Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

Útgöngubann stendur yfir í Sri Lanka í kjölfar árásanna.
Útgöngubann stendur yfir í Sri Lanka í kjölfar árásanna. AFP

Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112.

Aðstandendum sem ekki hafa heyrt frá nákomnum Íslendingum sem staddir eru í Sri Lanka er einnig bent á að hafa samband við neyðarsímann svo hægt sé að grennslast fyrir um þá.

Að lokum biðlar utanríkisráðuneytið til Íslendinga á svæðinu að virða tilmæli yfirvalda og fylgjast vel með fjölmiðlum á staðnum, en samfélagsmiðlar á Sri Lanka eru ekki virkir sem stendur.

Yfir 200 eru látnir og hátt í 500 særðir eftir átta sprengjuárásir sem beint var gegn kirkjum og hótelum í Sri Lanka í dag. Samkvæmt utanríkisráðuneyti Sri Lanka eru 27 erlendir ríkisborgarar meðal þeirra látnu.

Sjö hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar, en flestar þeirra voru sjálfsvígssprengjuárásír.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert