Sé hins vegar litið til alls ársins 2018 var hækkun samkvæmt hefðbundnu vísitölunni 6,3% á meðan sú paraða sýndi 5,3% hækkun. Fjölmargir þættir hafa áhrif á þróun íbúðaverðs, svo sem gæði, staðsetning, aldur, stærð o.s.frv. Með sama hætti hefur ofangreind samsetning nýrri og eldri seldra eigna mikil áhrif á niðurstöðuna.“

Viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í mars voru með svipuðum hætti og á síðustu mánuðum 2018. Viðskipti fyrstu þriggja mánaða ársins voru þó um 12% fleiri en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti á fyrstu þremur mánuðum ársins voru svipuð og var að meðaltali á öllu árinu 2018. Það má því segja að fasteignamarkaðurinn sé tiltölulega stöðugur hvað fjölda viðskipta varðar.

Í nýlegri Hagsjá var bent að líklega muni um 7.700 nýjar íbúðir verða fullkláraðar á höfuðborgarsvæðinu í ár og á næstu tveimur árum. Á sama tíma er talað um mikla umframeftirspurn eftir litlum og ódýrum íbúðum. „Það er nokkuð víst að stærstur hluti þessara íbúða sem eru á leiðinni á markað séu of stórar og of dýrar til þess að leysa þann vanda sem fyrir er. Flestar af þeim tillögum sem hafa komið fram til þess að leysa meintan vanda snúa í þá átt að það þurfi að stórauka byggingu á litlu og hentugu húsnæði. Það er því ákveðin hætta á því að framboð veigamikils hluta íbúða sem nú eru á teikniborðinu og í byggingu geti orðið mun meira en eftirspurn á næstu árum,“ segir í Hagsjá Landsbankans.

mbl.is

Innlent »

Umferðarslys og líkamsárás

Í gær, 23:28 Fjarlægja þurfti bifreið af Vesturlandsvegi við Korputorg í Reykjavík með kranabifreið um klukkan þrjú í dag vegna umferðarslyss. Engin slys urðu hins vegar á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekki tekist að lækka tollana

Í gær, 22:52 Stjórnvöld hafa átt í viðræðum við Evrópusambandið frá því á árinu 2017 um að íslenskar sjávarafurðir njóti fulls tollfrelsis inn á innri markað sambandsins í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum en til þessa hafa þær viðræður hins vegar ekki borið árangur. Meira »

Martha í 7. sinn á Smáþjóðaleika

Í gær, 22:32 Martha Ernstsdóttir, einn fremsti hlaupari landsins um árabil, er í hópi þjálfara frjálsíþróttafólksins sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní næstkomandi. Meira »

FÁ brautskráði 118 nemendur

Í gær, 21:40 Fjölbrautaskólinn við Ármúla brautskráði 118 nemendur við hátíðlega athöfn í skólanum í dag, en þar af brautskráðust 9 af tveimur brautum. Magnús Ingvason skólameistari FÁ stýrði athöfninni og færði nemendum innblásin skilaboð í útskriftarræðu sinni. Meira »

Fjórir unnu 60 milljónir króna

Í gær, 21:29 Fjórir heppnir lottóspilarar eru sem nemur 60 milljónum króna ríkari hver eftir að dregið var í Eurojackpot-lottóinu í kvöld. Deila þeir með sér öðrum vinningi kvöldsins. Meira »

Hjólakraftur hlaut Foreldraverðlaunin

Í gær, 21:01 Verkefnið Hjólakraftur í Norðlingaskóla hlaut í dag Foreldraverðlaun samtakanna Heimilis og skóla, en markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer innan leik-, grunn- og framhaldskóla og verkefnum sem stuðla að öflugu jákvæðu samstarfi heima, skóla og samfélagins. Meira »

Annað besta ár í sögunni

Í gær, 20:59 Síðasta ár var annað besta ár frá upphafi í rekstri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sé horft til veltufjár frá rekstri, sem var 1,5 milljarðar króna árið 2018, 88% meira en 2017. Meira »

86 brautskráðir frá Flensborg

Í gær, 20:31 86 stúdentar voru útskrifaðir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í gær, af félagsvísinda- raunvísinda-, viðskipta- og hagfræðibraut, starfsbraut og opinni námsbraut. Alls luku 36 nemendur íþróttaafrekssviði sem hluta af stúdentsprófinu. Meira »

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Í gær, 20:30 Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Meira »

Með urðunina í Fíflholti til meðferðar

Í gær, 20:14 Umhverfisstofnun er nú með mál urðunarstarfseminnar í Fíflholti á Mýrum til meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegum svörum stofnunarinnar. Urðunarstöðin rataði í fréttir eftir að myndir birtust á samfélagsmiðlum sem sýndu rusl við stöðina og fór eftirlitsmaður á staðinn í gær til að skoða aðstæður. Meira »

Heimilt að kyrrsetja vegna heildarskulda

Í gær, 19:56 „Þessi úrskurður er enn og aftur staðfesting á túlkun og beitingu á ákvæði loftferðalaga um kyrrsetningu flugvéla fyrir heildarskuldum,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia vegna úrskurðar Landsréttar í dag um að fyrirtækinu hafi verið heimilt að kyrrsetja farþegaflugvélina TF-GPA í eigu flugvélaleigunnar ALC. Meira »

Helga Lind nýr framkvæmdastjóri SHÍ

Í gær, 19:44 Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur ráðið Helgu Lind Mar í starf framkvæmdastjóra SHÍ, en Helga Lind er 31 árs laganemi við HÍ og hefur mikla reynslu þegar kemur að hagsmunabaráttu stúdenta, samkvæmt fréttatilkynningu frá SHÍ. Meira »

„Nú er komið að börnunum“

Í gær, 19:30 „Við höfum miklar áhyggjur af börnum á ofbeldisheimilum. Andvaraleysis hefur gætt í þeirra málum og miðað við hvaða aðstæður þau búa fá þau litla hjálp og litla þjónustu,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Meira »

Byggja 99 leiguíbúðir við Hraunbæ

Í gær, 19:16 Fyrsta skóflustungan var í dag tekin að 99 íbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir við Hraunbæ 153-163 í Árbæ. 20% íbúðanna verða í eigu og útleigu hjá Félagsbústöðum. Meira »

Tækniskólinn brautskráði 306 nemendur

Í gær, 18:28 Tækniskólinn brautskráði á miðvikudag 306 nemendur frá öllum undirskólum sínum, af alls 58 mismunandi námsbrautum, en brautskráningarathöfnin fór fram í Eldborgarsal Hörpu og var glæsileg. Meira »

Afstaða ráðherra stendur óhögguð

Í gær, 18:16 Dómur Hæstaréttar í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar breytir ekki þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að leita endurskoðunar á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu. Meira »

Landsréttur hafnar kröfu ALC

Í gær, 17:44 Landsréttur hafnaði í dag kröfu flugvélaleigunnar ALC um að fá afhenta farþegaþotu í eigu fyrirtækisins af gerðinni Airbus A321 sem var leigð til WOW air áður en flugfélagið varð gjaldþrota og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögmaður ALC segir niðurstöðuna vonbrigði. Meira »

Vegurinn um Kjöl opinn

Í gær, 17:32 Vegurinn yfir Kjöl hefur verið opnaður samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegurinn er þó aðeins fær fjórhjóladrifs bílum þar sem unnið er að viðgerðum á honum. Meira »

Fá þyngri dóma fyrir farsakennd svik

Í gær, 17:17 Dómar þriggja einstaklinga, einnar konu og tveggja karla, sem sakfelld höfðu verið fyrir peningaþvætti í fjársvikafarsa sem teygði anga sína meðal annars til Suður-Kóreu, Hong Kong og Ítalíu, voru þyngdir af Landsrétti í dag. Meira »
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Nudd Nudd Nudd
Nudd Nudd Nudd. Relaxing massage downtown Akureyri. S. 7660348, Alina...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Verð ekki við vinnu fyr en um eða eftir miðjan mars . SIMI 863-2909...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...