Skíðafærið á föstudaginn langa

Frá skíðasvæðinu í Skarðsdal. Skíðasvæði fyr­ir norðan, aust­an og vest­an …
Frá skíðasvæðinu í Skarðsdal. Skíðasvæði fyr­ir norðan, aust­an og vest­an eru opin í dag og víðast hvar er veðrið með ágæt­um, þó að snjór­inn sé blaut­ur. Ljósmynd/Aðsend

Það viðrar ágætlega til skíðaiðkunar í dag, föstudaginn langa, fyrir norðan, austan og vestan. Höfuðborgarbúar verða hins vegar að sætta sig við að búið er að að loka Bláfjöll­um og Skála­felli end­an­lega þenn­an vet­ur­inn.

mbl.is hef­ur tekið sam­an stöðuna á opn­un­um skíðasvæðum lands­ins í dag og tengla á vefsíður skíðasvæðanna, þar sem finna má nán­ari upp­lýs­ing­ar um dag­skrá og færð.

Hlíðarfjall Ak­ur­eyri: Opið 9-16. „Páskarnir og einn best tími ársins er nú genginn í garð. Stefnir í fína páskahelgi og allir glaðir,“ seg­ir í til­kynn­ingu. Hæg sunnanátt, 3-5 m/s og bjart yfir. Hiti 2 til 4 gráður en frystir í nótt.

Selja­lands­dal­ur Ísaf­irði: Opið 10-17. Sannkallað fjölskyldufjör með páskaeggjaratleik við íþróttahúsið á Torfsnesi og þá stendur skíðafélagið fyrir furðufataratleik fyrir alla fjölskylduna.

Skarðsdal­ur Sigluf­irði: Opið 10-16. Sam­kvæmt vefsíðu er vor­færi en brekk­urn­ar breiðar og næg­ur snjór í efri hluta svæðis­ins, en það þarf að fara var­lega á neðsta hluta þess. Tíu skíðaleiðir eru klárar í dag og flott utanbrautarfæri í Tröllafjöllunum.

Bögg­v­isstaðafjall Dal­vík: Opið 10-16 í neðri lyftu­brekku og barna­brekku. Blautt færi, 10°C.

Stafdal­ur Seyðis­firði: Opið 10-16 í öll­um lyft­um. Blautt vor­færi.

Oddsk­arð Fjarðabyggð: Opið í byrj­enda- og eitt­lyftu frá 10-16. Sam­kvæmt vefsíðu er of hvasst á toppn­um til að keyra lyftu. Vorfæri er í brekkunum.

mbl.is