Íslendingar á Sri Lanka óhultir

Íslendingar í Sri Lanka eru hvattir til þess að hafa …
Íslendingar í Sri Lanka eru hvattir til þess að hafa samband í neyðarsímann +354-545-0-112. AFP

Nokkrir Íslendingar sem staddir eru á Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi.

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, ítrekar í samtali við mbl.is að Íslendingar í Sri Lanka séu hvattir til þess að hafa samband í neyðarsímann +354-545-0-112 og sérstaklega ef þeir þurfa á aðstoð að halda.

Einn aðstandandi Íslendings í Sri Lanka setti sig í samband við borgaraþjónustuna í morgun og óskaði eftir því að grennslast yrði fyrir um afdrif hans, en sá Íslendingur hefur nú látið vita af sér og er óhultur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert