Þyrlan sótti slasaðan mótorhjólamann

Aðstæður voru erfiðar á vettvangi og því var ákveðið að …
Aðstæður voru erfiðar á vettvangi og því var ákveðið að kalla eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan mann á Landspítala í nótt, en maðurinn hafði slasast á fæti á ferð sinni um Víðidalstunguheiði á mótorhjóli, eða svokölluðum krossara. 

Maðurinn var í fjögurra manna hóp og óskuðu þeir eftir aðstoð björgunarsveita þegar einn þeirra komst ekki lengra sökum meiðslanna. Björgunarsveitin Húni var kölluð út. Aðstæður voru erfiðar á vettvangi og hefur RÚV eftir Gunnari Erni Jakobssyni, formanni Húna, að erfitt hafi verið að komast ferðar sinnar vegna bleytu og aurbleytu. Því var ákveðið að kalla eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var hinn slasaði fluttur með þyrlunni á Landspítala en hinir í hópnum komust sjálfir til byggða. Útkallið var tímafrekt fyrir björgunarsveitarmennina, alls átta klukkustundir, en allt  fór vel að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert