Forsetinn á meðal píslarvotta

Forsetinn og fleiri hlaupagarpar í fallegu veðri í morgun.
Forsetinn og fleiri hlaupagarpar í fallegu veðri í morgun. Ljósmynd/Soffía Kristín Jónsdóttir

Píslarganga umhverfis Mývatn er haldin í 25. skipti í dag, föstudaginn langa. Gangan er með nokkuð óhefðbundnu sniði en píslarvottarnir fara yfir með mismunandi hætti, ýmist á tveimur jafnfljótum, á hjólum eða á hjólaskíðum.

Lagt var af stað í þrettán stiga hita og blíðu klukkan níu í morgun, og sagðist Soffía Kristín Jónsdóttir skipuleggjandi telja að fyrstu píslarvottarnir hefðu þegar lokið „göngunni“, þegar mbl.is náði af henni tali um klukkan 13.00 í dag. Soffía segir að hjá mörgum sé það páskahefð að taka þátt í göngunni og segir að minnihluti þátttakenda sé heimafólk. Á meðal þeirra sem gerðu sér ferð norður til að taka þátt í göngunni er Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem spretti kátur úr spori þegar ljósmyndari smellti af í morgun. 

Gleðistund eftir gönguna

Ljóst er að píslarvottar munu gæða sér á fleiru en blóði krists til að svala þorstanum en Icelandair Hótel Mývatn og Hótel Laxá hafa auglýst að þau verði með gleðistund (e. happy hour) á börum sínum í tilefni af göngunni. Spurð hvort það sé venja að fólk fari beint á barinn að göngu lokinni, á sjálfan föstudaginn langa, segir Soffía að þar sem nokkuð hlýtt sé í veðri miðað við fyrri ár vilji margir gæða sér á köldum drykk fremur en að fá sér bara kaffibolla. 

Stóð hjólafáka og knapar þeirra á
Stóð hjólafáka og knapar þeirra á "göngu" í morgun. Ljósmynd/Soffía Kristín Jónsdóttir
Kátir og vel merktir göngugarpar.
Kátir og vel merktir göngugarpar. Ljósmynd/Soffía Kristín Jónsdóttir
Þessi píslarvottur ákvað að skíða umhverfis vatnið.
Þessi píslarvottur ákvað að skíða umhverfis vatnið. Ljósmynd/Soffía Kristín Jónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert