Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

Eldinum tókst ekki að læsa sig í nærliggjandi bíla.
Eldinum tókst ekki að læsa sig í nærliggjandi bíla. mbl.is/Árni Sæberg

Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag.

Vel gekk að slökkva eldinn þegar slökkviliðið komst loks að honum í gegnum þykkan svartan reyk. Eldurinn hafði kviknað í dekkjum í bílakjallaranum og tókst honum ekki að læsa sig í nærliggjandi bíla.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu urðu litlar skemmdir vegna eldsins, nema þá mögulega vegna mikils sóts í kjallaranum. Allir íbúar hússins hafa fengið að snúa aftur til síns heima, en einhver reykur hafði borist í stigagang húsnæðisins.

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsins, en mikill reykur barst úr bílakjallaranum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Guðleifur R Kristinsson: .?
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert