Humarpizza er ekkert pizza!

Remo Nafra heitir ítalski „pizzaiolo“-inn sem Þráinn Lárusson hefur fengið ...
Remo Nafra heitir ítalski „pizzaiolo“-inn sem Þráinn Lárusson hefur fengið til liðs við sig á veitingastaðnum Glóð á Egilsstöðum. Ljósmynd/Aðsend

Það er aðeins á einum stað á landinu sem fæst alvöru ítölsk pizza, án gæsalappa. Það er á veitingastaðnum Glóð á Hóteli Valaskjálf á Egilsstöðum, vill eigandi staðarins meina. Hann er búinn að koma fyrir þriggja tonna eldofni og flytja í leiðinni inn sérmenntaðan ítalskan „pizzaiolo“ að nafni Remo Nafra, sem sagt pizzubakara. Sá er nú í óðaönn við að baka pizzur ofan í gesti, því hann treystir öðrum ekki í verkið.

„Hann er voðalega sérvitur,“ segir Þráinn Lárusson, eigandi veitingastaðarins, glaður í bragði. Nafra umræddur er skólagenginn pizzubakari, sem er starfsgrein í Ítalíu. Þráinn segist hafa einsett sér að gera fullkomlega ekta ítalskar pizzur og gefa nákvæmlega engan afslátt af því. Hann vissi að það gæti hann ekki gert sjálfur og ekki með íslenskum hráefnum. Því eru aðeins ítölsk hráefni í pizzunum. Ferskur mozzarella, Buffalo mozzarella, salami, þurrkaðar pylsur, allt er flutt inn frá Ítalíu. Og ekki aðeins áleggið: bakarinn nefndi tiltekið hveiti sem hann vildi nota og tiltekið ger og eftir nokkra fyrirhöfn tókst Þránni að flytja það inn. Bakarinn er svo 50 klukkustundir að búa til deigið. Niðurstaðan af öllu þessu segir Þráinn að sé sú, að pizzan er nákvæmlega eins og ef maður færi á góðan pizzastað í Róm.

Svonefnd „Pizza Bianca“ kvað vera vinsæl í Róm en á ...
Svonefnd „Pizza Bianca“ kvað vera vinsæl í Róm en á henni er enginn tómatur. Þessi, sem heitir „Capo“, er með heimalagaðri parmapylsu, kartöflum, hvítlauksolíu og rósmarín. Ljósmynd/Aðsend

Verða pizzurnar þá ekki einfaldlega þeim mun dýrari?

„Nei,“ segir Þráinn, „þú verður að gera þér grein fyrir því að þó að hráefnið sé miklu dýrara, gengur ítalska pizzan ekki út á það að moka á hana haug af áleggjum eins og gjarnan er gert á öðrum pizzum.“ Eina pizzan á staðnum sem er dýrari en 3000 krónur er þannig humarpizzan. Þráinn segir að nokkrar fortölur hafi þurft til að fá bakarann til að gera humarpizzu. „Það er ekkert pizza!“ svaraði bakarinn hneykslaður þegar hugmyndina bar upp. En lét segjast fyrir rest. 

Sem stendur er bakarinn einn í þessu og Þráinn segir að ekki sé víst að hann vilji hafa það að ólærðir komi að bakstrinum. Þeir þyrftu þá að hljóta mikla þjálfun. Ofninn sem er notaður var handsmíðaður í Róm, stein fyrir stein, og vegur 3,2 tonn. Þráinn segir ekki hafa verið lítið mál að koma honum fyrir, lyftur Eimskipa hafi ekki loftað honum í fyrstu. Heljarinnar krani var notaður í verkið, eftir að hann kom til landsins með Norrænu.

Góður rekstur árið um kring á Egilsstöðum

Samkvæmt ítalskri hefð er áleggið sett ofan á pizzuna að ...
Samkvæmt ítalskri hefð er áleggið sett ofan á pizzuna að bakstri loknum þegar pizzur eins Parma eru annars vegar. Rúkólað og parmaskinkan koma síðast. Ljósmynd/Aðsend

Viðtökurnar segir Þráinn að hafi verið framar öllum vonum fyrstu dagana en þeir hófu að selja þessar pizzur 12. apríl.

„Ég vissi að þetta gæti brugðið til beggja vona,“ segir Þráinn. „Þeir sem eru vanir pizzum á Íslandi, Domino’s og svona, eru ekkert vísir til að vilja svona pizzur.“ Þráinn segist hafa vitað að til þess að hafa sérstöðu á markaðnum yrði hann að hafa ekta útlendan pizzugerðarmann, svo fólk myndi trúa að þetta væri nákvæmlega eins og þetta ætti að vera. Hann hefur sjálfur reynslu af svona matargerð og segist í sjálfu sér hafa getað gert þetta bara sjálfur en að þá hefðu óhjákvæmilega laumast inn íslensk áhrif í pizzuna, sem hann vildi ekki. 

„Þegar þú ert úti á landi verðurðu að skera þig úr,“ segir Þráinn. Veitingastaðir úti á landi þurfi ekki að miða sig við veitingastaði í Reykjavík, heldur eigi þeir frekar að skapa sér eigin sérstöðu. Reksturinn á landsbyggðinni er ólíkur því sem er að heilsa í borginni, enda vetrarmánuðirnir öllu rólegri.

Þráinn segir þó að ferðamönnum sé að fjölga úti á landi á veturna. Ekki séu mörg ár síðan veitingarekstur yfir árið var talinn útilokaður á Egilsstöðum en nú rekur Þráinn þar þrjá veitingastaði, að Glóð meðtalinni. Glóð hefur verið rekin á Hótel Valaskjálf síðan 2015.

Eldofninn er handgerður í Róm, stein fyrir stein, að sögn ...
Eldofninn er handgerður í Róm, stein fyrir stein, að sögn Þráins. Hann vegur 3,2 tonn og það kostaði ekki litla fyrirhöfn að koma honum fyrir. Ljósmynd/Aðsend
Veitingahúsið býður ekki aðeins upp á pizzur heldur ýmsa miðjarðarhafsskotna ...
Veitingahúsið býður ekki aðeins upp á pizzur heldur ýmsa miðjarðarhafsskotna rétti og sömuleiðis íslensk afbrigði af þeim. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Umferðarslys og líkamsárás

Í gær, 23:28 Fjarlægja þurfti bifreið af Vesturlandsvegi við Korputorg í Reykjavík með kranabifreið um klukkan þrjú í dag vegna umferðarslyss. Engin slys urðu hins vegar á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekki tekist að lækka tollana

Í gær, 22:52 Stjórnvöld hafa átt í viðræðum við Evrópusambandið frá því á árinu 2017 um að íslenskar sjávarafurðir njóti fulls tollfrelsis inn á innri markað sambandsins í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum en til þessa hafa þær viðræður hins vegar ekki borið árangur. Meira »

Martha í 7. sinn á Smáþjóðaleika

Í gær, 22:32 Martha Ernstsdóttir, einn fremsti hlaupari landsins um árabil, er í hópi þjálfara frjálsíþróttafólksins sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní næstkomandi. Meira »

FÁ brautskráði 118 nemendur

Í gær, 21:40 Fjölbrautaskólinn við Ármúla brautskráði 118 nemendur við hátíðlega athöfn í skólanum í dag, en þar af brautskráðust 9 af tveimur brautum. Magnús Ingvason skólameistari FÁ stýrði athöfninni og færði nemendum innblásin skilaboð í útskriftarræðu sinni. Meira »

Fjórir unnu 60 milljónir króna

Í gær, 21:29 Fjórir heppnir lottóspilarar eru sem nemur 60 milljónum króna ríkari hver eftir að dregið var í Eurojackpot-lottóinu í kvöld. Deila þeir með sér öðrum vinningi kvöldsins. Meira »

Hjólakraftur hlaut Foreldraverðlaunin

Í gær, 21:01 Verkefnið Hjólakraftur í Norðlingaskóla hlaut í dag Foreldraverðlaun samtakanna Heimilis og skóla, en markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer innan leik-, grunn- og framhaldskóla og verkefnum sem stuðla að öflugu jákvæðu samstarfi heima, skóla og samfélagins. Meira »

Annað besta ár í sögunni

Í gær, 20:59 Síðasta ár var annað besta ár frá upphafi í rekstri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sé horft til veltufjár frá rekstri, sem var 1,5 milljarðar króna árið 2018, 88% meira en 2017. Meira »

86 brautskráðir frá Flensborg

Í gær, 20:31 86 stúdentar voru útskrifaðir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í gær, af félagsvísinda- raunvísinda-, viðskipta- og hagfræðibraut, starfsbraut og opinni námsbraut. Alls luku 36 nemendur íþróttaafrekssviði sem hluta af stúdentsprófinu. Meira »

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Í gær, 20:30 Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Meira »

Með urðunina í Fíflholti til meðferðar

Í gær, 20:14 Umhverfisstofnun er nú með mál urðunarstarfseminnar í Fíflholti á Mýrum til meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegum svörum stofnunarinnar. Urðunarstöðin rataði í fréttir eftir að myndir birtust á samfélagsmiðlum sem sýndu rusl við stöðina og fór eftirlitsmaður á staðinn í gær til að skoða aðstæður. Meira »

Heimilt að kyrrsetja vegna heildarskulda

Í gær, 19:56 „Þessi úrskurður er enn og aftur staðfesting á túlkun og beitingu á ákvæði loftferðalaga um kyrrsetningu flugvéla fyrir heildarskuldum,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia vegna úrskurðar Landsréttar í dag um að fyrirtækinu hafi verið heimilt að kyrrsetja farþegaflugvélina TF-GPA í eigu flugvélaleigunnar ALC. Meira »

Helga Lind nýr framkvæmdastjóri SHÍ

Í gær, 19:44 Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur ráðið Helgu Lind Mar í starf framkvæmdastjóra SHÍ, en Helga Lind er 31 árs laganemi við HÍ og hefur mikla reynslu þegar kemur að hagsmunabaráttu stúdenta, samkvæmt fréttatilkynningu frá SHÍ. Meira »

„Nú er komið að börnunum“

Í gær, 19:30 „Við höfum miklar áhyggjur af börnum á ofbeldisheimilum. Andvaraleysis hefur gætt í þeirra málum og miðað við hvaða aðstæður þau búa fá þau litla hjálp og litla þjónustu,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Meira »

Byggja 99 leiguíbúðir við Hraunbæ

Í gær, 19:16 Fyrsta skóflustungan var í dag tekin að 99 íbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir við Hraunbæ 153-163 í Árbæ. 20% íbúðanna verða í eigu og útleigu hjá Félagsbústöðum. Meira »

Tækniskólinn brautskráði 306 nemendur

Í gær, 18:28 Tækniskólinn brautskráði á miðvikudag 306 nemendur frá öllum undirskólum sínum, af alls 58 mismunandi námsbrautum, en brautskráningarathöfnin fór fram í Eldborgarsal Hörpu og var glæsileg. Meira »

Afstaða ráðherra stendur óhögguð

Í gær, 18:16 Dómur Hæstaréttar í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar breytir ekki þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að leita endurskoðunar á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu. Meira »

Landsréttur hafnar kröfu ALC

Í gær, 17:44 Landsréttur hafnaði í dag kröfu flugvélaleigunnar ALC um að fá afhenta farþegaþotu í eigu fyrirtækisins af gerðinni Airbus A321 sem var leigð til WOW air áður en flugfélagið varð gjaldþrota og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögmaður ALC segir niðurstöðuna vonbrigði. Meira »

Vegurinn um Kjöl opinn

Í gær, 17:32 Vegurinn yfir Kjöl hefur verið opnaður samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegurinn er þó aðeins fær fjórhjóladrifs bílum þar sem unnið er að viðgerðum á honum. Meira »

Fá þyngri dóma fyrir farsakennd svik

Í gær, 17:17 Dómar þriggja einstaklinga, einnar konu og tveggja karla, sem sakfelld höfðu verið fyrir peningaþvætti í fjársvikafarsa sem teygði anga sína meðal annars til Suður-Kóreu, Hong Kong og Ítalíu, voru þyngdir af Landsrétti í dag. Meira »
Til sölu kvk Hjól
2 ára kvk reiðhjól með háu stýri.Comfort style eins og nýtt. Keypt hjá Erninum....
Vor í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...
fjóir eldhús- stálstólar
fjórir stáleldhússtólar nýlegir á 25,0000 allir sími 869-2798...
Til sölu algjör GULLMOLI! Suzuki Boulevard
Til sölu algjör GULLMOLI! Suzuki Boulevard 1800cc , M109 árg. 2007 - Ekið a...