Verslun muni eflast

Stefnt er að því að gera Laugaveg að göngugötu.
Stefnt er að því að gera Laugaveg að göngugötu. mbl.is/​Hari

„Það hefur alltaf komið upp háreysti þegar verslunargötum með bílaumferð er breytt í göngugötur, en það hefur aftur á móti sýnt sig í hverri einustu borg þar sem það hefur verið gert að menn vilja ekki snúa aftur til fyrra horfs,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.

Greint var frá því hér í Morgunblaðinu í gær að kaupmenn við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur eru margir hverjir ósáttir við þau áform Reykjavíkurborgar að gera Laugaveg að göngugötu árið um kring. Sögðu þeir borgina ekki hlusta á áhyggjur þeirra af minnkandi sölu samhliða minni bílaumferð, en að sögn þeirra sem rætt var við dróst sala saman við sumarlokun.

Líf segir erfitt að tengja sumarlokun á Laugavegi með beinum hætti við samdrátt í sölu einstakra verslana. „Verslun í heiminum er að breytast og það er mjög erfitt að kenna sumargöngugötum um samdrátt í verslun,“ segir hún. „Við eigum enn eftir að útfæra þessar breytingar nánar og það verður áfram unnið í samráði við alla aðila.“

Ekki hægt að hundsa þá

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir hins vegar stefnu flokksins að ákvarðanir sem þessar séu gerðar í samráði við þá sem málið varðar og sjálfstæðismenn hafi fengið það í gegn að ekki yrði ráðist í lokunina án þess að þeir sem málið varðaði gætu komið skoðun sinni á framfæri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »