Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í þessu horni sem kraninn teygir sig í má ætla ...
Í þessu horni sem kraninn teygir sig í má ætla að vatnslekinn hafi orðið frá vettvangi slökkvistarfsins inn í verslunina. mbl.is/Snorri Másson

Töluvert tjón varð á húsnæði Húsasmiðjunnar í Dalshrauni vegna vatns sem lak inn í verslunina við slökkvistarfið í íbúðarhúsnæði í sömu byggingu. Verið er að meta hvort umfang skemmdanna sé slíkt að ekki verði unnt að opna verslunina á þriðjudaginn eftir páska.

Aðalinngangur verslunarinnar er í annarri götu en þeirri sem bruninn ...
Aðalinngangur verslunarinnar er í annarri götu en þeirri sem bruninn varð í. Hann varð hinum megin við húsið. mbl.is/Snorri Másson

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir að það velti á umfangi tjónsins hvort hægt verði að opna á þriðjudaginn. Hann segir að í kvöld hafi verið reynt að færa til vörur og þurrka gólfin í versluninni en að hann hafi ekki fengið betur séð en að tjónið hafi verið töluvert.

Gólfið í versluninni er dúklagt og einhver hluti þess er parketlagður. Bruninn varð í íbúðarhúsnæði á efstu hæð hússins, sem er öndverðu megin við húsið miðað við innganginn í verslunina. Um var að ræða aðgerðir sem allt tiltækt slökkvilið kom að. Vatnsmagnið var eftir því og nokkuð af því lak niður í verslunina á milli hæða.

Timbursalan er á neðstu hæð í þessum hluta hússins en ...
Timbursalan er á neðstu hæð í þessum hluta hússins en eldurinn varð í herbergjum á efstu hæð, sem líta eins út og þessi sem sjá má efst á myndinni. mbl.is/Snorri Másson

Gert er þó ráð fyrir að húsnæðið verði starfhæft innan skamms, segir Árni. Húsasmiðjan er með það á leigu hjá fasteignafélaginu Regin og samkvæmt samtali sem Árni átti við fulltrúa þess ætti tjónið ekki að vera meira en að um skammtímaáhrif verði að ræða.

Fljótlega eftir að slökkvilið kom á vettvang var farið inn í verslunina til að kanna aðstæður þar. Þegar blaðamann mbl.is bar að garði hafði glerhurðin í innganginum verið brotin upp og glerbrot lágu á víð og dreif. Sú hurð hafði verið brotin af slökkviliðsmönnum sem mátu aðstæður svo að engan tíma mætti missa. Hurðin hafði verið læst, því eins og öðrum í byggingunni hafði starfsfólki verslunarinnar verið gert að yfirgefa húsnæðið þegar tilkynning barst um eldinn á fjórða tímanum. Eiginlegt brunakerfi fór ekki í gang í Húsasmiðjunni, enda eldurinn í allt öðrum hluta hússins. Enginn reykur fór inn í verslunina.

Slökkviliðsmenn að störfum inni í verslun Húsasmiðjunnar. Á jörðinni eru ...
Slökkviliðsmenn að störfum inni í verslun Húsasmiðjunnar. Á jörðinni eru glerbrot frá því að hurðin var brotin upp. mbl.is/Snorri Másson
Eldurinn varð á framanverðu húsinu á efstu hæð.
Eldurinn varð á framanverðu húsinu á efstu hæð. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is/Snorri Másson
mbl.is

Innlent »

Umferðarslys og líkamsárás

Í gær, 23:28 Fjarlægja þurfti bifreið af Vesturlandsvegi við Korputorg í Reykjavík með kranabifreið um klukkan þrjú í dag vegna umferðarslyss. Engin slys urðu hins vegar á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekki tekist að lækka tollana

Í gær, 22:52 Stjórnvöld hafa átt í viðræðum við Evrópusambandið frá því á árinu 2017 um að íslenskar sjávarafurðir njóti fulls tollfrelsis inn á innri markað sambandsins í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum en til þessa hafa þær viðræður hins vegar ekki borið árangur. Meira »

Martha í 7. sinn á Smáþjóðaleika

Í gær, 22:32 Martha Ernstsdóttir, einn fremsti hlaupari landsins um árabil, er í hópi þjálfara frjálsíþróttafólksins sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní næstkomandi. Meira »

FÁ brautskráði 118 nemendur

Í gær, 21:40 Fjölbrautaskólinn við Ármúla brautskráði 118 nemendur við hátíðlega athöfn í skólanum í dag, en þar af brautskráðust 9 af tveimur brautum. Magnús Ingvason skólameistari FÁ stýrði athöfninni og færði nemendum innblásin skilaboð í útskriftarræðu sinni. Meira »

Fjórir unnu 60 milljónir króna

Í gær, 21:29 Fjórir heppnir lottóspilarar eru sem nemur 60 milljónum króna ríkari hver eftir að dregið var í Eurojackpot-lottóinu í kvöld. Deila þeir með sér öðrum vinningi kvöldsins. Meira »

Hjólakraftur hlaut Foreldraverðlaunin

Í gær, 21:01 Verkefnið Hjólakraftur í Norðlingaskóla hlaut í dag Foreldraverðlaun samtakanna Heimilis og skóla, en markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer innan leik-, grunn- og framhaldskóla og verkefnum sem stuðla að öflugu jákvæðu samstarfi heima, skóla og samfélagins. Meira »

Annað besta ár í sögunni

Í gær, 20:59 Síðasta ár var annað besta ár frá upphafi í rekstri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sé horft til veltufjár frá rekstri, sem var 1,5 milljarðar króna árið 2018, 88% meira en 2017. Meira »

86 brautskráðir frá Flensborg

Í gær, 20:31 86 stúdentar voru útskrifaðir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í gær, af félagsvísinda- raunvísinda-, viðskipta- og hagfræðibraut, starfsbraut og opinni námsbraut. Alls luku 36 nemendur íþróttaafrekssviði sem hluta af stúdentsprófinu. Meira »

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Í gær, 20:30 Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Meira »

Með urðunina í Fíflholti til meðferðar

Í gær, 20:14 Umhverfisstofnun er nú með mál urðunarstarfseminnar í Fíflholti á Mýrum til meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegum svörum stofnunarinnar. Urðunarstöðin rataði í fréttir eftir að myndir birtust á samfélagsmiðlum sem sýndu rusl við stöðina og fór eftirlitsmaður á staðinn í gær til að skoða aðstæður. Meira »

Heimilt að kyrrsetja vegna heildarskulda

Í gær, 19:56 „Þessi úrskurður er enn og aftur staðfesting á túlkun og beitingu á ákvæði loftferðalaga um kyrrsetningu flugvéla fyrir heildarskuldum,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia vegna úrskurðar Landsréttar í dag um að fyrirtækinu hafi verið heimilt að kyrrsetja farþegaflugvélina TF-GPA í eigu flugvélaleigunnar ALC. Meira »

Helga Lind nýr framkvæmdastjóri SHÍ

Í gær, 19:44 Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur ráðið Helgu Lind Mar í starf framkvæmdastjóra SHÍ, en Helga Lind er 31 árs laganemi við HÍ og hefur mikla reynslu þegar kemur að hagsmunabaráttu stúdenta, samkvæmt fréttatilkynningu frá SHÍ. Meira »

„Nú er komið að börnunum“

Í gær, 19:30 „Við höfum miklar áhyggjur af börnum á ofbeldisheimilum. Andvaraleysis hefur gætt í þeirra málum og miðað við hvaða aðstæður þau búa fá þau litla hjálp og litla þjónustu,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Meira »

Byggja 99 leiguíbúðir við Hraunbæ

Í gær, 19:16 Fyrsta skóflustungan var í dag tekin að 99 íbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir við Hraunbæ 153-163 í Árbæ. 20% íbúðanna verða í eigu og útleigu hjá Félagsbústöðum. Meira »

Tækniskólinn brautskráði 306 nemendur

Í gær, 18:28 Tækniskólinn brautskráði á miðvikudag 306 nemendur frá öllum undirskólum sínum, af alls 58 mismunandi námsbrautum, en brautskráningarathöfnin fór fram í Eldborgarsal Hörpu og var glæsileg. Meira »

Afstaða ráðherra stendur óhögguð

Í gær, 18:16 Dómur Hæstaréttar í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar breytir ekki þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að leita endurskoðunar á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu. Meira »

Landsréttur hafnar kröfu ALC

Í gær, 17:44 Landsréttur hafnaði í dag kröfu flugvélaleigunnar ALC um að fá afhenta farþegaþotu í eigu fyrirtækisins af gerðinni Airbus A321 sem var leigð til WOW air áður en flugfélagið varð gjaldþrota og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögmaður ALC segir niðurstöðuna vonbrigði. Meira »

Vegurinn um Kjöl opinn

Í gær, 17:32 Vegurinn yfir Kjöl hefur verið opnaður samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegurinn er þó aðeins fær fjórhjóladrifs bílum þar sem unnið er að viðgerðum á honum. Meira »

Fá þyngri dóma fyrir farsakennd svik

Í gær, 17:17 Dómar þriggja einstaklinga, einnar konu og tveggja karla, sem sakfelld höfðu verið fyrir peningaþvætti í fjársvikafarsa sem teygði anga sína meðal annars til Suður-Kóreu, Hong Kong og Ítalíu, voru þyngdir af Landsrétti í dag. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
fjóir eldhús- stálstólar
fjórir stáleldhússtólar nýlegir á 25,0000 allir sími 869-2798...
Nudd Nudd Nudd
Nudd Nudd Nudd. Relaxing massage downtown Akureyri. S. 7660348, Alina...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...