Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Lee Lorenzo Lynch og Þorbjörg Jónsdóttir telja að kvikmyndin Sóley, ...
Lee Lorenzo Lynch og Þorbjörg Jónsdóttir telja að kvikmyndin Sóley, sem listakonan Róska framleiddi teljist í flokki heimskvikmynda.

„Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd. Hún er kvikmynd í fullri lengd sem listakonan Róska, leikstýrði og skrifaði í samvinnu við eiginmann sinn Manrico Pavolettoni árið 1982,“ segir Lee Lorenzo Lynch en hann ásamt eiginkonu sinni, Þorbjörgu Jónsdóttur kvikmyndagerðarkonu, stendur fyrir söfunun á Karolina fund til þess að endurgera kvikmyndina Sóleyað svo miklu leyti sem það er hægt þar sem negatíva myndarinnar er týnd.

Sóley sem er á 35 mm filmu hefur sjaldan verið sýnd að sögn Lynch og eina eintakið sem vitað sé um er sýningareintak í mjög slæmu ásigkomulagi hjá Kvikmyndasafni Íslands.

„Kvikmyndasafnið hefur verið okkur innan handar við að skanna sýningareintakið í háskerpu og söfnunina settum við af stað til þess að safna fyrir kostnaði vegna stafrænnar hreinsunar kvikmyndarinnar. Það þarf einnig að bæta textasetningu og hljóð svo hægt verði að gefa þessa költmynd út á stafrænu formi,“ segir Lynch sem segir Sóley falla í flokk heimskvikmynda og þegar Róska hafi framleitt hana 1982 hafi hún verið ein fárra íslenskra kvenna sem leikstýrðu kvikmyndum í fullri lengd.

Mikilvægur listamaður

„Ég þekkti Rósku ekki, hún var móðursystir Þorbjargar konu minnar. Róska varð bráðkvödd 55 ára gömul árið 1996,“ segir Lynch en Róska var þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir bæði í lífinu og listinni.

Lynch telur að Róska hafi verið ein af mikilvægustu listamönnum Íslands. Hún hafi verið pólitískur listamaður, sem málaði, framkvæmdi gjörninga, kvikmyndaði og tileinkaði sér fljótt tölvugerðarlist. Róska lærði myndlist og kvikmyndagerð í Prag og Róm þar sem hún bjó lengst af.

„Róska var sögð ótrúleg kraftakona en hún var einn af stofnendum Nýlistasafnsins. Róska gerði meðal annars heimildarþætti um Ísland fyrir ítalska sjónvarpið. Þættirnir þóttu of pólitískir á Natóárunum til þess að sýna þá á Íslandi,“ segir Lynch og bætir við að Róska hafi gert nokkrar stuttmyndir en Sóley sé sú eina sem gerð var í fullri lengd. Haft var eftir Rósku að Sóley fjallaði um draum og raunveruleika sem mætist og fari í ferðalag saman.

Sýningareintakið af Sóley var sýnt í Iðnó 25. mars og mættu 150 manns á sýninguna að sögn Lynch sem segir að góður rómur hafi verið gerður að myndinni. Unga fólkinu í kvikmyndaskólanum hafi líkað myndin vel og fullorðinn einstaklingur sem lék sem barn í myndinni kom að sjá hana í fyrsta sinn.

„Í Sóley er töfraraunsæi og þjóðsagan skammt undan. Myndin gerist á 18. öld og fjallar um ungan bónda sem fer á hálendið í leit að hestunum sínum. Þar hittir hann Sóleyju sem er álfkona. Hún aðstoðar hann við leit að hestunum og hann fær að hitta fólkið hennar,“ segir Lynch og bætir við að í myndinni sé tekið á misskiptingu valds og auðs, sem sannarlega eigi fullt erindi í dag, 37 árum eftir að myndin kom fyrst út. 

Fordómar um álfa og huldufólk

Lynch vonast til þess að hægt verði að frumsýna Sóley eftir lagfæringar árið 2020. Lynch segir að hann og Þorbjörg elski íslenskar myndir vegna þess að í þeim sé fjallað um álfa og hulduverur. Ýmsar þjóðir kjósi að mistúlka myndirnar og stefni álfum og huldufólki gegn kristni. Það séu að mati Lynch fordómar.

Hlekkur söfnunarinnar.

Fréttin birtist upphaflega í Morgunblaðinu 13. apríl.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Kepptust um veiðina við Ólafsvík

18:19 Nóg var um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í gær og á föstudag, þegar fram fór árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness. Tæplega þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og héldu til veiða frá bryggjunni í Ólafsvík klukkan sex á föstudagsmorgun. Meira »

Saltkóngurinn í Svíþjóð

18:02 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi, eins og viðskipti, kaup og sala veðhlaupahesta og siglingar. Meira »

Harður árekstur í Árbæ

17:44 Harður árekstur varð þegar tveir bílar skullu saman á mótum Hraunbæjar og Bitruháls í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrír hlutu minni háttar meiðsl. Meira »

„Fólki finnst þetta ekki í lagi lengur“

17:32 „Það kom svolítið á óvart að heilt yfir skuli viðhorfið hafa verið neikvætt, sama hvaða hóp verið var að skoða,“ segir Soffía Halldórsdóttir, sem nýverið skilaði meistaraverkefni sínu sem ber heitið „Selur kynlíf?“ og fjallar um femínisma, kyn og kynferðislegar tengingar í auglýsingum. Meira »

„Sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“

16:52 „Getur verið að þingmenn í öllum flokkum telji sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“ spyr Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann ræðir umfjöllun mbl.is fyrir viku hvar greint var frá því að utanríkisráðuneytið og Evrópusambandið væru sammála um að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið frá 2009 hefði ekki verið dregin til baka eins og haldið var fram á sínum tíma. Meira »

Borgarbókasafnið fékk 18,5 milljónir

16:34 Dagur barnsins er í dag. Styrkjum var úthlutað úr Barnamenningarsjóði í Alþingishúsinu um hádegi við það tilefni. 36 voru styrkirnir, að heildarupphæð 97,5 milljónir. Umsóknirnar voru 108. Meira »

Skynsamlegt skref að banna svartolíuna

16:00 „Við hjá Faxaflóahöfnum höfum lengi nefnt að það sé ástæða til að takmarka notkun svartolíu í landhelgi Íslands, undir þeim formerkjum að til þess að ná árangri í loftslagsmálum að þá verður að grípa til aðgerða. Þess vegna erum við sammála þessari aðferðarfræði,“ segir hafnarstjóri Faxaflóahafna. Meira »

Barn flutt á slysadeild

15:31 Flytja þurfti barn á slysadeild á þriðja tímanum í dag með talsverða áverka eftir að það hafði orðið fyrir bifreið á Sogaveg í Reykjavík en barnið var þar á reiðhjóli. Meira »

Ragnar Þór segist „pólitískt viðundur“

15:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra, fyrir að lýsa yfir stuðningi við þá þingmenn sem haldið hafa uppi málþófi á Alþingi undanfarið gegn innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Bjarni á fund páfa

15:08 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er nú staddur í Rómarborg á Ítalíu þar sem hann kemur til með að hitta Frans páfa í Vatíkaninu á morgun, ásamt fjármálaráðherrum fleiri ríkja. Meira »

Lést við störf í Þistilfirði

12:07 Karlmaður á sjötugsaldri lést skammt frá bóndabæ í Þistilfirði um hádegisbil í gærdag. Maðurinn hafði verið við störf á fjórhjóli úti á túni. Meira »

Allir vilja upp við bestu aðstæðurnar

11:45 Fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson, sem stóð á toppi Everest fjalls ásamt Lýði Guðmundssyni í vikunni, segir að enginn óski sér þess, hvað þá Íslendingar sem séu vanir því að vera einir á fjöllum, að vera á hæsta punkti veraldar í mannmergð. Það skemmi aðeins upplifunina. Meira »

Eldur í gámum á Selfossi

11:32 Eldur logaði í tveimur ruslagámum fyrir aftan verslun Krónunnar á Selfossi í nótt og voru Brunavarnir Árnessýslu kallaðar til á þriðja tímanum í nótt til þess að slökkva eldinn. Meira »

Þurfa að bíða í allt að sjö mánuði

09:55 „Þetta er alvarleg staða. Það er ekki hægt að láta börn og foreldra bíða. Þetta á bara að vera í lagi,” segir Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins, um langa bið eftir meðferð á fjölskyldumálum hjá embættinu. Meira »

Snýst í norðanátt og kólnar

08:27 Rólegheitaveður verður á landinu í dag og víða bjart fyrir norðan, en skýjað og stöku skúrir sunnan- og austantil. Það mun þó létta til við Faxaflóa eftir hádegi. Hiti verður 8-15 stig, hlýjast á Vesturlandi, en mun svalara með austurströndinni. Á morgun snýst í norðanátt og kólnar. Meira »

Lögreglumaður sleginn í Garðabæ

07:31 Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um ágreining sambúðarfólks í húsi í Garðabæ og er lögregla kom á staðinn um kl. 23, réðst konan á lögreglumann og sló hann. Hún var handtekin í kjölfarið og eyddi nóttinni í fangageymslu lögreglu. Meira »

Þetta er adrenalínfíkn

Í gær, 22:33 Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »

„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Í gær, 21:55 Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk. Meira »

Margrét Friðriksdóttir kveður

Í gær, 21:41 Síðasta útskriftarathöfn Margrétar Friðriksdóttur sem skólameistara MK var haldin í Digraneskirkju í gær. Þar brautskráðust alls 218 nemar úr skólanum. Meira »
Til sölu panelklæðning 16 mm þykk, þeku
Til sölu panelklæðning 16 mm þykk, þekur 12.5cm. Verð kr. 550 lm án vsk. Uppl. s...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf í læknisfræði...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...