Kjósi um lífskjörin í símanum sínum

Starfsgreinasambandið fundar með Samtökum Atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara.
Starfsgreinasambandið fundar með Samtökum Atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara. mbl.is/​Hari

„Þetta hefur allt saman gengið mjög vel og engir hnökrar á þessu,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), um kosningakerfið Valmund, sem Advania hefur þróað.

Um þessar mundir fara fram 29 mismunandi kosningar hjá verkalýðsfélögunum um Lífskjarasamningana svonefndu. Þar af eru 18 þeirra á vegum SGS. „Þetta eru átján mismunandi kosningar hjá okkur og um 36.000 félagsmenn sem hafa atkvæðisrétt í þeim.“

Flosi bendir á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem sambandið fari í rafræna atkvæðagreiðslu en árið 2015 hafi þurft að senda hverjum einasta félagsmanni lykilorðið í pósti. Nú sé hins vegar hægt að nota rafræn skilríki við kosninguna, sem einfaldi ferlið umtalsvert. „Við vonumst til þess að fólk kjósi bara í símanum sínum,“ segir Flosi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert