Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í þessu horni sem kraninn teygir sig í má ætla ...
Í þessu horni sem kraninn teygir sig í má ætla að vatnslekinn hafi orðið frá vettvangi slökkvistarfsins inn í verslunina. mbl.is/Snorri Másson

Töluvert tjón varð á húsnæði Húsasmiðjunnar í Dalshrauni vegna vatns sem lak inn í verslunina við slökkvistarfið í íbúðarhúsnæði í sömu byggingu. Verið er að meta hvort umfang skemmdanna sé slíkt að ekki verði unnt að opna verslunina á þriðjudaginn eftir páska.

Aðalinngangur verslunarinnar er í annarri götu en þeirri sem bruninn ...
Aðalinngangur verslunarinnar er í annarri götu en þeirri sem bruninn varð í. Hann varð hinum megin við húsið. mbl.is/Snorri Másson

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir að það velti á umfangi tjónsins hvort hægt verði að opna á þriðjudaginn. Hann segir að í kvöld hafi verið reynt að færa til vörur og þurrka gólfin í versluninni en að hann hafi ekki fengið betur séð en að tjónið hafi verið töluvert.

Gólfið í versluninni er dúklagt og einhver hluti þess er parketlagður. Bruninn varð í íbúðarhúsnæði á efstu hæð hússins, sem er öndverðu megin við húsið miðað við innganginn í verslunina. Um var að ræða aðgerðir sem allt tiltækt slökkvilið kom að. Vatnsmagnið var eftir því og nokkuð af því lak niður í verslunina á milli hæða.

Timbursalan er á neðstu hæð í þessum hluta hússins en ...
Timbursalan er á neðstu hæð í þessum hluta hússins en eldurinn varð í herbergjum á efstu hæð, sem líta eins út og þessi sem sjá má efst á myndinni. mbl.is/Snorri Másson

Gert er þó ráð fyrir að húsnæðið verði starfhæft innan skamms, segir Árni. Húsasmiðjan er með það á leigu hjá fasteignafélaginu Regin og samkvæmt samtali sem Árni átti við fulltrúa þess ætti tjónið ekki að vera meira en að um skammtímaáhrif verði að ræða.

Fljótlega eftir að slökkvilið kom á vettvang var farið inn í verslunina til að kanna aðstæður þar. Þegar blaðamann mbl.is bar að garði hafði glerhurðin í innganginum verið brotin upp og glerbrot lágu á víð og dreif. Sú hurð hafði verið brotin af slökkviliðsmönnum sem mátu aðstæður svo að engan tíma mætti missa. Hurðin hafði verið læst, því eins og öðrum í byggingunni hafði starfsfólki verslunarinnar verið gert að yfirgefa húsnæðið þegar tilkynning barst um eldinn á fjórða tímanum. Eiginlegt brunakerfi fór ekki í gang í Húsasmiðjunni, enda eldurinn í allt öðrum hluta hússins. Enginn reykur fór inn í verslunina.

Slökkviliðsmenn að störfum inni í verslun Húsasmiðjunnar. Á jörðinni eru ...
Slökkviliðsmenn að störfum inni í verslun Húsasmiðjunnar. Á jörðinni eru glerbrot frá því að hurðin var brotin upp. mbl.is/Snorri Másson
Eldurinn varð á framanverðu húsinu á efstu hæð.
Eldurinn varð á framanverðu húsinu á efstu hæð. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is/Snorri Másson
mbl.is

Innlent »

Færri amerískar vörur vegna EES

22:48 Meðal ástæðna þess að ekki hefur verið boðið upp á meira úrval af amerískum vörum í Costco á Íslandi en raun ber vitni eru evrópskar reglur sem gilda hér á landi vegna aðildar landsins að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Bergþór ánægður með úrskurðinn

22:06 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er sáttur við úrskurð Persónuverndar þess efnis að Báru Halldórsdóttur hafi verið óheimilt samkvæmt lögum að taka upp samræður hans og nokkurra fimm annarra þingmanna á barnum Klaustri í Reykjavík í nóvember. Meira »

Á útvarpið sér einhverja framtíð?

21:15 Framtíð útvarps var til umræðu á málþingi sem Ríkisútvarpið stóð fyrir í Efstaleiti síðdegis í dag. Miklar breytingar hafa orðið á því hvernig fólk neytir útvarpsefnis á undanförnum árum og hefðbundnir fjölmiðlar keppast við að bregðast við tækninýjungum eins og hlaðvarpinu. Meira »

Skoða eftirlit með Íslandspósti

20:38 Til skoðunar er hjá samgönguráðuneytinu hvort Póst- og fjarskiptastofnun hafi sinnt lögbundnu eftirliti sínu með fjárhagsstöðu Íslandspósts. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að ekki verði séð að stofnunin hafi kannað hvort fyrirtækið var rekstrarhæft áður en hún veitti því rekstrarleyfi. Meira »

Fígúrur Ladda eru ekki alveg mennskar

20:08 Þúsundþjalasmiðurinn Þórhallur Sigurðsson er engum líkur enda hefur listamaðurinn farið í fleiri hlutverk en gengur og gerist í listasögunni. Meira »

Fágætir fuglar á landinu

19:27 Farfuglar voru allir komnir til landsins í gær nema þórshani, sem hafði ekki sést, en hann hefur oftast látið sjá sig um þetta leyti. Meira »

Fjórir í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

19:02 Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld varðar málið innflutning á yfir tíu kílóum af kókaíni, en það vildi lögregla ekki staðfesta. Meira »

Vantar ákvæði um auðkennaþjófnað

18:22 Engin ákvæði eru í hegningarlögum um auðkennaþjófnað sem gerir ákæruvaldinu erfitt fyrir að sækja slík mál að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Ekki var talið líklegt að sakfelling næðist í máli þar sem maður þóttist vera annar maður til þess að nauðga. Meira »

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

18:05 Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

17:50 Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Skipaumferð eykst við Húsavík

17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »

Enginn bilbugur á Ólafi og félögum

15:05 „Þetta er vösk sveit eins og menn sjá langar leiðir,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem segir enga þreytu í hópnum vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann sem hefur farið fram þrjár síðustu nætur. Meira »

Vilja innlegg íbúa við gerð nýs leiðanets

14:44 Vinna er hafin við nýtt leiðanet Strætó sem er skipulagt með það að markmiði að tengja vagna Strætó við fyrsta áfanga Borgarlínu. Þá kalla skipulagsbreytingar á Hlemmi og umferðarmiðstöð BSÍ einnig á breytingu á núverandi leiðakerfi. Meira »
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
LOFTDÆLA
Til sölu loftdæla verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 6990930...