Vann tvær milljónir

Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Þá var einn heppinn áskrifandi með fyrsta vinning í Jóker í kvöld og hlýtur hann tvær milljónir króna. 

Þá voru fjórir miðahafar með annan vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í sinn hlut. 

mbl.is