Kólnar smám saman í veðri

Rigningu eða slyddu er spáð á austanverðu landinu.
Rigningu eða slyddu er spáð á austanverðu landinu. mbl.is/Eggert

Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar.

Annars er spáin svohljóðandi:

Vaxandi norðaustanátt og þykknar upp, 5-13 m/s þegar líður á kvöldið, rigning eða slydda á austanverðu landinu, en yfirleitt þurrt vestantil. Kólnar smám saman í veðri.

Norðlæg átt, 5-13 á morgun og dálítil él norðantil og hiti 0 til 5 stig, en hægara og skýjað með köflum syðra, stöku skúrir og hiti 5 til 10 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is