Birgir og Þorsteinn eru hnífjafnir

Þingfundur á Alþingi.
Þingfundur á Alþingi. mbl.is/​Hari

Alþingi kemur saman að nýju 29. apríl næstkomandi að loknu 17 daga páskahléi. Samkvæmt starfsáætlun þingsins verður síðasti þingfundur fyrir sumarhlé miðvikudaginn 5. júní.

Það fylgir því ætíð spenna hvaða þingmaður verður ræðukóngur/drottning á hverju löggjafarþingi. Nú þegar 18 þingfundardagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun 149. löggjafarþingsins eru tveir karlar svo að segja hnífjafnir. Birgir Þórarinsson Miðflokki hefur flutt 341 ræðu og athugasemd og talað í samtals 1.075 mínútur, eða um 18 klukkustundir. Fast á hæla honum kemur Þorsteinn Víglundsson Viðreisn, sem hefur flutt 372 ræður og athugasemdir og talað samtals í 1.067 mínútur.

Þegar þingið fór í jólaleyfi 18. desember sl. var Þorsteinn í forystu, hafði nærri klukkutíma forskot á Birgi. Sá síðarnefndi hefur verið mjög öflugur í ræðustólnum eftir áramótin. Ljóst má vera að þessir tveir þingmenn munu bítast um ræðukóngstitilinn á þessu þingi.

Í þriðja sæti er Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki sem talað hefur samtals í 857 mínútur og fjórði er ræðukóngur 148. löggjafarþingsins, Björn Leví Gunnarsson pírati, sem talað hefur í 803 mínútur. Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki hefur talað lengst þingkvenna, eða í 765 mínútur. Bjarni Benediktsson er sá ráðherra sem lengst hefur talað, eða í 732 mínútur samtals. Björn Leví var sem fyrr segir ræðukóngur á 148. löggjafarþinginu en hann blandar sér varla í baráttuna núna, að því er segir í umfjöllun um ræðumennskuna á þingi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »