Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Einar Sveinbjörnsson reynir að átta sig á því hvernig veðrið …
Einar Sveinbjörnsson reynir að átta sig á því hvernig veðrið verður hjá okkur á næstu mánuðum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan.

„Samkvæmt kortinu eru allt að 60-70% líkur á að hitinn verði yfir meðallagi norðan- og austanlands. Ekki síst á hálendinu. Hins vegar eru 20-40% líkur á að hiti verði markvert undir meðallagi með suður- og suðvesturströndinni,“ segir í greiningu Einars.

„Þá eru 40-60% líkur á að úrkoma teljist markvert mikil (efri þriðjungur) um vestan- og norðvestanvert landið.“ Samkvæmt langtímaspánni er spáð margfalt meiri úrkomu um vestan- og norðvestanvert landið, sér í lagi á Vesturlandi og Vestfjarðakjálkanum. Hann bendir þó á að úrkoma sé jafnan það erfiðasta að túlka í langtímaspám sem þessum.

Sjá samtal við Einar í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »