Hægviðri víða með morgninum

Vaxandi norðaustanátt verður eftir hádegi í dag.
Vaxandi norðaustanátt verður eftir hádegi í dag.

Víða verður hægviðri með morgninum og skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig að deginum.

Eftir hádegi verður hægt vaxandi norðaustanátt en 5 til 13 metrar á sekúndu þegar líður á kvöldið. Rigning eða slydda verður austantil en yfirleitt þurrt vestantil og fer veður kólnandi.

Á morgun verður norðlæg átt og 5 til 13 metrar á sekúndu. Dálítil él verða norðantil á landinu og hiti nálægt frostmarki. Skýjað verður  með köflum um landið sunnanvert og hiti verður 5 til 10 stig en stöku skúrir síðdegis. Í athugasemdum veðurfræðings kemur fram að það muni snjóa á fjallvegum norðaustan til og búast megi við versnandi færð þar.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert