Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Lee Lorenzo Lynch og Þorbjörg Jónsdóttir telja að kvikmyndin Sóley, ...
Lee Lorenzo Lynch og Þorbjörg Jónsdóttir telja að kvikmyndin Sóley, sem listakonan Róska framleiddi teljist í flokki heimskvikmynda.

„Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd. Hún er kvikmynd í fullri lengd sem listakonan Róska, leikstýrði og skrifaði í samvinnu við eiginmann sinn Manrico Pavolettoni árið 1982,“ segir Lee Lorenzo Lynch en hann ásamt eiginkonu sinni, Þorbjörgu Jónsdóttur kvikmyndagerðarkonu, stendur fyrir söfunun á Karolina fund til þess að endurgera kvikmyndina Sóleyað svo miklu leyti sem það er hægt þar sem negatíva myndarinnar er týnd.

Sóley sem er á 35 mm filmu hefur sjaldan verið sýnd að sögn Lynch og eina eintakið sem vitað sé um er sýningareintak í mjög slæmu ásigkomulagi hjá Kvikmyndasafni Íslands.

„Kvikmyndasafnið hefur verið okkur innan handar við að skanna sýningareintakið í háskerpu og söfnunina settum við af stað til þess að safna fyrir kostnaði vegna stafrænnar hreinsunar kvikmyndarinnar. Það þarf einnig að bæta textasetningu og hljóð svo hægt verði að gefa þessa költmynd út á stafrænu formi,“ segir Lynch sem segir Sóley falla í flokk heimskvikmynda og þegar Róska hafi framleitt hana 1982 hafi hún verið ein fárra íslenskra kvenna sem leikstýrðu kvikmyndum í fullri lengd.

Mikilvægur listamaður

„Ég þekkti Rósku ekki, hún var móðursystir Þorbjargar konu minnar. Róska varð bráðkvödd 55 ára gömul árið 1996,“ segir Lynch en Róska var þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir bæði í lífinu og listinni.

Lynch telur að Róska hafi verið ein af mikilvægustu listamönnum Íslands. Hún hafi verið pólitískur listamaður, sem málaði, framkvæmdi gjörninga, kvikmyndaði og tileinkaði sér fljótt tölvugerðarlist. Róska lærði myndlist og kvikmyndagerð í Prag og Róm þar sem hún bjó lengst af.

„Róska var sögð ótrúleg kraftakona en hún var einn af stofnendum Nýlistasafnsins. Róska gerði meðal annars heimildarþætti um Ísland fyrir ítalska sjónvarpið. Þættirnir þóttu of pólitískir á Natóárunum til þess að sýna þá á Íslandi,“ segir Lynch og bætir við að Róska hafi gert nokkrar stuttmyndir en Sóley sé sú eina sem gerð var í fullri lengd. Haft var eftir Rósku að Sóley fjallaði um draum og raunveruleika sem mætist og fari í ferðalag saman.

Sýningareintakið af Sóley var sýnt í Iðnó 25. mars og mættu 150 manns á sýninguna að sögn Lynch sem segir að góður rómur hafi verið gerður að myndinni. Unga fólkinu í kvikmyndaskólanum hafi líkað myndin vel og fullorðinn einstaklingur sem lék sem barn í myndinni kom að sjá hana í fyrsta sinn.

„Í Sóley er töfraraunsæi og þjóðsagan skammt undan. Myndin gerist á 18. öld og fjallar um ungan bónda sem fer á hálendið í leit að hestunum sínum. Þar hittir hann Sóleyju sem er álfkona. Hún aðstoðar hann við leit að hestunum og hann fær að hitta fólkið hennar,“ segir Lynch og bætir við að í myndinni sé tekið á misskiptingu valds og auðs, sem sannarlega eigi fullt erindi í dag, 37 árum eftir að myndin kom fyrst út. 

Fordómar um álfa og huldufólk

Lynch vonast til þess að hægt verði að frumsýna Sóley eftir lagfæringar árið 2020. Lynch segir að hann og Þorbjörg elski íslenskar myndir vegna þess að í þeim sé fjallað um álfa og hulduverur. Ýmsar þjóðir kjósi að mistúlka myndirnar og stefni álfum og huldufólki gegn kristni. Það séu að mati Lynch fordómar.

Hlekkur söfnunarinnar.

Fréttin birtist upphaflega í Morgunblaðinu 13. apríl.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Páll Sveinsson hitti erlendu Þristana

23:10 Fimm Þristar, flugvélar af gerðinni Douglas DC-3 og Douglas C-47, lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag á leið sinni til Frakklands í tilefni af því að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Íslenski Þristurinn, Páll Sveinsson, tók meðal annarra á móti gestunum. Meira »

Færri amerískar vörur vegna EES

22:48 Meðal ástæðna þess að ekki hefur verið boðið upp á meira úrval af amerískum vörum í Costco á Íslandi en raun ber vitni eru evrópskar reglur sem gilda hér á landi vegna aðildar landsins að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Bergþór ánægður með úrskurðinn

22:06 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er sáttur við úrskurð Persónuverndar þess efnis að Báru Halldórsdóttur hafi verið óheimilt samkvæmt lögum að taka upp samræður hans og nokkurra fimm annarra þingmanna á barnum Klaustri í Reykjavík í nóvember. Meira »

Á útvarpið sér einhverja framtíð?

21:15 Framtíð útvarps var til umræðu á málþingi sem Ríkisútvarpið stóð fyrir í Efstaleiti síðdegis í dag. Miklar breytingar hafa orðið á því hvernig fólk neytir útvarpsefnis á undanförnum árum og hefðbundnir fjölmiðlar keppast við að bregðast við tækninýjungum eins og hlaðvarpinu. Meira »

Skoða eftirlit með Íslandspósti

20:38 Til skoðunar er hjá samgönguráðuneytinu hvort Póst- og fjarskiptastofnun hafi sinnt lögbundnu eftirliti sínu með fjárhagsstöðu Íslandspósts. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að ekki verði séð að stofnunin hafi kannað hvort fyrirtækið var rekstrarhæft áður en hún veitti því rekstrarleyfi. Meira »

Fígúrur Ladda eru ekki alveg mennskar

20:08 Þúsundþjalasmiðurinn Þórhallur Sigurðsson er engum líkur enda hefur listamaðurinn farið í fleiri hlutverk en gengur og gerist í listasögunni. Meira »

Fágætir fuglar á landinu

19:27 Farfuglar voru allir komnir til landsins í gær nema þórshani, sem hafði ekki sést, en hann hefur oftast látið sjá sig um þetta leyti. Meira »

Fjórir í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

19:02 Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld varðar málið innflutning á yfir tíu kílóum af kókaíni, en það vildi lögregla ekki staðfesta. Meira »

Vantar ákvæði um auðkennaþjófnað

18:22 Engin ákvæði eru í hegningarlögum um auðkennaþjófnað sem gerir ákæruvaldinu erfitt fyrir að sækja slík mál að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Ekki var talið líklegt að sakfelling næðist í máli þar sem maður þóttist vera annar maður til þess að nauðga. Meira »

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

18:05 Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

17:50 Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Skipaumferð eykst við Húsavík

17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »

Enginn bilbugur á Ólafi og félögum

15:05 „Þetta er vösk sveit eins og menn sjá langar leiðir,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem segir enga þreytu í hópnum vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann sem hefur farið fram þrjár síðustu nætur. Meira »
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...