Markaðurinn er yfirfullur af plasti

Bæði Gámaþjónustan og Sorpa hafa tekið við síauknu magni plasts ...
Bæði Gámaþjónustan og Sorpa hafa tekið við síauknu magni plasts undanfarin ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heimsmarkaðurinn er yfirfullur af plasti og um þessar mundir er lítil eftirspurn eftir plasti til endurvinnslu. Því er stærstur hluti plasts sem safnað er hér á landi sendur erlendis til orkuendurvinnslu, en forsenda þess að sorpmeðhöndlunaraðilar taki við plasti til endurvinnslu er úrvinnslugjald. Sorpa er eina íslenska fyrirtækið sem tekur við plasti öðru en umbúðaplasti til endurvinnslu, eftir því sem mbl.is kemst næst.

„Í augnablikinu fer allt okkar plast til orkuendurvinnslu. Við fengum frengir af því í haust, en fyrir þann tíma fór plastið í flokkunarferli hjá Stena Recycling í Svíþjóð, þaðan sem það er sent áfram til mismunandi aðila. Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um það hverju sinni en það er breytilegt og fer eftir markaðnum á hverjum tíma,“ segir Gyða S. Björnsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni og samfélagsábyrgð hjá Sorpu, í samtali við mbl.is.

Úrvinnslugjald forsenda móttöku plasts til endurvinnslu

Hjá Sorpu er bæði tekið á móti umbúðaplasti sem og öðru plasti og því komið í farveg, þrátt fyrir að aðeins umbúðaplast beri úrvinnslugjald, sem felst í greiðslu inndlytjenda og framleiðenda fyrir endurvinnslu eða förgun þeirra umbúða sem þeir setja á markað og byggir kerfið á því að innheimt gjald standi undir úrvinnslu umbúða.

„Það er dýrt að senda plast til endurvinnslu og kostnaður við að skila plasti öðru en umbúðaplasti er svipaður því að skila óflokkuðum úrgangi. Úrvinnslugjald er forsenda þess að það borgi sig að skila plasti til endurvinnslu og skýrir líklega af hverju fleiri taka ekki við öðru en umbúðaplasti,“ útskýrir Gyða. „Svo högum við okkar gjaldskrá eftir þeim kostnaði sem fylgir efninu sem við tökum við hverju sinni og gjaldskráin okkar er gagnsæ, hún endurspeglar kostnaðinn á bakvið meðhöndlunina.“

Gyða og Líf sammála umsamspil aukinnar neyslu sem og aukinnar ...
Gyða og Líf sammála umsamspil aukinnar neyslu sem og aukinnar meðvitund fólks um mikilvægi flokkunar valdi auknu magni plasts sem safnast. mbl

Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Gámaþjónustunnar, tekur í svipaðan streng og Gyða er varðar mikilvægi úrvinnslugjaldsins. „Aðkoma Úrvinnslusjóðs hefur haft mjög jákvæð áhrif og söfnun á plasti væri mun minni hér á landi ef ekki væri fyrir þetta kerfi Úrvinnslusjóðs. Það er ástæða til að skoða hvort úrvinnslugjald eigi ekki að leggjast á fleiri tegundir af plasti, til dæmis leikföng og garðhúsgögn, til að auðvelda söfnun og endurvinnslu fleiri tegunda en nú er.“

Hagræna hvata til sérsöfnunar vantar

Hún segir Gámaþjónustuna hafa gert tilraunir til þess að taka við plastvörum sem ekki beri úrvinnslugjald. Plasttegundir séu hins vegar mjög margar og vörur gjarnan settar saman úr fleiri en einni tegund. Ferlið sé því flókið og kostnaðarsamt og því hafi Gámaþjónustan ekki getað farið í reglubundna sérsöfnun á öðru plasti en umbúðaplasti.

„Það þarf að vera hagkvæmt fyrir viðskiptavini okkar að fara í sérsöfnun á efnum sem falla til hjá viðkomandi aðilum.  Ef sérsöfnun er dýrari en aðrar leiðir eins og urðun, þá vantar hagrænan hvata. Ýmsar þjóðir hafa farið þá leið að setja álag á urðun úrgangs til að beina úrgangi frekar í aðrar leiðir eins og endurvinnslu eða endurnýtingu,“ segir Líf. 

Umbúðaplast sem safnað er hjá Gámaþjónustunni fer ýmist til Hollands eða Þýskalands þaðan sem það er síðan sent áfram til endurvinnslu. Að sögn Lífar er plastfilma eftirsótt til endurvinnslu og hefur afsetning hennar til endurvinnslu ekki verið vandamál undanfarin misseri. Af öðru plasti segir hún stóran hluta endurunninn. Hluti þess sé hins vegar ekki nothæfur til endurvinnslu, svo sem vegna óhreininda eða samsetningar umbúða. Það plast sé sent til orkuendurvinnslu í brennslustöð.

Plasttegundir eru vegar margar og vörur gjarnan settar saman úr ...
Plasttegundir eru vegar margar og vörur gjarnan settar saman úr fleiri en einni tegund, sem torveldar flokkun og endurvinnslu. AFP

Bæði Gámaþjónustan og Sorpa hafa tekið við síauknu magni plasts undanfarin ár og eru Gyða og Líf sammála um að þar spili saman aukin neysla sem og aukin meðvitund fólks um mikilvægi flokkunar.

Kraftur eykst hjá evrópskum endurvinnsluaðilum

Gyða segir markaðinn yfirfullan af plasti eftir að Kínverjar lokuðu fyrir móttöku þess frá Evrópu og Bandaríkjunum. Evrópski markaðurinn sé hins vegar að bregðast við. Stena Recycling vinni til dæmis að því að auka getu sína til að taka meira magn. „Við vonumst til þess að í vor verði breyting á þeim farvegum sem okkar plast fer í.“

Líf tekur í svipaðan streng og segir markaðinn vissulega hafa verið erfiðan undanfarin ár en að nú sé kominn aukinn kraftur í starfsemi endurvinnsluaðila plastefnis í Evrópu. „Það skiptir miklu máli að hringrásarhagkerfi varðandi hönnun, framleiðslu og endurvinnslu sé virkt, það er að ekki sé sett á markað vara sem erfitt eða ómögulegt er að endurvinna.“

„Fyrirtæki eins og Gámaþjónustan þurfa sífellt að leita leiða til þess að vera í stakk búin að taka við plastefni og koma því frá sér á hagkvæmasta og umhverfisvænsta hátt sem í boði er. Það er því hagur Gámaþjónustunnar og viðskiptavina fyrirtækisins að sem allra mest af plastefnum sem berast sé af þeim gæðum að plastið sé hæft til endurvinnslu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Páll Sveinsson hitti erlendu Þristana

23:10 Fimm Þristar, flugvélar af gerðinni Douglas DC-3 og Douglas C-47, lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag á leið sinni til Frakklands í tilefni af því að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Íslenski Þristurinn, Páll Sveinsson, tók meðal annarra á móti gestunum. Meira »

Færri amerískar vörur vegna EES

22:48 Meðal ástæðna þess að ekki hefur verið boðið upp á meira úrval af amerískum vörum í Costco á Íslandi en raun ber vitni eru evrópskar reglur sem gilda hér á landi vegna aðildar landsins að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Bergþór ánægður með úrskurðinn

22:06 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er sáttur við úrskurð Persónuverndar þess efnis að Báru Halldórsdóttur hafi verið óheimilt samkvæmt lögum að taka upp samræður hans og nokkurra fimm annarra þingmanna á barnum Klaustri í Reykjavík í nóvember. Meira »

Á útvarpið sér einhverja framtíð?

21:15 Framtíð útvarps var til umræðu á málþingi sem Ríkisútvarpið stóð fyrir í Efstaleiti síðdegis í dag. Miklar breytingar hafa orðið á því hvernig fólk neytir útvarpsefnis á undanförnum árum og hefðbundnir fjölmiðlar keppast við að bregðast við tækninýjungum eins og hlaðvarpinu. Meira »

Skoða eftirlit með Íslandspósti

20:38 Til skoðunar er hjá samgönguráðuneytinu hvort Póst- og fjarskiptastofnun hafi sinnt lögbundnu eftirliti sínu með fjárhagsstöðu Íslandspósts. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að ekki verði séð að stofnunin hafi kannað hvort fyrirtækið var rekstrarhæft áður en hún veitti því rekstrarleyfi. Meira »

Fígúrur Ladda eru ekki alveg mennskar

20:08 Þúsundþjalasmiðurinn Þórhallur Sigurðsson er engum líkur enda hefur listamaðurinn farið í fleiri hlutverk en gengur og gerist í listasögunni. Meira »

Fágætir fuglar á landinu

19:27 Farfuglar voru allir komnir til landsins í gær nema þórshani, sem hafði ekki sést, en hann hefur oftast látið sjá sig um þetta leyti. Meira »

Fjórir í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

19:02 Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld varðar málið innflutning á yfir tíu kílóum af kókaíni, en það vildi lögregla ekki staðfesta. Meira »

Vantar ákvæði um auðkennaþjófnað

18:22 Engin ákvæði eru í hegningarlögum um auðkennaþjófnað sem gerir ákæruvaldinu erfitt fyrir að sækja slík mál að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Ekki var talið líklegt að sakfelling næðist í máli þar sem maður þóttist vera annar maður til þess að nauðga. Meira »

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

18:05 Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

17:50 Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Skipaumferð eykst við Húsavík

17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »

Enginn bilbugur á Ólafi og félögum

15:05 „Þetta er vösk sveit eins og menn sjá langar leiðir,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem segir enga þreytu í hópnum vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann sem hefur farið fram þrjár síðustu nætur. Meira »
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
LOFTDÆLA
Til sölu loftdæla verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 6990930...