Umferðin á uppleið

Á Miklubraut.
Á Miklubraut. Hari

Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, segir það sæta tíðindum að umferðin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar hafi verið meiri en sumarmánuðina 2016.

Summa meðalumferðar á dag var 122.063 bílar í febrúar árið 2011 en 165.020 bílar í febrúar sl. Það er aukning um 43 þúsund bíla.

Til samanburðar eru nú 48 þúsund fleiri fólksbifreiðar í umferð en árið 2013 og 12.600 fleiri bílaleigubílar.

Um 224 þúsund fólksbílar voru í umferð fyrir páskahelgina sem samsvarar um það bil 560 bílum á hverja þúsund íbúa í landinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »